Studia Islandica - 01.06.1983, Side 126
124
raunsæi búmaSur, sem fara vill með löndum, Þuríður kona hans
léttúðug og eyðslusöm („þurfti mjQk forvistu" E 77). Snorri goði
er hinn slyngi höfðingi, og lögð er áhersla á glæsileik og mann-
vænleik Kjartans, eins og ætterni hans gefur tilefni til. Neikvæð
afstaða til kvenþjóðarinnar í Fróðárundraþætti er í samræmi við
það tómlæti, sem Eyrbyggjuhöfundur sýnir konum og ástamál-
um (sbr. EÓS, xl). Þá hefur verið á það bent, að Fróðárundra-
þáttur myndar nokkra hliðstæðu við næsta aðalþátt Eyrbyggju.
Þar ræður Snorri goði niðurlögum víkinganna i Bitru, kemur á
röð og reglu í samfélaginu, eins og hann hafði áður flutt mest
við Vestfirðinga að við kristni væri tekið (E 136), og komið
Fróðárimdrum af. (Sjá Hermann Pálsson 1973, 19-20). Á þetta
er bent hér vegna gruns Einars Öl. Sveinssonar um að Fróðár-
undraþáttur kunni að hafa verið skráður á undan Eyrbyggju
sem sjálfstæð heild. (Sjá t.d. EÓS, xxiii-xxiv).
30) Eftir að Guðmundur Arason var orðinn biskup, dvaldi hann vetur-
inn 1209-10 hjá Snorra í Reykholti, og síðan á Vestfjörðum fram
á sumar 1211. 1 Flatey var hann hjá Eyjólfi Kárssyni veturinn
1219-20, fór um Borgarfjörð, Snæfellsnes og víðar sumarið 1227
og var hjá Þórði Sturlusyni í Hvammi veturinn eftir. Af stuðn-
ingsmönnum Guðmundar á Vesturlandi skulu hér nefndir Eyjólfur
Kársson og Aron Hjörleifsson, og af höfðingjum Hrafn Svein-
bjarnarson og að nokkru leyti þeir bræður Þórður Sturluson og
Snorri (Magnús Stefánsson 1975, 128).