Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 93
91
sinn, án þess að brenna sig sjálfan. (Klare 1933-34, 49).
Og um Þórólf bægifót segir: „var þat þó lengi, at eigi
orkaði eldr á Þórólf.“ (E 170).
Þannig er að miklu leyti hægt að koma því heim og
saman við þjóðtrú þessa tíma, að selurinn hafi verið aftur-
ganga, og þá helst afturgengin galdrakind. Áður hafa hins
vegar verið færð rök að því (8.2.), að Þórgunna muni
hafa legið kyrr í Skálholti. Auk þess gera fjarlægðimar
það nær óhugsandi að Þórgunna hafi verið að verki að
Fróðá miðað við hugmyndir þjóðtrúarirmar um lifandi
lík. Því verður að hafna þeirri skýringu, að Þórgunna sé
selurinn. Hins vegar mætti láta sér detta í hug, að í ein-
hverri gerð munnmæla um Fróðárundur hafi Þórgunna
verið talin koma við sögu framliðin í Fróðárundrum,
enda virðist eima eftir af þeirri skoðun í Fróðárundra-
þætti Eyrbyggju, að Þórgunna hafi verið ótínd nom.
(6.3.). Þannig gæti Þórgunna hafa bmgðið sér í sels líki
í munnmælunum. En þetta er allt óvíst.
Þá er eftir sá möguleiki, að þessum undrum valdi
illar vættir eða andar, sem hafi þá e.t.v. verið tengdir
rekkjubúnaðinum. (Sbr. 6.2.). Eins og frá Fróðámndr-
um er sagt í Eyrbyggju, virðist þetta eini skýringar-
möguleikinn. Skv. því hefur selurinn verið einhver ill
vættur eða púki, sem tekið hefur á sig sels líki, enda
sáum við hér að framan (4.3.) að árar gátu skipt líkjum
að vild. Til gamans má minna á hina alkunnu sögn af
Sæmundi og selnum, sem í rauninni var djöfullinn
sjálfur.
Einnig má benda á það, að ekki er þess getið, að
mannsaugu séu í selnum í Eyrbyggju, gagnstætt því sem
er í Laxdælu og oft annars staðar þar sem galdramenn
eða dauðir skipta líkjum, og ekkert í útliti selsins gefur
til kynna, að hér hafi einhver bmgðið sér í selsham eins
og í Laxdælu. (Sjá aths. 23). Hafi þarna verið púki á
ferðinni í sels líki, á einmitt mjög vel við að hann komi
upp úr jörðinni, beint frá helvíti, og ekki síður að hann