Rit Mógilsár - 2013, Page 81
Rit Mógilsár 27/2012 81
3. Aðrar sólelskar vind- og
saltþolnar tegundir, til notkunar
áveðurs í beltum, einar sér og
sem frumherjar og/eða fóstrur.
Yndis–, sýni- og tilrauna-
garðar
Fáar tilraunir hafa verið gerðar á
tegundum runna til skjólbeltaræktar
og litlar langtímarannsóknir hafa
verið gerðar á skjólbeltaræktinni
sjálfri, t.d. um þroska og afdrif
mismunandi runnategunda og yrkja.
Helst hafa verið gerðar rannsóknir á
víðitegundum og klónum (Aðalsteinn
Sigurgeirsson, 2000) og í minna
mæli á öðrum tegundum (Einar G. E.
Sæmundsen, 1963).
Verkefnið Yndisgróður hóf göngu
sína sumarið 2007 og hefur það að
markmiði sínu að safna harðgerðum
og nytsömum tegundum og yrkjum
garð- og landslagsplantna, þar með
talið skjólbeltategundum, upplýsing-
um um ræktunarreynslu þeirra
hérlendis og uppruna.
Sem hluti af þeirri rannsókn voru
settir upp tilraunareitir á sex stöðum
á landinu; á Reykjum í Ölfusi,
Blönduósi, í Sandgerði, Laugardal í
Reykjavík, Fossvogi í Kópavogi og á
Hvanneyri í Borgarfirði á árunum
2008-2011.
Við val á stöðum fyrir tilraunareiti
Yndisgróðurs var leitast við að þeir
gæfu sem besta mynd af mis-
munandi vaxtarskilyrðum á landinu.
Var þetta byggt á nýju korti um
ræktunarsvæði á Íslandi sem unnið
hefur verið í samvinnu Yndisgróðurs/
LbhÍ og Rannsóknarstöðvar skóg-
ræktar á Mógilsá. Kortið má sjá á
heimasíðu Yndisgróðurs (http://
yndisgrodur.lbhi.is/) undir liðnum
harðgeri og vaxtarsvæði.
Aðstæður í tilraunareitum Yndis-
gróðurs eru breytilegir bæði hvað
varðar landsvæði, skjól og að nokkru
leyti jarðvegsskilyrði, þó að lagt hafi
3.mynd. Glæsitoppur (Lonicera ledebourii) ´Hákon´ í tilraunareitnum á Blönduósi í
lok ágúst 2012. Tréð fyrir aftan er Skrautreynir (Sorbus decora) ´Glæsir´.