Studia Islandica - 01.06.1983, Page 109
14. UNDRUNUM KOMIÐ AF
14.1. Allt til þess er Fróðárundrum er komið af rikir
samfelld stígandi í frásögninni. Hver býsnin koma á
fætur öðrum, hver öðrum undarlegri, og ekkert lát er á
manndauða. Þau býsnin eru þó sýnu dularfyllst, sem
síðast koma, nautsrófan í skreiðarhlaðamnn. Lesandinn
spyr sjálfan sig: „Ætlar þetta engan enda að taka?“ Þó
kemur að því um síðir, að ró færist yfir sviðið.
Kjartan bóndi á Fróðá leitar um ráð gegn undrunum
til Snorra goða á Helgafelli, móðurbróður síns, sem þá
var höfðingi mestur þar um slóðir. Það kemur víða fram
í fomsögunum, að höfðingjar sögualdar voru forsjármenn
almennings þegar reimleikar vom annars vegar ekki síð-
ur en í málum sem voru bundin við hversdagsheiminn.
(T.d. Laxdæla, 39; Hávarðar saga, 298). En hér bætist
það við, að Snorri goði hafði samkvæmt sögunni manna
mest flutt það við Vestfirðinga, að við kristni væri tekið.
(E 136). Snorri goði kemur því þarna fram sem sérstakur
fulltrúi kristninnar. Til hans var kominn prestur sá, sem
Gissur hvíti hafði sent honum. Snorri goði gefur fjölþætt
ráð gegn Fróðárundrum, sumpart ráð sem heiðinn goði
hefði getað gefið, en felur í ofanálag presti að fram-
kvæma ýmsar kirkjulegar athafnir.
1 grófum dráttum má skipta aðferðunum við afkomu
undranna í þrennt. Fyrst er ársalur Þórgunnu brenndur.
Þá er nefndur duradómur. Loks framkvæmir prestur
Snorra goða ýxnsar kirkjulegar athafnir, ber vigt vatn og
helga dóma um hús og syngur „tíðir allar ok messu há-