Rit Mógilsár - 2013, Page 55
Rit Mógilsár 27/2012 55
voru í uppeldi í ryðlausri gróðrarstöð
Sólskóga á Norðurlandi. Frostþols-
prófanir voru framkvæmdar í kal-
stofunni á Möðruvöllum haustið
2011. Frostþol ósmitaðra og
smitaðra aspa var kannað með því
að frysta toppsprota aspanna 1., 14.
og 27. september við -4°, -6°, -12°
eða -16°C. Viðmiðunarplöntur (ekki
frystar) voru geymdar við +4°C.
Fyrir hverja frostþolsprófun var
magn ryðs á hverri plöntu metið sem
hlutfall ryðs á laufblaði. Eftir
frystingu voru toppsprotarnir settir í
þokuúðun í tvær vikur. Frost-
skemmdir voru síðan metnar með
því að skera hvern sprota og var
hlutfall dauðs vefs metið.
Niðurstöður
Eftir frostþolsprófun þann 1. septem-
ber kom í ljós að hvorki ósmitaðar
né smitaðar plöntur höfðu þróað
nægilegt frostþol (gögn ekki sýnd).
Eftir frostþolsprófun 14. september
komu engar frostskemmdir fram eftir
frystingu við -4°C né -6°C en mark-
tækur munur fannst á milli frost-
skemmda smitaðra og ósmitaðra
plantna við -12°C (1. mynd). Mark-
tækur munur fannst á milli frost-
3. mynd. Samband á milli magn ryðs og
frostskemmda, 14. september (efri) og 27.
september (neðri) við -12°C. = J ú l í -
smit, =Ágústsmit, = P i n n i , = S ú l a ,
=Halla, =Sæland.
2. mynd. Meðalfrostskemmdir þann 27.
september við -12°C og -16°C. Svörtu
súlurnar tákna ósmitaðar plöntur,
ljósgráar súlur tákna plöntur smitaðar í
júlí og dökkgráar súlur tákna plöntur
smitaðar í ágúst. Mismunandi bókstafur
fyrir ofan súlu sýnir marktækan mun milli
smittíma.
1. mynd. Meðalfrostskemmdir þann 14.
september við -4°C og -12°C. Svörtu
súlurnar tákna ósmitaðar plöntur,
ljósgráar súlur tákna plöntur smitaðar í
júlí og dökkgráar súlur tákna plöntur
smitaðar í ágúst. Mismunandi bókstafur
fyrir ofan súlu sýnir marktækan mun milli
smittíma.