Rit Mógilsár - 2013, Qupperneq 30
30 Rit Mógilsár 27/2012
Þessar niðurstöður gefa til kynna að
innlenda tegundin, sem hefur verið
Íslandi í yfir 8000 ár (Halldórsdóttir
1995; Þórsson 2008), hafi töluvert
forskot hvað varðar svepprótarsmit á
innfluttu tegundina, sem var fyrst
flutt hingað um síðustu aldamót
(Þröstur Eysteinsson, 2008).
Hugsanleg skýring á þessu gæti
verið að lerkið hafi ekki allar þær
svepprótartegundir sem lifa með
lerki í heimalöndum þess, sérstak-
lega svepprótategundir sem lifa með
eldri lerkitrjám.
Niðurstöður þessarar rannsóknar
voru einnig bornar saman við ýmis
gögn úr verkefninu SKÓGVIST þar á
meðal magn leysanlegs fosfórs (P;
Ritter 2007), köfnunarefnis (N) í
jarðvegi og sýrustigs jarðvegs
(Bjarni Diðrik Sigurðsson et al.
2005). Það fannst ekkert marktækt
samband á milli magns næringarefna
í jarðvegi og svepprótarmyndunar á
birkiplöntunum, en neikvætt sam-
band fannst á milli magns N og P í
jarðvegi og þéttleika svepprótar á
lerkiplöntunum. Þessar niðurstöður
eru í samræmi við rannsóknir Wal-
lenda and Kottke (1998) þar sem
skortur á á N og P olli því að lífmassi
sveppaþráða margfaldaðist. Jákvætt
samband fannst á milli sýrustigs
jarðvegs og þéttleika svepprótar á
lerki (Brynja Hrafnkelsdóttir 2009).
Samanburður á svepprótarrann-
sóknum, í örvistum annars vegar og
rannsóknum á rótum beint úr skóg-
inum hins vegar, sýndu að örvistir
reyndust gott rannsóknatæki til að
meta þéttleika svepprótasmits í
skógi. Tíðnin var þó mun hærri úti í
skógi heldur en í örvistunum svo að
það þarf að hafa það í huga þegar
niðurstöður úr örvistarrannsóknum
eru túlkaðar.
Heimildskrá
Agerer, R., 1987-2008. Colour atlas of
ectomycorrhizae. Einhorn-Verlag,
Germany, Schväbisch Gmund.
Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurd-
Sigurdsson, Guðmundur Halldórsson,
Ólafur K. Nielsen and Borgþór Magnús-
son, 2003. Áhrif skógræktar á lífríki.
Ráðunautafundur 2003: 196-200.
Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon
and Bjarni Diðrik Sigurdsson, 2007.
Gróðurfarsbreytingar í kjölfar skóg-
ræktar. Samanburður á birki- og barr-
skógum. Fræðaþing landbúnaðarins
2007: 166-173.
Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni D. Sigurðs-
son, Edda S. Oddsdóttir, Arne Fjellberg,
Bjarni E. Guðleifsson, Borgþór Magnús-
son, Erling Ólafsson, Guðmundur Hall-
dórsson, Guðmundur A. Guðmundsson,
Guðríður G. Eyjólfsdóttir, Kristinn
H.Skarphéðinsson, María Ingimarsdóttir
og Ólafur K. Nielsen, 2011. Áhrif skóg-
ræktar á tegundaauðgi Náttúrufræð-
ingurinn, 81(2), 69-81.
Barroetaveña, C., Cázares, E. and
Rajchenberg, M., 2007. Ectomycorrhizal
fungi associated with ponderosa pine
and Douglas-fir: a comparison of species
richness in native western North
American forests and Patagonian
plantations from Argentina. Mycorrhiza,
17: 355.
Bjarni Diðrik Sigurðsson and Ásrún
Elmarsdóttir, 2006. Áhrif skógrækar á
lífríki og jarðveg. Skógarbók Grænni
skóga. G. Halldórsson. Landbúnaðarhá-
skóli Íslands: 111-115.
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Ásrún Elmars-
dóttir and Borgþór Magnússon, 2005.
Áhrif skógræktar á sýrustig jarðvegs og
gróðurfar. Fræðaþing landbúnaðarins
2005: 303-306.
Brynja Hrafnkelsdóttir, 2009. Þéttleiki
og fjölbreytileiki sveppróta í misgömlum
birki og lerkiskógum. M.S. ritgerð í
skógfræði, Landbúnaðarháskóli Íslands,
Hvanneyri.
Carpenter, F. L., Nichols, J. D. and
Sandi, E., 2004. Early growth of native
and exotic trees planted on degraded