Rit Mógilsár - 2013, Side 49

Rit Mógilsár - 2013, Side 49
Rit Mógilsár 27/2012 49 Útdráttur Rannsóknin sem hér er fjallað um var hluti af stóru verkefni sem kallast SkógVatn (www.skogvatn.is). Verkþátturinn sem hér er fjallað um samanstóð af átta lindarlækjum og vatnasviðum þeirra í við rætur Heklu. Helmingur lækjanna rann um skógivaxin vatnasvið á meðan hinn helmingurinn rann um svæði sem hafa mátt þola mikinn uppblástur og gróðureyðingu í gegnum tíðina. Flutningur lífræns efnis í læki sem runnu í gegnum skógivaxin vatna- svið var allt að 33 falt meiri en í lækjum sem runnu um uppblásið, skóglaust land. Niðurbrotshraði lífræns efnis sem upprunið var af landi var marktækt hraðari í skógar- lækjum. Það kom einnig í ljós að smádýr léku mun stærra hlutverk í niðurbrots -ferli lífræna efnisins í skógarlækjunum, en virkni örvera (niðurbrotsbakteríur og sveppir) var svipuð í báðum landgerðum. Mark- tækt fleiri tætara (smádýr sem sérhæfð eru að því að brjóta niður plöntuefni) var að finna í skógarlækjum. Það var beint línulegt sam- band á milli magns tætara og hraða niðurbrotsins. Þessar niðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að gróður- og jarðvegseyðing umhverfis Heklu frá land- námi hafi haft mikil nei- kvæð áhrif á lífríkið í ám og lækjum sem um svæðið renna. Jafnframt má álykta að með aukinni gróður- og skógarþekju á Heklu- svæðinu falli til meira lífrænt efni sem sé mikilvæg fæðuuppspretta fyrir smáýr í vatni. Það ætti að öðru jöfnu að geta t.d. leitt til meiri fiskgengdar vegna meira fæðu- framboðs í lækjunum. Inngangur Miklar breytingar hafa orðið á gróðurfari hér á landi frá landnámi og má segja að skógar-, gróður- og jarðvegseyðing hafi einkennt þær lengst framanaf. Skógrækt og land- græðsla hafa hinsvegar aukist til muna síðustu áratugi og um leið hefur dregið úr sauðfjárbeit og veðurfar farið hlýnandi. Þau sögu- legu tíðindi urðu nýlega að sýnt var fram á að gróðurmagn er nú byrjað að aukast á landsvísu; það er að Áhrif trjágróðurs á líf í lækjum við rætur Heklu Helena Marta Stefánsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands 1. mynd. Kortið sýnir staðsetningu lækjanna sem rannsakaðir voru á Suðurlandi, við rætur Heklu. SB stendur fyrir læki í birkiskógum og SS fyrir læki á örfoka landi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.