Rit Mógilsár - 2013, Síða 16

Rit Mógilsár - 2013, Síða 16
 16 Rit Mógilsár 27/2012 mynni Hjaltadals í Skagafirði. Tilraunin á Stóru-Hámundarstöðum er í frjósömum lyngmóa og þar var plantað stafafuru og sitkagreni 2. júní 2009. Í Ásgarði-Eystri er tilraunin í mel og þar var plantað lerki og birki 3. júní 2009. Á hvorum stað voru fjórar blokkir, meðferðar- liðir voru 5 og það voru 10 plöntur í röð fyrir hverja tegund. Á Austurlandi fór tilraunin einnig niður á tveimur stöðum, á Óseyri í Stöðvarfirði og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Landgerðin er gróið mó- lendi. Gróðursett var lerki, lindifura, birki og sitkagreni á báða staðina, 2 blokkir á Óseyri 23. júní 2009 og 2 blokkir í Droplaugar-staði 24 júní 2009. Meðferðaliðir voru 5 og 10 plöntur í hverri blokk. Meðferðin fólst í misstórum skömmtum af FLEX áburði í hnaus rétt fyrir gróður- setningu. Þeir voru:  mjög sterkur=4 ml,  sterkur=2 ml,  meðal sterkur=1 ml,  veik=0,5ml  enginn áburður til við- miðunar. Lifun var metin og hæð plantnanna mæld haustið 2011 eftir þrjú vaxtarsumur í foldu. Tölfræðiforritið SAS 9.1 (SAS Institute Inc.) var notað til að vinna tölfræði í verkefninu. Notuð var ein- þátta fervikagreining til að athuga hvort marktækur munur væri á hæð milli með-ferða. Ef marktækur munur reyndist á milli með- ferða voru þær bornar saman með Fisher’s Least Significant Difference prófi (LSD test). Munur meðal- tala var metinn sem mark- tækur ef p<0.05. Kruskal- Wallis raðgreiningarpróf var notað til þess að kanna mun milli meðferða í lifun. Niðurstöður og umræða FLEX-áburður beint í hnaus plönt- unnar rétt fyrir gróðursetningu gaf almennt ekki jákvæða niðurstöðu fyrir lifun og vöxt plantnanna (1.-4. mynd). Einn ml eða meira dró nær alltaf úr lifun. Þó má benda á að minnsti skammturinn (0,5 ml) virtist ekki auka afföll mark-tækt hjá lerki, birki og sitkabastarði (1. og 2. mynd), þó að lifun minnkaði marktækt fyrir stafafuru, lindifuru og sitkagreni með þeim skammti. 1. mynd. Lifun plantna eftir mismunandi magni af FLEX í hnaus á Norðurlandi. Súlurnar sýna meðaltöl og lóðréttu strikin staðalskekkju. Mismunandi bókastafir í súlum sýna marktækan mun á meðferðum (p<0.05). 2. mynd. Lifun plantna eftir mismunandi magni af FLEX í hnaus á Austurlandi. Súlurnar sýna meðaltöl og lóðréttu línurnar staðalskekkju. Mismunandi bókastafir í súlum sýna marktækan mun á meðferðum (p<0.05).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.