Rit Mógilsár - 2013, Qupperneq 7
Rit Mógilsár 27/2012 7
Inngangur
Áburðargjöf á nýgróðursettar plöntur
hefur tíðkast í allri skógrækt
hérlendis hin seinni ár. Margar gerðir
áburðar hafa verið reyndar (sjá
Hreinn Óskarsson o.fl. 2006) og
þegar Norðurlandsskógar komust yfir
nýja gerð af áburði sem kallaður
hefur verið Flex var ákveðið að setja
upp nýja samanburðartilraun með
nokkrum áburðartegundum.
Markmið tilraunarinnar var að kanna
hvaða áhrif mismunandi áburðar-
tegundir hefðu á vöxt og lifun birkis,
lerkis, stafafuru, lindifuru, sitka-
bastarðs og sitkagrenis á Norður- og
Austurlandi.
Aðferðir
Tilraunin var sett upp
á fjórum stöðum. Á
Norðurlandi var
tilraunin sett upp á
tveimur stöðum, í
Ásgarði-Eystri sem er
í mynni Hjaltadals og
á Stóru-Hámundar-
stöðum sem er í utan
-verðum Eyjafirði. Á
Austurlandi voru
t i l raunars tað i rn i r
einnig tveir, á Óseyri
í Stöðvarfirði og
Droplaugarstöðum í
Fljótsdal.
Gróðursett var í tilraunina vorið
2009. Borið var á plöntur við, eða
nokkrum dögum eftir, gróður-
setningu. Notaðar voru 5 gerðir af
áburði auk óáborins samanburðar-
liðar (1. tafla). Magn áburðar sem
hver planta fékk var 2,6 g af
köfnunarefni (N), óháð hvaða
áburðartegund var notuð. Þetta
magn N var ákveðið vegna þess að
ein áburðartegundin (SilvaPac)
innihélt þetta magn. Þar sem hún er
í nokkurskonar tepokum var ekki
hægt að breyta magninu af henni.
Áburðargerðirnar í 1. töflu voru af
nokkrum megingerðum:
Gróska II (Meðferðaliður 2) er
seinleystur áburður að hluta,
Sprettur (Meðferðaliðir 3 og 6) er
auðleystur áburður,
Flex (Meðferðaliður 4) er á
vökvaformi og á að bindast í jarð-
Áburðargjöf á skógarplöntur í foldu með mismunandi
áburðartegundum
Benjamín Örn Davíðsson2, Bergsveinn Þórsson1, Brynjar Skúlason1,
Hlynur Gauti Sigurðsson2, Rakel J. Jónsdóttir1, Sherry Curl2 og Þórveig
Jóhannsdóttir2
1Norðurlandsskógum; 2Héraðs- og Austurlandsskógum
Tilraunarliður Aðferð N – P .
N
g/plöntu
g áburðar
1.Viðmið Engin áburður 0 0 0
2. Gróska II Í holu 14-34 2,6 18,6
3. Sprettur Í holu 23-12 2,6 11,3
4. Flex Í holu 10-8 2,6 31,5
5. SilvaPac Í holu 26-12 2,6 10
6. Sprettur Á yfirborð 23-12 2,6 11,3
7. Blákorn Á yfirborð 12-12 2,6 21
1. tafla. Meðferðarliðir áburðartilraunar. A.t.h að fosfórinn
(P) í töflu er ekki hreinn fosfór heldur sem fosfat sýrlingur
eða þrífosfat.