Rit Mógilsár - 2013, Side 73

Rit Mógilsár - 2013, Side 73
 Aðferðir Gagnaöflun Upplýsingar voru fengnar úr bókhaldi LHV með úrtaki jarða sem voru í framkvæmdum á hverju ári, alls 695 jarðir á árunum 2001 til 2010 um allt land. Allar skógarjarðir með þinglýsta samninga við LHV voru teknar með í úrtak að undanskildum þeim jörðum sem eingöngu voru í skjólbeltarækt. Fjöldi þeirra jarða sem lentu í úrtaki í hverju LHV réðist af hlutfalli viðkomandi verkefnis af heildarfjölda samninga á landsvísu. Skráð var gróðursetning, fjöldi plantna, bakkagerð, áburðargjöf, flutningur plantna, umsýsla, hand- flekking og önnur störf sem tengjast gróðursetningu. Einnig voru skráðar aðrar upplýsingar um skógræktar- vinnu svo sem vinna við skjólbelti á skógræktarjörðum, jarðvinnsla, slóðagerð og umhirða og grisjun skóganna. Til að finna heildarupplýsingar um vinnu og verkþætti í jarðvinnslu var flett upp í gagnagrunnum LHV yfir jarðvinnu á hverju ári. Teknar voru allar jarðir þar sem framkvæmdir höfðu verið og allir verkþættir skráðir svo sem vélflekking, tæting, vegagerð, ræsagerð og grisjun. Í gagnagrunnum LHV var stundum aðeins að finna upplýsingar um krónutölu framkvæmdar og því þurfti að fletta upp fylgiskjölum hverrar framkvæmdar og skoða reikninga til að fá upplýsingar um hversu margir klukkutímar lægju á bak við upp- hæðina. Sumir reikningar voru greiddir eftir fjölda hektara sem unninn var eða fjölda kílómetra í slóðalagningu. Sum LHV greiddu girðingarvinnu eftir upplýsingum um árlegan stofnkostnað og viðhald hjá hverjum bónda fyrir sig samkvæmt fram- lögðum reikningum eða vinnu- skýrslum. Hjá öðrum LHV var girðingarframlag greitt eftir gróður- setningarhlutfalli á hverju ári, bæði stofn- og viðhaldskostnaður. Hjá sumum LHV var hægt að taka með í útreikninga girðingar á öllum jörðum viðkomandi verkefnis en í öðrum var girðingarkostnaður skráður á þeim jörðum sem lentu í úrtaki og sá kostnaður notaður sem forsendur fyrir útreikningi á vinnu. Upplýsingar um vinnu starfsmanna LHV voru fengnar úr ársskýrslum LHV fyrir árin 2001 til 2010. Forsendur fyrir útreikningum Við upphaf rannsóknarinnar kom í ljós að mjög takmarkaðar upp- lýsingar voru aðgengilegar um út- reikning og ákvörðun taxta við gróðursetningu og önnur störf við skógrækt frá upphafsárum LHV. Þeir upphaflegu útreikningar sem voru aðgengilegir voru gögn frá Skógrækt ríkisins, unnin af Arnóri Snorrasyni (óbirt gögn, 1992) sem sýndu útreikninga á kostnaði við gróður- setningu trjáplantna með fimm manna vinnuhópi, flokksstjóra og ráðskonu. Þeir útreikningar höfðu verið notaðir til að áætla kostnað Skógræktar ríkisins við bænda- skógrækt á sínum tíma en upplýstu jafnframt um vinnutíma og afköst hópsins sem miðað var við. Einnig kom í ljós að engar tíma- mælingar voru til frá upphafsárum LHV og því var ekki ljóst hvernig taxtar þeirra fyrir mismunandi verk- þætti höfðu verið ákveðnir. Því varð að búa til reiknireglu til að ákvarða hlutföll á vinnutíma milli verkþátta til að hægt væri að reikna út unnar vinnustundir. Ákveðið var að fast- setja taxta fyrir gróðursetningu á plöntu úr 40 gata bakka (fp 40), 100 cm3, sem 100% viðmið og að aðrir taxtar væru hlutfall af þeim taxta til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.