Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 105
103
í Fróðárundraþætti. Áður en segir frá urðarmánanum er
skýrt frá húsaskipun að Fróðá. Þar segir m.a.: „útar af
eldaskálanum váru klefar tveir, á sína hond hvárr; var
hlaðit skreið í annan, en mjolvi í annan“. (E 145). Mjöl-
klefinn kemur ekki frekar við sögu, og ekkert segir meira
frá skreiðarklefanum fyrr en eftir fyrri lotu sóttarinnar
(E 147): „Skreiðinni var svá hlaðit í klefann, at hann var
svá fullr, at eigi mátti hurðinni upp lúka, ok tók hlaðinn
upp undir þvertré, ok varð istiga til at taka at rjúfa hlað-
ann ofan. Þat varð til tíðenda um kveldum, er menn
sátu við málelda, at heyrt var í klefann, at rifin var
skreiðin, en þá er til var leitat, fannsk þar eigi kvikt“.
Loks kemur skreiðarhlaðinn við sögu á undan síðari lotu
sóttarinnar, milli erfisins og þess, þegar undrunum er
komið af: „Þá var svá komit, at meir ok meir lét í skreið-
arhlaðanum; var þá svá at heyra nætr sem daga, at skreiðin
væri rifin“. (E 149). (W hefur í stað seinni hlutans:
„uar þa at heyra um nætr sem einart uæri rifin skreiðin“.
(Wolf.)). Síðan segir frá nautsrófunni, sem áður er rakið.
Það er ekki likt venjulegri munnmælasögn að fleyga
svona frásögnina með útúrdúrum, heldur er venjan í slík-
um frásögnum að segja frá aðstæðum eftir því sem at-
burðarásin krefst, og fer sjaldan tvennum sögum fram í
einu. (Sbr. Andersson 1964, 55). Yfirleitt er það lika svo
í Fróðárundraþætti, að sagt er frá einu atriði í einu og
það þá afgreitt, hver tíðindin reka önnur í timaröð og
með ákveðinni stígandi. Lætin í skreiðarhlaðanum eru
frávik 'frá þeirri reglu. Auk þess er frásögnin af þeim
klaufaleg í sumum atriðum, fleygunin hefur ekki tekist
sem skyldi. Er engu líkara en að Eyrbyggjuhöfundm- hafi
samið þetta jafnóðum af ónógri fyrirhyggju. Hætt er við
að ýmsir hafi gleymt skreiðarklefamun, sem nefndur er
í framhjáhlaupi í lýsingu á húsaskipan að Fróðá, þegar
hann kemur næst fyrir, og er þó þá um hann rætt sem
góðkunningja lesenda. Á þeim stað er einnig talað um
það, hvernig skreiðinni var hlaðið í klefann, en það skipt-