Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 117
115
þeir tilheyrðu, er fyrir hinni „yfimáttúrlegu“ reynslu
urðu, og þeirra senx varðveittu frásagnimar og settu mark
sitt á þær, því að mismunandi þjóðtrú skapar mismun-
andi yfirnáttúrlega reynslu. Lögmál mannheimsins em
alltaf og alls staðar þau sömu í grundvallaratriðum, en
hið yfimáttúrlega hefur mismunandi ásjónur. Enda þótt
þjóðtrúin sé býsna lífseig opnuðust henni nýir heimar
með kristnitökunni, og upp frá því var hún opin fyrir
nýjum straumum erlendis frá. En hér veldur það erfið-
leikum, að hugmyndaheimtu- þess tíma sem höfundur
Eyrbyggju hfði í er að verulegu leyti óplægður akur, og
einmitt hvað varðar þetta viðfangsefni, yfimáttúrleg
fyrirbæri. Menn hafa frekar lagt sig eftir því sem þeir
hafa talið heiðinn menningararf, en lítt hirt um að gá að
hinu, hvaða hugmyndir vom á kreiki þegar sá arfur var
bókfestur, en það er undirstaða þess, að menn geti áttað
sig á því, hvemig seinni alda hugmyndaheimur kann að
hafa mótað hinn foma arf.
Þess hefur verið getið til, að sótt á Fróðá sé hinn
sögulegi kjami Fróðárundranna, og hafa hér að framan
(í 5. kafla) verið færð að því rök, að sóttin hljóti að vera
sögulegt atriði. Sótt getur vel hafa valdið því í samvinnu
við þjóðtrúna að menn töldu sig sjá drauga. Övissara er,
hvort rekkjubúnaðurinn er einnig sögulegt atriði, þótt
vel geti það verið. Sannfræði annarra efnisatriða er það-
an af óvissari, þótt sum séu fornleg, einkum duradómur-
inn.
15.2. Kristileg lífsviðhorf koma allvíða fram í Fróðár-
undraþætti (sjá 14.4.), og virðist mér líklegast að það sé
a.m.k. yfirleitt komið frá höftmdi Eyrbyggju. Rökin eru
þó ekki þau, að almenningur hafi ekkert hugsað um mál
kristni og kirkju. Þessi kristilegu viðhorf birtast hér hins
vegar strmdum á svo fínlegan hátt, að hæpið er að þau
hefðu haldist er frásagnir gengu milli manna. Auk þess
kemur víðar fram í Eyrbyggju, að trúarlífið virðist höf-