Studia Islandica - 01.06.1983, Side 106
104
ir engu máli fyrir frásögnina þar. Hins vegar tengist það
atriði því, þegar nautsrófan sást standa upp úr skreiðar-
hlaðanum, þá er það eins og sjálfsagt mál, að farið sé
upp á hlaðann. Þó hefur margt gerst síðan nefnt var að
það þurfti stiga til að komast að hlaðanum. Engin þrítala
er í þessari frásögn, gagnstætt því sem er t.d. með sehnn,
og ætti hún þó engu síðm- við hér en þar.
Það er athyglisvert, að hér kemur Kjartan ekki við
sögu, enda er það kykvendi, sem rófan er á, þegar búið
að koma sínu fram, og hverfur á braut af sjálfsdáðum, og
er það ekkert frægðarverk fyrir þá, sem þar toga á móti.
13.2. Nautsrófan í skreiðarhlaðanum er líklega allra
einkennilegasti og torræðasti þáttur Fróðárundranna,
enda hef ég ekki rekist á neitt sambærilegt í fomritunum.
Frásögnin veitir engar upplýsingar um það, hvaða vera
býr að haki rófunni, utan það, að sú vera hefur getað rifið
skreið. Yfirleitt hafa fræðimenn ekki reynt að gera sér
grein fyrir því hvað veldur þessu, en þó hefur bæði verið
giskað á Þórgunnu (Klare 1933-34, 25 — misskiln.) og
fylgju hennar (Schach 1959, 113). Sbr. 11.3.
Það er tilgáta mín, að hér muni djöfullinn sjálfur eða
einhver ára hans vera á ferðinni. Um útlit djöfulsins
veita myndir, t.d. í kirkjum og handritum, gleggstar upp-
lýsingar. 1 Stjómarhandriti frá því um miðja 14. öld er
djöfullinn sýndur með hom, klær og hala, en að öðm
leyti í mannsmynd. (Holtsmark 1958, 137). Yfirleitt er
djöfullinn svipað því uppmálaður á norrænum miðalda-
myndimi. Búkurinn er svipaður mannsbúk og getur verið
blásvartin- eða loðinn, og stundum með göddum. Ein-
hvers konar dýrafætur em á kvikindinu og klær á hönd-
um, og vængir, annað hvort leðurblöku- eða fuglsvængir,
hali, stór og villt augui, dýrskjaftur með sterkmn tönnum
og hom í enninu. Oft em mörg þessi einkenni saman á
kvikindunum, en einnig em til dulbúnir djöflar í mannsn
gervi, þar sem aðeins t.d. lýsandi augun, halinn eða hom-