Studia Islandica - 01.06.1983, Side 90
88
Vettvangur þessarar frásagnar er rétt í námunda við
ætlaðan ritunarstað Eyrbyggju, Helgafell eða e.t.v. Eyri.
(EÓS, lii-lvi). Þorsteinn surtur flytur frá Þórsnesi og
ferst u.þ.b. 10 km þar austur af, að þvi er menn telja.
(Kálund I 1877, 456—57). Þessi frásögn hlýtur að vera
byggð á munnmælum. Þorsteinn surtur var að öllum
líkindmn landsfrægur fyrir að finna sumarauka. Hann
var sonarsonur og fóstri Þórólfs mostrarskeggs, ættföður
Þórsnesinga, og þau Þuríður á, Fróðá voru náskyld, að
þriðja og fjórða. Munnmæli um ævilok Þorsteins hafa
líklega verið vel þekkt á Eyrhyggjuslóðum, og höfundur
Eyrbyggju, sem reyndar getur Þorsteins í framhjáhlaupi,
hlýtur að hafa þekkt þau.
Hér er einnig rétt að líta á frásagnir af Selkollu.
Hennar er fyrst getið í Islendinga sögu Sturlu Þórðar-
sonar. (Sturlunga s. I, 290). Þar segir frá því, er Guð-
mundur biskup góði dvaldist í Steingrímsfirði veturinn
1210—11: „vrðv þar margir lvtir þeir, er fra-sagnar væri
verdir, oc iartegnvm þotti gegna, þott her se æigi ritnir,
bæði þat er biskup atti við flagð þat, er þeir colluðu Sel-
kollv, oc mart annat.“ Samkvæmt Fritzner táknar „flagð“
veru í mannsmynd, en nafnið sýnir að hún hefur haft
selshaus.
Nánar segir frá Selkollu í jarteinaþætti annarrar gerðar
sögu þeirrar, sem kölluð er miðsaga Guðmundar biskups
í útgáfu Bókmenntafélagsins. (Biskupa sögur I, 604-608).
Er þar nefndur Dálkm- bóndi Þórisson að Hafnarhólmi,
sem lést af aðsókn Selkollu, og Þorgils Dálksson, sem
varð sjónlaus. Samstofna frásögn er í Guðmundar sögu
Arngríms, og Amgrímur orti auk þess Selkolluvísur eftir
henni. Þessi frásögn er ekki eldri en frá fyrri hluta
14. aldar og lítið á henni að byggja um það, hvaða sagnir
hafa gengið af Selkollu er Eyrbyggja var rituð. Frásögn-
in er mótuð af hugmyndum kaþólskrar djöflafræði (dae-
monologia), m.a. hugmyndinni um „succubus“, þ.e. púka