Rit Mógilsár - 2013, Side 83

Rit Mógilsár - 2013, Side 83
Rit Mógilsár 27/2012 83 verið upp með að þau ættu ekki að vera takmarkandi þáttur. Bestu skilyrðin eru í reitunum í Laugardal og í Fossvogi, en þeir eru báðir á ræktunarsvæði A samkvæmt áðurnefndu korti og á frjósömum og mjög skjólgóðum svæðum. Þessir reitir gefa því fremur til kynna hvað vex á skjólsamari stöðum á svæði A, en ekki á berangri eins og er víðast hvar þar sem ræktuð eru skjólbelti. Reiturinn á Reykjum er á svæði A-B með nokkuð löngu sumri, oft með stífri norðanátt og rysjóttu veðurfari þar sem mikil hætta er á vorhretum og norðankuldum framan af sumri, eins og raunin var árið 2011 og nú síðast í vorhretinu 14 maí 2012. Þar fást því góðar vísbendingar um hvaða runnategundir geta hentað í skjólbeltarækt. Þeir tilraunareitir sem hafa erfiðustu vaxtarskilyrðin eru á Blönduósi, í Sandgerði og á Hvanneyri og geta þeir gefið góðar vísbendingar um tegundir og yrki sem hentað geta í skjólbeltarækt á erfiðari svæðum. Blönduós er á svæði C með stutt og svöl sumur, þurrviðrasöm vor og oft með norðannæðingi. Vetur eru vanalega snjóléttir og veitir því runnagróðri lítið vetrarskjól. Reit- urinn á Blönduósi varð fyrir miklu áfalli í vorhretinu í maí 2011 og síðan áfram í júníkuldanum 2011 og aftur í vorhretinu 2012. Sandgerði er á svæði A, á miklu berangri, mjög umhleypingasömu veðri, seltu og hættu á vorhretum. Sumur eru þar fremur löng en næðingssöm, oft með kaldri norðan- átt. Úrkomusamt getur verið, þótt síðastliðin ár hafi verið mjög þurrkasöm, auk þess sem berg- grunnur er mjög hripur og því ónógur raki í jarðvegi. Jarðvegur í þessum reit er rýrari en í öðrum tilraunareitum Yndisgróðurs og hafa þrif verið lökust þar. Hvanneyri er á svæði C, en með nokkuð hlýrri sumur en á Blönduósi og ekki eins þurrviðrasöm. Reiturinn á Hvanneyri er sá nýjasti og því engin mælanleg reynsla komin á hann. Hinsvegar plantaði greinar- höfundur í tilraunabelti á Hvanneyri árin 2006 og 2008 með alls 12 yrkjum af runnategundum. Fyrirkomulag tilraunareita Í uppsetningu tilraunareita var fyrirkomulag þannig að plöntur voru gróðursettar í 1,8 m breið beð þakin með fíberdúk (Fibertex WL 100) sem endist vel og skemmir ekki plönturnar líkt og ofnir plastdúkar geta gert. Bil á milli beða var haft minnst 1,8 m, sem þýddi að jafnaði um 3,6 metrar voru á milli plantna. Í mörgum tilfellum voru reitirnir hinsvegar hannaðir þannig að mun lengra var á milli beðaraða með það í huga að safnið entist sem lengst og njóti sín vel. Á milli raða eru grasflatir sem haldið er við með reglulegum slætti. Bil á milli plantna í beðum er 90-120 cm. Vinnsla jarðvegs fyrir beðin var yfirleitt þannig að fyrst var eitrað fyrir grasi og illgresi með Roundup, því næst var plægt, sléttað og að lokum grjót- hreinsað áður en dúkurinn var lagður. Í flestum tilfellum var jarðvegur sem var fyrir á staðnum góð ræktarmold eða þá að jarðv- egsbætur voru gerðar. Í flestum tilfellum voru gróðursettar þrjár plöntur af hverju yrki á hverjum stað. Á Reykjum voru gróðursett nær öll yrki sem verkefnið vinnur með, nema víðir og reynir, en á hinum tilraunastöðunum var fjöldinn takmarkaðri, en leitast við að hafa sömu yrki á þeim öllum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.