Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 84
82
I Fróðárundraþætti er sauðamaður, gagnstætt þeim
Skalla-Grími og Þórólfi bægifót, maður í fullu fjöri, og
ekki getið um neina líkamlega sótt, en hann er hins vegar
haldinn ókennilegri hugsótt. Nærtækt er að láta sér detta
í hug að hug hans hafi verið snúið til að deyja og ganga
síðan aftur, og koma þannig hinum eiginlegu Fróðár-
undrum af stað.
10.3. Víðar er um það getið í fombókmenntunum að
sauðamaður eða smalamaður hafi fyrstur orðið fyrir barð-
inu á meiri háttar reimleikum. Framar í Eyrbyggju segir
frá því að Þórólfur bægifótur elti oft smalamann og drap
hann loks. (E 93). 1 Grettis sögu segir fyrst að Þórhalli
í Forsæludal hélst illa á sauðamönnum. Voru þeir hart
leiknir, en sumir hlupu úr vistinni áður en henni var
lokið. Þá segir frá því að Glámur sauðamaður er drepinn
á aðfangadag jóla eða jólanóttina af meinvætti. (Grettis
s., 32. kap.). Næsti sauðamaður, Þorgautm-, er svo drep-
inn af Glámi næsta aðfangadagskvöld. (Grettis s., 33.
kap.). Er skiljanlegt að sauðamenn verði öðrum fremiu
fyrir barðinu á afturgöngum, því þeir eru manna mest á
ferðinni úti við í myrkri, og gjaman í nánd við afskekktar
dysjar manna sem jafnvel var búist við að gengju aftur.
f Fróðárundraþætti er þetta atriði hálfpartinn utan-
gátta, miðað við það sem venjulegast er. Þórgunna liggur
grafin suður í Skálholti, og ekki verður séð, hver eru
tengsl rekkjubúnaðarins við leikni sauðamanns. Hér hefur
verið notað alþekkt draugasagnaminni, en spimnið um
það á allfimlegan hátt.
10.4. Brátt eftir lát sauðamanns „gerðusk reimleikar
miklir.“ (E 146). Kemur það ekki á óvart, þegar haft er
í huga, hvemig dauða sauðamanns bar að höndiun og að
honum er ekki veitt kristileg greftrun. (Sjá 8.2.). Það
varð fyrst eina nótt, er Þórir viðleggur gekk út nauð-
synja sinna, að er hann sneri aftur sá hann að sauða-