Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 76
74
Orðið sjálft gefur þó vissar vísbendingar. Almennt er talið
að fyrri liður orðsins sé eignarfall samnafnsins „urðr“
(t.d. EÓS, 145). Það orð kemur aðeins fyrir í ská'ldamáli,
og getur verið bæði karlkyns og kvenkyns. Karlkyns-
myndin er talin merkja „ógæfa, tortíming“ eða einfald-
lega „dauði“, kvenkynsmyndin ýmist „nom, vera sem
veldur dauða“ eða „forlög“ (Konráð Gíslason 1881, 242—3;
Finnur Jónsson 1931). Hver sem merkingin er í samsetta
orðinu, er ljóst, að nafnið bendir til hlutverks tunglsins
sem fyrirboða.
Trmglið tilheyrir ríki næturinnar og tunglsljós var talið
mannlífinu fjandsamlegt (Holtsmark 1967, 142). Tunglið
var „sól“ hinna dauðu, og vildu menn ná sambandi við
þá, gerðu menn það við tunglsljós. Útiseta, þ.e.a.s. „at
sitia úti at vekia troll upp“, er bönnuð í kristnirétti, en
hún hefur farið fram í tunglsljósi, segir Anne Holtsmark.
Þegar Grettir glímir við Glám (Grettis saga, 35. kap.)
rak ský frá tunglinu í því er Glámur féll fyrir honnm,
en timglskin var mikið. Þá hvessti þrællinn á hann augun,
svo rann á Gretti ómegin, og er eftirleikurinn alkunnur.
Af þessu sést að það fellur vel að þeirra tíma hugmynd-
um, að fyrirboði Fróðárundra skuli einmitt vera timgl.
Víða er um það getið í fombókmenntunum að galdra-
kindur gangi „andsœlis“ eða „rangsœlis“ kringum eitthvað
við að fremja galdur, og stundum gengu þær hringinn
jafnframt öfugar, þannig magnar t.d. fóstra Þorbjamar
önguls rótarhnyðjuna. (Grettis saga, 79. kap.). Oftast er
þó um galdraveður að ræða og/eða skriðuföll af manna
völdum. (Dehmer 1927, 93-94; Bo 1966). Grundvöllur
þessa er að skv. þjóðtrúnni giltu meðal yfimáttúrlegra
vera lögmál sem vom alveg gagnstæð þvi sem venjulegt
var og eðlilegt í mannheimum. Sá sem vildi fremja galdur
varð þá að fara að í samræmi við þetta til að biðja yfir-
náttúrleg öfl um hjálp við galdurinn. Enda þótt af aug-
ljósum ástæðum sé ekki getið um það annars staðar að