Rit Mógilsár - 2013, Síða 94

Rit Mógilsár - 2013, Síða 94
 94 Rit Mógilsár 27/2012 girðingar séu í lagi. Ekkert bendir því til þess að landrými innan betri skógræktarsvæða verði takmarkandi fyrir skógrækt á komandi áratugum. Áhugi er einnig á að rækta skóg á svæðum þar sem veðurfarsskilyrði eru lakari, t.d. við sjávarsíðuna, á flatlendi og í meiri hæð yfir sjávar- máli. Því er einnig mikilvægt að fólk hafi aðgang að tegundum, kvæmum og klónum sem henta við þær aðstæður. Mest býðst af mólendi til skógræktar auk þess sem mikið er af rofnu landi þar sem skógrækt er æskileg út frá sjónarmiðum endurreisnar landgæða og framleiðslu. Minna býðst af frjósömu landi og þar eru hugsan- lega meiri árekstrar við aðra land- notkun. Gangi spár um loftslagshlýnun eftir, sem allt bendir til að þær séu að gera, þá munu vetur mildast og sumur lengjast. Á láglendi munu skilyrði þá versna fyrir harðgerðar meginlands- og háfjallategundir á borð við rússalerki, hvítgreni og blágreni en batna fyrir tegundir úr tempraða beltinu norðanverðu og næsthæstu skógarbeltum í fjöllum, t.d. degli (döglingsvið), evrópulerki, risalerki og ýmis lauftré. Tegundir með vítt aðlögunarsvið, s.s. Sitka- greni, alaskaösp, stafafura og rauð- greni verða áfram gjaldgengar þótt kvæmaval innan þeirra kunni að breytast. Skilyrði sem hingað til hafa ríkt á láglendi munu hægt og bítandi færast hærra upp í landið og því mun Ísland stækka m.t.t. skóg- ræktarmöguleika. Áfram er því eðlilegt að leggja mesta áherslu á tegundir/kvæmi/klóna sem eru aðlagaðar betri skógræktar- skilyrðum sem bjóðast hérlendis. Draga ætti úr notkun ofurharðgerðra tegunda/kvæma/klóna, a.m.k. þangað til að áhersla eykst á skóg- rækt til fjalla. Horfa frekar til efni- viðar sem ættaður er frá svæðum 3- 6 breiddargráðum til suðurs. Áfram ætti einnig að leggja mesta áherslu á tegundir sem henta í móa og mela, sem nýtast ekki síst til að bæta skilyrði á slíku rýrlendi svo kröfu- harðari og framleiðslumeiri tegundir geti þrifist þar seinna meir. Eftirspurn og markaðir Á Íslandi sem annarsstaðar í heiminum er langsamlega mest eftirspurn eftir viði sem lífmassa, þ.e. efni sem er kurlað, heflað eða hakkað niður á einhvern hátt og notað sem orkugjafi, kolefnisgjafi, undirburður eða massi til framleiðslu á plötum, pappír eða ýmsum efnasamböndum (2. mynd; Þorbergur Hjalti Jónsson 2010, Þröstur Eysteinsson 2010). Engin ástæða er til að ætla að það breytist í fyrirsjáanlegri framtíð. Eftirspurn eftir borðviði (borðum og plönkum) er og verður einnig umtalsverð og eftir því sem skógarnir eldast verður hægt að anna stærri hluta hennar innanlands. Aðrar afurðir, s.s. Arin- viður, girðingastaurar, fiskihjalla- spírur og jólatré, sem verið hafa mikilvægar í framleiðslu hinna ungu og umfangslitlu skóga hingað til, verða hlutfallslega léttvægari í framtíðinni, jafnvel þótt takist að anna allri eftirspurn með innlendri framleiðslu (sem ber að sjálfsögðu að stefna að). Erfiðara er að spá fyrir um markaði fyrir aðrar afurðir og þjónustu skóga. Kolefnisbinding gæti orðið mikilvægt atriði en umtalsverð pólitísk þróun þarf að eiga sér stað áður en það verður að veruleika. Möguleikar á nýtingu sveppa, berja, skreytingar- efnis o.þ.h. auk uppbyggingar ferða- þjónustu, eru háðir vilja og vinnu einstakra skógareigenda. Tæplega er hægt að ætlast til að fólk greiði fyrir almenna notkun á skógum til úti- vistar, s.s. í grennd við þéttbýli, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.