Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 92
90
hafi birst í rnynd sels. Dýrafylgjur eru af mörgum dýra-
tegundum, t.d. naut, bimir eða úlfar (Mundal 1974,
30-31), og fer það einkum eftir skapgerð eigandans,
hvert dýrið er. (Mundal 1974, 38). Hins vegar virðist
selsgervið hér helst ráðast af því, að selurinn eigi eftir
að valda drukknun þeirra Þórólfs.
Lítum þá á þann möguleika, að selurinn sé Þórgunna
sjálf afturgengin. Eins og áðin- er að vikið (3.3.), búa
hinir framliðnu yfir ýmsum yfirnáttúrlegum hæfileikum
sem þeir eiga að nokkm leyti sameiginlega með galdra-
kindum. Meðal annars kemur á nokkrum. stöðúm í fom-
ritunum fyrir að hinir dauðu skipti líkjum. Telur Klare
(1933-34, 26) þá yfirleitt gera það til að vera færir um
að gera eitthvað sem þeim er ekki mögulegt í manns-
mynd. Ljóst er að sú er raunin hvað Víga-Hrapp áhrærir,
og hér að framan hafa verið færð rök að því, að selurinn
í Fróðámndraþætti gæti að hluta gegnt sama hlutverki
og hann.
Selurinn kom upp úr jörðinni. Um það em nokkur
dæmi að fomu, að afturgöngur hafi steypt sér i jörð
niður á flótta, í Islendingasögunum kemur þetta fyrir í
Laxdælu, 24. kap. (Víga-Hrappur) og 38. kap. (Hall-
björn slíkisteinsauga) og Harðar sögu, 15. kap. (haug-
búinn Sóti). Þetta er annar hæfileiki sem framliðnir eiga
sameiginlegan með galdrakindum. Telur Dehmer (1927,
130 nmgr. 234) að þannig hafi menn gert sér í hugar-
lund að illvættir létu sig hverfa. Það kemur hins vegar
hvergi fyrir svo óyggjandi sé, að afturgöngur geti komið
upp úr jörðixmi hvar sem þeim hentar, eins og selurinn
gerir hér. Það gerir aftur á móti Selkolla, „hon kom upp
or jörðu, svá inni sem úti“ (Biskupa sögur I, 605), en
Selkolla er illur andi. En þetta smáatriði sker ekki úr um
það eitt sér, hvað býr að baki selnum.
Selurinn „kom upp ór eldgrófinni“. Hinir framliðnu
hafa að vissu marki vald yfir höfuðskepnunum. Þannig
er dæmi þess, að haugbúi hafi látið eld vemda haug