Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 91
89
í mannsmynd, sem karlmenn, hér Dálkur, hafa samræði
við (sbr. t.d. Honko 1958).
Enda þótt líklegt sé að frásagnir af Selkollu hafi verið
vel þekktar á Vesturlandi um það leyti sem Eyrhyggja
var rituð, er vandséð, hvaða áhrif þær frásagnir gætu
hafa haft á uppkomu selsins í Fróðárundraþætti.
11.3. Aðallega hafa komið fram tvær skýringar á þvi,
hvað býr að baki selnum. Eldri skýringin er sú, að þar
sé Þórgunna sjálf á ferð (Gering 1897, 192; Mogk 1919,
107; Niedner 1920, 8; Dehmer 1927, 32; Klare 1933-34,
25). Hin skýringin er nýleg, að þetta sé fylgja hennar.
(Schach 1959, 113: „fylgja or attendant spirit“; Boyer
1973, 215: „l’esprit tutélaire (fylgja) de Thorgunna", þ.e.
vemdarandi).
Síðari skýringin er vísast röng, hún kemur ekki heim
og saman við hugmyndaheim fommanna. Else Mundal,
sem hefur síðast rannsakað fylgjuminnið í norrænum
bókmenntum, telur (1974, 11) að greina verði algerlega
á milli tvenns konar fylgna, annars vegar í líki dýra,
hins vegar í konu líki. Sé dýrafylgjan e.k. tvífari manns-
ins, kvenfylgjan „hjálparandi“ (hjelpeánd). Þannig væri
þá ekki hægt að kalla selinn á Fróðá „vemdaranda“.
Dýrafylgja er selurinn ekki heldur. f fyrsta lagi tilheyrir
dýrafylgjan aðeins lifandi mönnum, hún kemur í þennan
heim og yfirgefur hann samtímis eiganda sínum eða öllu
heldur aðeins fyrr. (Mundal 1974, 39). í öðm lagi er
fylgjan ekki áþreifanlegt fyxirbæri, eins og selurinn hér:
„Dyrefylgja . . . kan ikkje oppfattast som eit verkeleg
levande dyr. Ho er ein skuggeskapnad i dyreham som
fullstendig tillhoyrer den immaterielle verda. . . . Ho
syner seg berre i draum, for synske menneske og for
feige. Dyrefylgja synest á halde til utanfor mennesket
sin aksjonsradius.“ (Mundal 1974, 43). f þriðja lagi eru
þess engin dæmi annars staðar í fornritunum, að fylgja