Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 78
76
fjarðarnessfólki, var talinn hafa breytt sér í urðarmána
að Bassastöðum í Steingrímsfirði (Vestfirzkar sagnir II,
290-291). Er urðarmánanum þannig lýst, að hann hafi
verið eins og tungl, blóðrautt að lit, og liðið fram og aftur
mn gólfið í herberginu, uns hann sundraðist skyndilega
með miklu hvissi og eldglæringum.
I spumingaskrá nr. 21, „Himintungl“, sem Þjóðhátta-
deild Þjóðminjasafnsins sendi út í apríl 1970, var m.a.
spurt: „Kannast menn við urðarmána og þjóðtrú eða þjóð-
sagnir varðandi hann?“. (Ragnheiðm- Þórarinsdóttir 1976,
38—40; Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns). Menn töldu urð>-
armána sjaldgæft fyrirbæri, en þeir sem sögðu eitthvað
frá honum sögðu hann alltaf fyrirboða illra tíðinda. Að
öðru leyti vom heimildarmenn ekki alveg sammála um
fyrirbærið, hvorki útlit né eðli þess. Sumir sögðu að hann
birtist bæði í draumi og vöku. Sumir sögðu að urðarmáni
sæist úti við og gengi öfugan sólargang. Sagnir em um
að hann hafi sést líða fram Skagafjörð um 1910. Talað
var um að urðarmána brygði fyrir á þeim stöðum, þar
sem voru gamlar dysjar eða útburðir. Algengast var þó
að urðarmáni sæist innanhúss, t.d. í bæjargöngum eða á
veggjum, og að hann gengi þar einnig andsælis. Var sagt
að hann boðaði manndauða á heimilinu. Þó var einnig til
að hann væri talinn draugur eða fylgja, eins og í þjóð-
sagnasöfnunum.
I útliti minnti urðarmáni á hið raunverulega tungl,
nema hvað hann var miklu minni og alltaf skarður, hálft
tungl eða minna. Einn heimildarmaður segir urðarmán-
ann hafa verið í mynd 3M- daga gamals tungls. Til var
að urðarmáni væri talinn brún- eða rauðleitur, en oftast
mun hann hafa sést sem einhvers konar ljósfyrirbrigði.
Ógerlegt er að segja, hvaða þjóðtrú hefur verið tengd
urðarmána á ritunartíma Eyrbyggju, en líklegt má telja
að einhver þjóðtrú hafi verið til um hann, úr þvi að hann
kemur svo víða fyrir í þjóðtrú seinni alda og í svo marg-