Studia Islandica - 01.06.1983, Page 82
80
E 93 og 95). 1 Laxdæla sögu (40) segir þó að Sumarliði,
sonur Hrapps, hafi tekið ærsl er hann hafði húið litla hríð
á Hrappsstöðum, „ok dó litlu síðar.“ Þama er bersýnilega
Hrappur framliðinn að verki. Þessi „ærsl“ em ekki svo
ólík hugsótt sauðamanns. En eins og frá Fróðámndrum
er sagt í Eyrbyggju, liggur Þórgunna kyrr suður í Skál-
holti þegar þetta verður og þvi engum framliðnum til að
dreifa, sem valdið gæti leikni sauðamanns.
Annar möguleiki er að djöfullinn sjálfur eða illir andar
valdi leikni sauðamanns, eða einhverjar illar vættir þjóð-
trúarinnar, en þær voru í kaþólsku taldar greinar af sama
meiði. (4.3.). Um geðveiki af völdum illra anda eða
djöfuls(ins) er allvíða getið (t.d. Biskupa sögur I, 464;
Maríu saga, 671), og þá stundum sagt að menn hafi verið
djöfulóðir eða djöfulærir (Bisk. I, 122; Maríu saga, 253;
Orkneyinga saga, 126-29). Auk þess valda óhreinir andar
stundum geðveiki í Biblíunni. (T.d. Lúk. 827, Jóh. 1020,
Matt. 828, Mark. 52). Á a.m.k. einum stað veldur dverg-
ur hugsýki, í Göngu-Hrólfs sögu, 23. kap., sbr. 25. kap.
(Gaungu-Hrólfs s.).
Eins og frásögnin er í Eyrbyggju verður að gera ráð
fyrir því, að hugsótt sauðamanns stafi af einhverjmn ill-
um öndum eða vættum, sem ekki þurfa að tengjast rekkju-
búnaðinum beint. Hins vegar verður að hafa í huga, að
samkvæmt eðli fomíslenskra draugasagna þarf ekki að
vera hægt að skýra hvert og eitt atriði svo óyggjandi sé,
og þykir jafnvel betra ef fyrirbærin em dularfyllri en
svo, að það sé hægt. Hugsótt sauðamanns er einmitt
þannig vaxin, að hún örvar ímyndunaraflið. Lesandinn
veit ekki, hvað halda skal, hann veit það eitt, að sauða-
maður er til alls vís.
Hugsótt sauðamanns er af þvi tagi, sem að fomu var
nefnd „hugarválað", þ.e. þunglyndi, og lýsir sér m.a. í
sjálfsmorðslöngun. (Reichborn-Kjennemd V 1947, 77-79).
Sá sjúkdómur hefur eflaust verið alþekktur að fomu eins
og endranær, enda eru ýmis dæmi til um hann.20)