Rit Mógilsár - 2013, Page 46

Rit Mógilsár - 2013, Page 46
 46 Rit Mógilsár 27/2012 Inngangur Mikil umræða hefur nýlega orðið í heiminum um lífkol (biochar, char- coal, agrichar, terra preta) sem jarðvegsbætandi efni. Hér er í raun- inni aðeins um hið eldforna efni viðarkol að ræða, en lífkol eru fram- leidd með það að markmiði að vinna þau í jarðveg og koma þannig kolefni fyrir í varanlega geymslu (Lehmann et al. 2006). Í jarðvegi eyðast kolin á hundruðum eða þúsundum ára, en ferskur lífmassi sem grafinn er í jörðu skilar sínu kolefni út í and- rúmsloftið á 10-20 árum. Að auki eykur íblöndun ræktunarjarðvegs með lífkolum plöntuvöxt, einkum í ófrjóum og súrum jarðvegi. Frumbyggjar á Amazón-svæðinu í Suður-Ameríku hafa notað lífkol í meira en tvö þúsund ár til þess að gera ófrjóan regnskógarjarðveginn frjósamari. Við það dökknar hann og kallast terra preta á portúgölsku, en líf- kolin eru einnig kölluð þessu nafni víða um heim. Kolun viðar og annars lífræns efnis á sér stað í nokkrum mæli í náttúrunni, einkum þar sem skógareldar eru algengir. Þar inni- heldur jarðvegur sót og kolaðar leifar, svo nefnt svart kolefni (black carbon). Menn hafa gert til kola frá fornu fari. Eins og kunnugt er, var mikið magn af viðarkolum framleitt úr íslenskum birkiskógum á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Hér á landi má allvíða finna kolagrafir frá þessum tíma. Framleiðsla Lífkol eða viðarkol eru framleidd með bruna þar sem lítið eða ekkert súrefni kemst að (kolun, pyrolysis) (Lehmann et al. 2009) og eru langt frá því að vera einsleit afurð. Við framleiðslu þeirra er ýmiss konar lífmassi notaður sem hráefni. Það getur verið trjáviður, gras, hálmur, mykja og fleira, og hin endanlega lífkolaafurð veltur á því hvert hráefnið er, hversu hátt hitastig er notað og hversu langur verkunar- tíminn er. Mest af lífkolum og lífolíu (bio-oil) fæst við 300-500°C, en sé hitinn hærri breytist sífellt meira af hrá- efninu í lofttegundir (afgas), svo sem Lífkol (biochar) Halldór Sverrisson1,2 og Þorbergur Hjalti Jónsson1 1Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; 2Landbúnaðarháskóla Íslands 1. mynd. Á hægri myndinni sést hvernig jarðvegur lítur út eftir að kolum hefur verið bætt í hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.