Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 107
105
in sýna, hvem við er að eiga. (Lange 1958, 131). Hér er
ekki um neinn dulbúning að ræða, en þó kemur rófan
upp mn eigandann.
Rófunni er svo lýst, að hún var „vaxin sem nautsrófa
sviðin“. (E 149). Rófan á djöflinum líkist meir rófu naut-
gripa en samsvarandi líkamshluta á öðrum dýrum sem
íslendingar höfðu dagleg kynni af, og sviðnar nautsrófur
em svartar eins og djöfullinn, auk þess sem ætla má að
djöfullinn sviðni nokkuð við elda helvítis.
Það segir enn fremur um rófuna, að „hon var snQgg
(svQrt W) ok selhár“, þ.e. hærð eins og selur. Þetta er
e.t.v. vísbending um að sama vera sé hér á ferðinni og
tók á sig selsgervi fyrr í sögunni. Sá sem skreiðina rífur
byrjar neðan frá, kemur upp úr jörðinni, og virðist hverfa
með firnaskjótum hætti ofan í hana aftur, og selurinn
kemur upp úr eldgrófinni og er rekinn niður í hana
aftur. Byrjað er að heyrast í skreiðarhlaðanum er selur-
inn birtist, og gæti því skreiðarætan hafa brugðið sér
sem snöggvast annarra erinda sem selur.
13.3. Lætin í skreiðarhlaðanum virðast byrja með
jólaföstu. 1 lok fyrri lotu sóttarinnar „dó hverr at QÖrum,
þar til er sex váru látnir; var þá komit at jólafQstu, en
þó var þann tíma eigi fastat á Islandi. Skreiðinni var svá
hlaðit í klefann, at hann var svá fullr, at eigi mátti hurð-
inni upp lúka“ - o.s.frv. um það, þegar byrjar að heyrast
rifin skreiðin. Þetta er fyrir skreiðarferð Þórodds og upp-
komu selsins. Ekki er ólíklegt að það sé bending um að
allt sé sama veran, selurinn, sem væntanlega drekkir líka
þeim Þóroddi, og sú vera sem rifur skreiðina.
En e.t.v. skiptir það atriði, að jólafasta var ekki haldin,
meira máli en virðist í fljótu bragði. Þannig hafi púki sá
sem virðist éta upp skreiðarbirgðir heimilisins að Fróðá
gert það að einhverju leyti einmitt vegna þess að ekki
var haldin jólafasta. Að fornu fólst að vísu jólafasta sam-
kvæmt Grágás í því að „varna við kjQtvi“, svo það á út