Rit Mógilsár - 2013, Síða 88

Rit Mógilsár - 2013, Síða 88
 88 Rit Mógilsár 27/2012 fengist á Stálpastöðum í Skorradal, en þar eru aðeins fá tré. Marþallar- fræ er afarsmátt, en hefur spírað vel. Abies lasiocarpa (fjallaþinur) Hann hentar sem jólatré, en er van- gæfur í ræktun, nema undir skerm fyrstu árin og telst skuggaþolinn. Verður aðeins runni á miklum berangri, en þolir vel að vaxa uppúr skjóli ef þess nýtur við fyrstu árin. Gefur ekki jólatré nema að trén fái fulla dagsbirtu er frá líður. Út- breiðslusvæði fjallaþins er svipað og þallanna. Þar sem best lætur getur fjallaþinur náð 20-30 m hæð og vex sums staðar hérlendis nær jafnhratt og sitkagreni. Tegundin myndar þroskað fræ tiltölulega ungt og getur fjölgað sér með sveiggræðslu nærri skógarmörkum. Ef menn kjósa að nota fræ af íslenskum fjallaþin þá ber hann oft fræ, t.d. á Hallorms- stað, í Skorradal og Þjórsárdal. Fræþroski og spírunarhæfni eru hins vegar misjöfn eftir árum. Langbesta fræárið hingað til var 2008. Thuja plicata (risalífviður) Hann vex nokkurn veginn á sama svæði og marþöll, en ekki eins langt til norðurs, eða aðeins til bæjarins Sitka í Alaska. Hann þarf fremur frjóan jarðveg og nægan raka, t.d. í vel framræstum jarðvegi í mýrar- jöðrum og meðfram ám og lækjum. Risalífviður er mjög skuggaþolinn og vex yfirleitt ekki í tegundahreinum lundum, heldur í bland við aðrar trjátegundir. Hann getur náð allt að 70 m hæð við bestu skilyrði og allt að 300-400 cm þvermáli. Getur náð þúsund ára aldri. Viðurinn er mjúkur, en sterkur miðað við þyngd, góður í gítarkassa. Hann er talsvert rækt- aður í Skotlandi, Danmörku og Þýskalandi. Langmerkasti lundurinn hérlendis, og sá eini sem er farinn að spjara sig verulega, er smá klasi af plöntum frá Kamlpoops í Bresku Kólumbíu í Kanada, sem voru gróðursettar árið 1963 við Jökullæk á Hallormsstað, rétt neðan við gömlu rauðgrenitrén. Trén uxu lítið í meira en 30 ár, en hafa vaxið firnavel síðan um aldamót. Hefur borið örfáa köngla hingað til með spírandi fræi. Fraxinus excelsior (askur) Askur vex í Evrópu frá Þrándheims- firði í Noregi til N-Spánar. Nyrst vex hann aðeins við bestu skilyrði, svo sem meðfram lækjum þar sem ekki er mikil hætta á næturfrostum. Hægt er að fyrirbyggja haustfrost- skemmdir að einhverju marki með því að rækta hann undir skerm fyrstu árin. Mætti hugsa sér hann undir stálpuðum og vel grisjuðum asparskógi hérlendis. Mikið vanda- mál er komið upp í N-Evrópu með ræktun asks vegna sveppasjúkdóms sem leggst á hann þar (Wikipedia 2012b). Askur er full hitakrefjandi til að nota hér í stórum stíl. Stærstu aska á Íslandi er að finna í Reykja- vík, Hafnarfirði og í Fljótshlíð, en það eru samt fá tré. Spírunarhæft fræ hefur fengist í Múlakoti. Yfirleitt verður askurinn ekki meira en 250 ára gamall, svo hann er fremur skammlíf trjátegund og getur eins og margar slíkar náð miklum hæðar- vexti á fyrstu árum sínum. Askurinn er í meðallagi stórvaxinn, allt að 46 m hár, en algengast er að hann verði 20-35 m. Hann gefur af sér við til ýmissa sérnota, svo sem í verk- færasköft, húsgögn, o.fl. Einnig góður í eldivið. Yfirleitt blómstrar hann annaðhvort karl- eða kven- blómum. Ef fræinu er sáð á meðan það er enn grænt getur það spírað strax. Annars ekki fyrr en eftir að tveir vetur hafa liðið. Acer pseudoplatanus (garðahlynur) Garðahlynur hefur vaxið í görðum í Reykjav ík s íðan 1886-1888
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.