Rit Mógilsár - 2013, Side 22

Rit Mógilsár - 2013, Side 22
 22 Rit Mógilsár 27/2012 Eignarhald ræktaðra skóga á Íslandi Í þessu yfirliti verður greint frá eignarhaldi skóga á Íslandi sem metið var með því að bera saman niðurstöður úr úrtaksúttekt á ræktuðum skógum á Íslandi (lands- skógarúttekt) og upplýsingar úr landfræðilegum gagnagrunni yfir skóglendi á Íslandi. Ekki er alltaf auðvelt að meta hvert hið eiginlega eignarhald skóga er því skógar- eigandi getur verið annar en land- eigandi. Hægt er að nálgast sann- leikann um eignarhald skóga á Íslandi með því að flokka eignarhald í nokkra almenna flokka út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Fyrsta landsskógarúttekt á Íslandi fór fram á árunum 2005-2009. Í henni er skráð eignarhald skóga á mæliflötum sem lenda í úrtaki sem nýtist við að greina eignarhald skóga. Eignarhald er flokkað í fjórtán mismunandi flokka sem hér eru sameinaðir í fjóra flokka:  Skógar á vegum ríkisins (Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar)  Skógar á vegum skógræktar- félaga (skógræktarfélög á Íslandi og landgræðsluskógar)  Skógar á vegum einkaaðila (landshlutaverkefni í skógrækt, nytjaskógrækt á bújörðum, Heklu- skógar og önnur einkaskógrækt)  Skógar á vegum sveitarfélaga (sveitarfélög) Eignarhald skóga er reiknað úr mæliflatagagnagrunni Íslenskrar skógarúttektar. Þessar upplýsingar gefa niðurstöður með tölfræðilegum skekkjumörkum en eru ekki stað- greinanlegar. Þó er hægt að greina þær eftir landssvæðum, s.s. lands- hlutum, en við það eykst mjög hlutfallsleg skekkja niðurstaðna. Landfræðilegur gagnagrunnur fyrir ræktað skóglendi á Íslandi hefur verið þróaður um nokkurra ára skeið samhliða landsskógarúttekt. Eignar- hald er ekki sérstaklega skráð í þessum gagnagrunni, en með því að nota skráðar upplýsingar um um- sjónaraðila landupplýsingagagnanna má nálgast hvert eignarhald skóg- anna er. Alls er um að ræða 11 aðila sem skipt er niður í sömu eignar- haldsflokka og áður:  Skógar á vegum ríkisins (Skóg- rækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar)  Skógar á vegum skógræktar- félaga (Skógræktarfélag Íslands, skógræktarfélög og landgræðslu- skógar)  Skógar á vegum einkaaðila (Landshlutaverkefni í skógrækt, Hekluskógar og önnur einkaskóg- rækt)  Skógar á vegum sveitarfélaga (sveitarfélög) Eignarhald skóglendis er metið með fyrirspurnum í gagnagrunninn þar sem flatarmál skóglendis er reiknað fyrir hvern umsjónaraðila land- upplýsingagagna og flatarmáli síðan skipt eftir ofangreindum flokkum. Hér er um að ræða einföldun á oft mjög flóknu eignarhaldi. Gerð er sú einföldun að allir skógar lands- hlutaverkefna í skógrækt séu í einkaeign og allir skógar á vegum Skógræktar ríkisins og Landgræðslu Hverjir eiga skóga Íslands? Björn Traustason og Arnór Snorrason Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.