Rit Mógilsár - 2013, Page 39
Rit Mógilsár 27/2012 39
mjög hentug til vinnslu í undirburð
undir búfé og alifugla. Hér verður
fjallað stuttlega um þessi notkunar-
svið.
Viðarframleiðsla og lífmassi
Asparviður er mjúkur og sveigjan-
legur (höggþolinn) og hentar vel í
vörubretti eða sem burðarvirki í
byggingar. Viðurinn er lyktarlaus og
því mikið notaður í umbúðir utan um
matvæli. Asparviður er einnig
ómissandi í bekki í gufuböðum og
sánum vegna lítillar hitaleiðni. Í
Sviss eru til gamlar byggingar þar
sem burðarvirki og innréttingar eru
að mestu úr asparviði. Stór kostur
við öspina er að veggjatítlur
(Anobium punctatum) leggjast ekki á
viðinn af einhverjum ástæðum.
Einn stærsti markaðurinn fyrir ösp
erlendis er fyrir framleiðslu trjá-
kvoðu til pappírsgerðar. Í vaxandi
mæli er nú einnig farið að nýta ösp
og víði til þess að framleiða viðarkurl
til brennslu í orkuverum. Einnig eru
viðarkurl og viðarkol notuð sem
kolefnisgjafi í kísil- og kísilmálm-
framleiðslu. Víðitegundir hafa tölu-
vert verið notaður til þess að fram-
leiða viðarmassa í Norður-Evrópu, en
nú er vaxandi áhugi á að nýta ösp
(Weih, 2004). Úr viðarmassa er
einnig hægt að framleiða viðarkol,
etanól, lífdísil, vetni, metan og aðrar
gastegundir.
Skjólbelti
Erlendis er ösp mikið notuð í
skjólbelti og hana ætti að nota mun
meira til þess en nú er gert hér á
landi. Víðitegundir, einkum alaska-
víðir (Salix alaxensis), hafa mest
verið notaðar í íslensk skjólbelti, en
víða hafa þau belti enst illa. Hrað-
vaxta asparklónar henta vel, þar eð
þeir ná að skapa veruleg skjóláhrif á
skömmum tíma, beltin verða hærri
en víðibelti og endast lengur. Með
öspinni er hægt að planta lágvaxnari
tegundum til þess að auka fjöl-
breytni og þétta beltin að neðan.
Landgræðsla
Komið hefur í ljós að öspin vex vel á
áreyrum hér á landi, t.d. á Markar-
fljótsaurum. Þetta þarf ekki að koma
á óvart, þar sem þannig vex hún
einmitt í heimkynnum sínum í
vestanverðri Norður-Ameríku. Á
Ár Hverju víxlað Staðsetning afkvæma Markmið
1988 Iðunn og Keisari Hellisskógur við Selfoss
Upphaf „Iðnviðar-
verkefnisins“
1995 Suðlægir klónar Þrándarholt og Mýrdalur
Klónar fyrir
hafrænt loftslag
2002
Tré af höfuðborgar-
svæði og ryðþolnir klónar
Víða um land
Klónar með
ryðþol og góðan
vöxt
2004
Tré frá „erfiðum“ stöðum
og ryðþolnir klónar
Á nokkrum „erfiðum“
stöðum
Klónar fyrir erfið
svæði
2006
Tré úr Alaskasöfnun 1985
og ryðþolnir klónar
Sámsstaðir og Hvanneyri
Blanda af gömlu
og nýju
2007
Tveimur íslenskum
asparklónum við tvo
klóna af sléttuösp
Á Mógilsá og í safni í
Biskupstungum
Fá fram
hraðvaxta og
ryðþolna
blendinga
1. tafla. Yfirlit yfir stýrðar víxlanir á Mógilsá.