Rit Mógilsár - 2013, Síða 89

Rit Mógilsár - 2013, Síða 89
Rit Mógilsár 27/2012 89 (Laufásvegi 5) og myndar víða krónumikil garðtré. Hann er löngu farinn að sá sér út í görðum. Finnst í nokkrum kaupstöðum, en hvergi úti í skógi, svo höfundar vita, nema í lendum Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar. Tegundin er upprunnin úr fjalllendi Mið- og Suður-Evrópu, frá Þýskalandi til Pyreneafjalla og austur til Georgíu og jafnvel Azerbaijan. Hefur breiðst langt norður og vestur fyrir það svæði fyrir atbeina manna á undanförnum þúsund árum. Garðahlynur er orðinn nokkuð öruggur í ræktun á hlýjustu svæðum Íslands og eru til ungir hlynir í uppvexti á höfuðborgarsvæðinu sem vaxa beint upp án kalskemmda. Tegundin þroskar árlega fræ hérlendis og er duglegur að sá sér út, einkum undir hæfilegum trjá- skermi, en síður þar sem skuggi er of mikill. Garðahlyn þarf að rækta í pottum uppí >50 cm hæð til gróðursetningar í skóga. Hann hentar vel í lúpínubreiður og hefur nokkuð verið gróðursettur í slík búsvæði ofan við Hafnarfjörð. Viðurinn er afar verðmætur, m.a. í hverskyns áhöld, húsgögn, inn- réttingar og kassa strengjahljóð- færa. Viðurinn er ekki náttúrulega fúavarinn og mjög ljós. Nú um stundir er verðmæti garðahlynsviðar gjarnan tvöfalt á við verðmæti beiki- viðar. Blóm asks gefa af sér >100 kg af hunangi fyrir býflugur af hverjum ha á ári! Betula pendula (hengibjörk) Hengibjörk eða vörtubirki (syn. Betula verrucosa) var gróðursett í Hallormsstaðaskógi og utan við hann í Freyshólamýri á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Trén í Freyshólamýri hafa gefið lítilsháttar af fræi, sem virðist að miklu leyti blendingar, þ.e. B.pendula X B.pubescens. Hengi- björk var talsvert gróðursett á fyrsta áratug 21. aldar, einkum á Héraði, en einnig á Vesturlandi. Notuð voru kvæmi frá Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, en aðeins hluti trjánna varð beinvaxinn. Samt er nú til nóg af beinvöxnum trjám til að hægt væri að setja á stofn frægarð, þar sem framleiddur væri kynbættur efniviður fyrir íslenskar aðstæður. Hengibjörk vex um alla N-Evrópu, en síst við strendurnar og lengst í norðri. Er þó til svo norðarlega sem í Passvik- dalnum sem er austast í Finnmörku, nærri landamærum Rússlands. Tegundin nær bestum þroska þar sem loftslag er landrænt, svo sem í Eystrasaltslöndunum og Hvíta- Rússlandi. Hengibjörk hefur verið kynbætt mikið í Finnlandi, þar sem afbrigðið Mazúrbjörk (Valbjörk) gefur verðmætastan við allra trjáa í N- Evrópu. Í Danmörku er litið á hengibjörk sem illgresi, enda telja þeir viðinn ekki eftirsóknarverðan. Sett hefur verið út á Héraði samanburðartilraun með mis- munandi kvæmi hengibjarkar. Einnig er hengibjörk, þ.m.t. valbjörk, í svo kallaðri Rarik-tilraun Mógilsár, sem annars er kvæmatilraun með fjölda íslenskra kvæma af ilmbjörk. Pseudotsuga menziesii, var. menziesii (döglingsviður) Döglingsviður hefur einnig verið nefndur douglasgreni, degli eða myrkárþollur (o.fl. íslensk nöfn). Hann er strandafbrigði, upprunnið af vesturströnd N-Ameríku, frá mið- Kanada suður til miðrar Kaliforniu. Tegundin hefur verið talsvert gróðursett í Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandseyjum, en minna annarsstaðar í Evrópu. Það hafa fundist kvæmi sem virðast geta vaxið vel á Íslandi, t.d. á Hallorms- stað og á Mógilsá. Tegundin þrífst vel í eldfjallajarðvegi og hefur nýlega borið þroskað fræ hérlendis. Það hefur gerst allavega þrisvar við Jökullæk á Hallormsstað, mest árið 2009, en fáar plöntur hafa komið upp af fræinu. Einnig náðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.