Rit Mógilsár - 2013, Side 22
22 Rit Mógilsár 27/2012
Eignarhald ræktaðra skóga á
Íslandi
Í þessu yfirliti verður greint frá
eignarhaldi skóga á Íslandi sem
metið var með því að bera saman
niðurstöður úr úrtaksúttekt á
ræktuðum skógum á Íslandi (lands-
skógarúttekt) og upplýsingar úr
landfræðilegum gagnagrunni yfir
skóglendi á Íslandi. Ekki er alltaf
auðvelt að meta hvert hið eiginlega
eignarhald skóga er því skógar-
eigandi getur verið annar en land-
eigandi. Hægt er að nálgast sann-
leikann um eignarhald skóga á
Íslandi með því að flokka eignarhald
í nokkra almenna flokka út frá þeim
gögnum sem liggja fyrir.
Fyrsta landsskógarúttekt á Íslandi
fór fram á árunum 2005-2009. Í
henni er skráð eignarhald skóga á
mæliflötum sem lenda í úrtaki sem
nýtist við að greina eignarhald
skóga. Eignarhald er flokkað í fjórtán
mismunandi flokka sem hér eru
sameinaðir í fjóra flokka:
Skógar á vegum ríkisins
(Skógrækt ríkisins, Landgræðsla
ríkisins, Hekluskógar)
Skógar á vegum skógræktar-
félaga (skógræktarfélög á Íslandi og
landgræðsluskógar)
Skógar á vegum einkaaðila
(landshlutaverkefni í skógrækt,
nytjaskógrækt á bújörðum, Heklu-
skógar og önnur einkaskógrækt)
Skógar á vegum sveitarfélaga
(sveitarfélög)
Eignarhald skóga er reiknað úr
mæliflatagagnagrunni Íslenskrar
skógarúttektar. Þessar upplýsingar
gefa niðurstöður með tölfræðilegum
skekkjumörkum en eru ekki stað-
greinanlegar. Þó er hægt að greina
þær eftir landssvæðum, s.s. lands-
hlutum, en við það eykst mjög
hlutfallsleg skekkja niðurstaðna.
Landfræðilegur gagnagrunnur fyrir
ræktað skóglendi á Íslandi hefur
verið þróaður um nokkurra ára skeið
samhliða landsskógarúttekt. Eignar-
hald er ekki sérstaklega skráð í
þessum gagnagrunni, en með því að
nota skráðar upplýsingar um um-
sjónaraðila landupplýsingagagnanna
má nálgast hvert eignarhald skóg-
anna er. Alls er um að ræða 11 aðila
sem skipt er niður í sömu eignar-
haldsflokka og áður:
Skógar á vegum ríkisins (Skóg-
rækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins,
Hekluskógar)
Skógar á vegum skógræktar-
félaga (Skógræktarfélag Íslands,
skógræktarfélög og landgræðslu-
skógar)
Skógar á vegum einkaaðila
(Landshlutaverkefni í skógrækt,
Hekluskógar og önnur einkaskóg-
rækt)
Skógar á vegum sveitarfélaga
(sveitarfélög)
Eignarhald skóglendis er metið með
fyrirspurnum í gagnagrunninn þar
sem flatarmál skóglendis er reiknað
fyrir hvern umsjónaraðila land-
upplýsingagagna og flatarmáli síðan
skipt eftir ofangreindum flokkum.
Hér er um að ræða einföldun á oft
mjög flóknu eignarhaldi. Gerð er sú
einföldun að allir skógar lands-
hlutaverkefna í skógrækt séu í
einkaeign og allir skógar á vegum
Skógræktar ríkisins og Landgræðslu
Hverjir eiga skóga Íslands?
Björn Traustason og Arnór Snorrason
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá