Studia Islandica - 01.06.1983, Side 95
93
og stefnir Þóri viðlegg, en Þórður kausi stefnir Þóroddi,
föður hans.
Við lok undranna segir um Kjartan, að hann „varð inn
mesti garpr.“ (E 152). Augljóst er, að frammistaða Kjart-
ans gegn afturgöngunum er aðeins einn hluti af garps-
skap hans, sem víðar kemur fram í sögunni (56. kap.),
og rennir stoðum undir faðerni hans, að hann sé sonur
Björns Breiðvíkingakappa. Garpsskap gat Kjartan a.m.k.
ekki sótt til Þórodds skattkaupanda. Eins og rakið hefur
verið (3.4.), hafði þróast, er kom fram á 13. öld eða fyrr,
sérstakt frásagnarmunstur í draugasögum, þar sem það
var hámark garpsskaparins að ráða niðurlögum aftur-
gangna með því að glíma við þær. 1 Fróðárundrum kem-
ur ekki til þess, að Kjartan glími við draug, en garpsskap
hans á þessu sviði er þó komið á framfæri.
Einn angi af þessum garpsskaparhugmyndum er það,
að afturgöngur óttast suma menn öðrum fremur. Eitt
dæmi um það er fyrr í sögunni: „hvar sem Amkell var
staddr, varð aldri þar mein at Þórólfi ok isveitungum
hans“. (E 94). Að þama er ekki um það að ræða að
fjölskyldutengsl hindri, sést t.d. á því að Þórólfur sótti
mest að húsfreyju. Áður en Fróðámndrin hefjast er frá
því skýrt, að Kjartan var sá heimamanna, sem Þórgunna
vildi flest við eiga, „ok elskaði hon hann mjpk, en hann
var heldr fár við hana“. (E 139). Lesanda gæti grunað
að isú væri ástæða þess að „allir fyrirburðir óttuðusk mest
Kjartan“, að Þórgunna stæði sjálf á bak við reimleikana
og hlífði helst Kjartani. Ljóst er af því sem nú hefur verið
rakið, að þetta atriði er engan veginn hægt að nota til
að rökstyðja þátttöku Þórgunnu sjálfrar í undmnum, auk
þess sem sagt er beinum orðum, að fyrirburðimir hafi
óttast Kjartan. Ást Þórgunnu á Kjartani er ætlað að sýna,
að honum kippi í kynið um kvenhyllina, og fellur vel að
því, að munnmæli hafi talið Þórgunnu ótínda nom. (Sbr.
6.3.). Það væri hins vegar ekki sæmandi hetju eins og
Kjartani að endurgjalda ástarhug nornar.