Studia Islandica - 01.06.1983, Page 83
81
10.2. Næst lýsingu á „leikni“ sauðamanns segir frá
því, er sauðamaður kom heim eitt kveld, „gekk þá til
rekkju sinnar ok lagðisk þar niðr; en um morguninn var
hann dauðr, er menn kómu til hans“. (E 146). Þetta
minnir mjög á frásögnina framar í sögunni af dauða
Þórólfs bægifóts. Þórólfi tókst ekki að fá Arnkel goða,
son sinn, til að veita sér lið við að heimta Krákunesskóg
að Snorra goða. Síðan segir: „Þórólfr bægifótr kom heim
mn kveldit ok mælti við engan mann; hann settisk niðr
í Qndvegi sitt ok mataðisk eigi um kveldit; sat hann þar
eptir, er menn fóru at sofa. En um morguninn, er menn
stóðu upp, sat Þórólfr þar enn ok var dauðr“. (E 91-92).
Enn fremur segir: „fólk allt var óttafullt, því at gllum
þótti óþokki á andláti hans“. (E 92). - Einnig minnir
frásögn Eglu (58. kap.) af dauða Skalla-Grims nokkuð
á þetta. Egill vildi ekki greiða Skalla-Grími fé það, sem
Aðalsteinn kommgur sendi honum í hætur eftir Þórólf.
Skalla-Grímur fór þá og faldi silfur sitt eitt kvöld er aðrir
menn voru farnir að sofa, en Egill farinn í burtu um
daginn. Siðan segir: „Skalla-Grímr kom heim um mið-
nættisskeið ok gekk þá til rúms síns ok lagðisk niðr í
klæðum sínum; en um morgininn, er lýsti ok menn
klæddusk, þá sat Skalla-Grímr fram á stokk ok var þá
andaðr ok svá stirðr, at menn fengu hvergi rétt hann né
hafit“. (Egils saga, 174).
Sérstök ógn fylgir því, ef menn látast í svefni. Þetta á
ekki síst við ef menn virðast heilir heilsu að kvöldi, en
finnast svo látnir daginn eftir eins og Þórólfur hægifótur
og Skalla-Grímur. Það þykir dularfullt út af fyrir sig, ef
menn látast í svefni, en beinlínis ógnvekjandi ef þeir eru
auk þess í þungum hug. Þá er eins og menn einsetji sér
að deyja til að öðlast þá auknu hæfileika til illvirkja og
ógnarverka, sem dauðir búa yfir. Menn búast við því að
Þórólfur og Skalla-Grimur gangi aftur, þess vegna eru
þeir fluttir út úr húsinu um gat sem sérstaklega er til
þess gert.
6