Rit Mógilsár - 2013, Qupperneq 61
Rit Mógilsár 27/2012 61
lifun í Saltvík, en aðrir klónar með
góða eða sæmilega lifun eru flestallir
strandklónar. Hæðarvöxtur er ekki
mikill og eru margar plönturnar
veðurbarðar. Klónar sem hafa góða
lifun og sæmilega hæð eru ‘79-11-
004’, ‘Iðunn’, ’83-14-36’, ‘79-04-
001’, ‘83-14-004’, ‘Linda’ og ‘83-14-
015’ (gögn ekki sýnd).
Þverhamar
Strandklónar eru með bestu lifunina
eða um 80%. Hæðarvöxtur var
ágætur hjá mörgum klónum. Þeir
klónar sem komu einna best út með
lifun og hæð voru ‘Iðunn’, ‘Salka’,
‘Haukur’, ‘Brekkan’ og ‘Pinni’ (gögn
ekki sýnd).
Langholt
Strandklónar sýna bestu
frammistöðu bæði varðandi lifun og
hæð í Langholti. Þó eru fjórir inn-
landsklónar sem hafa einnig góða
lifun en þeir eru ekki með þeim
hæstu. ‘Laufey’, ‘Pinni’, ‘Iðunn’,
‘Jóra’ og ‘Salka’ eru klónar sem hafa
bæði góða lifun og hæðarvöxt (gögn
ekki sýnd).
Prestbakkakot
Prestbakkakot er sá
tilraunastaður sem hefur
komið einna best út varð-
andi lifun og hæðarvöxt
Skýringin er líklega sú að
þar eru ein bestu
veðurfarsskilyrði til aspar-
ræktunar á landinu. Þeir
klónar sem lifðu best og
eru hæstir eru ‘Súla’,
‘Jóra’ og ‘Salka’ (gögn
ekki sýnd).
Þrándarholt
Í Þrándarholti eru inn-
landsklónar að koma
mjög vel út í lifun og
hæðarvexti. Árið 2010
var þvermál allra trjánna
einnig mælt í tilrauninni. Þvermálið
segir meira um eiginlegan vöxt
heldur en hæðin ein og sér. Mikil
hæð og mikið þvermál fer ekki
saman hjá öllum klónum, en hjá
sumum eins og ‘Hallormi’, ‘Grund’,
‘Rein’, ‘79-04-003’, ‘79-11-004’,
‘Sölku’, ‘Múla’, ‘Laugarási’, ‘Ey’, ‘P-
8’, ‘Súlu’ og ‘Iðunni’ fer hæð og
þvermál saman (gögn ekki sýnd).
Böðmóðsstaðir
Lifun var að jafnaði frekar góð ásamt
hæðarvexti og eru margir klónar
sem koma til greina. Þeir klónar sem
voru að koma vel út á Böðmóðs-
stöðum voru ‘Hallormur’, ‘Grund’,
‘Laufey’, ‘Brekkan’, ‘83-14-36’ og
‘83-14-015’ (gögn ekki sýnd).
Umræður og lokaorð
Niðurstöður sýndu að mikill munur
var á lifun og hæðarvexti eftir
tilraunastað. Almennt var hraðari
hæðarvöxtur á Suðurlandi en í
öðrum landshlutum (gögn ekki
sýnd), sem gæti meðal annars verið
vegna hærri meðalhita og lengra
2. tafla. Tilraunastaðir, gróðursetningar- og úttektarár.
Tilraunastaður
Gróður-
setningarár Úttektarár
Belgsholt í Melasveit 1992-1993 2005
Saurstaðir í Haukadal, Dalasýslu 1992-1993 2005
Lækur í Dýrafirði 1992-1993 2005
Sauðárkrókur 1995 2006
Vaglir á Þelamörk 1995 2006
Saltvík við Húsavík 1992-1993 2006
Þverhamar við Breiðdalsvík 1992-1993 2006
Langholt í Meðallandi 1992-1993 2006
Prestbakkakot á Síðu 1992-1993 2005
Þrándarholt í Gnúpverjahreppi
(Sandlækjarmýri)
1995 2005;2010
Böðmóðsstaðir í Laugardal 1995 2006;2010