Rit Mógilsár - 2013, Síða 96
96 Rit Mógilsár 27/2012
besta lausnin sé að flekkja/herfa
land og gróðursetja blöndu af
stafafuru kvæminu Bennet Lake og
sitkagreni kvæminu Seward.
Ásættanlegar næstbestu lausnir
gætu t.d. falið í sér notkun á öðrum
kvæmum stafafuru og/eða sitka-
grenis sem góð reynsla er af eða
jafnvel að nota rauðgreni af góðu
kvæmi í stað sitkagrenis, gróðursett
eftir að búið er að koma upp skjóli/
skermi með furu. Aðrar lausnir, s.s.
að nota alaskaösp eða birki í stað
stafafuru eða hvít- eða blágreni í
stað sitkagrenis eru lakari ýmist
vegna aukins kostnaðar eða hægari
vaxtar og því óásættanlegar miðað
við markmiðin. Með lítilli breytingu á
markmiðum, þ.e. að sleppa áherslu
á borðviðarframleiðslu, verður besti
kostur hins vegar að gróðursetja
eingöngu alaskaösp; t.d. klónana
Hallorm eða Pinna (eða aðra eftir
staðháttum).
Lausnir sem teljast bestar, næst-
bestar o.s.frv. eru þannig háðar
markmiðum, staðháttum og
markaði, en einnig þróun þekkingar.
Það skiptir máli að þeir sem skipu-
leggja skógrækt byggi tillögur sínar
á bestu vísindalegu þekkingu hvers
tíma. Hér á eftir fer samantekt á
stöðu þekkingar á helstu trjátegund-
um sem notaðar eru í íslenskri skóg-
rækt:
Íslenskt birki
Mest notað: Til uppgræðslu á rýru
og rofnu landi, til vistheimtar og í
yndisskógrækt
Bestu kvæmi: ýmis kvæmi upp-
runnin í Bæjarstaðarskógi,
Fnjóskadalsbirki í innsveitum N-
og A-lands
Helstu kostir: Duglegt að sá sér,
arinviðarframleiðsla
Helstu gallar: Hægvaxta, smá-
vaxið og kræklótt (lítil framleiðni
og því lítil framleiðsla)
Land: Þarf frjósamt land til að
vaxa vel, hentar einnig á sendnum
uppgræðslusvæðum og áreyrum
en illa í rýru mólendi og moldar-
melum.
Niðurstaða: Birki er einungis
„besta“ tegundin í skógrækt til
uppgræðslu á víðfeðmum svæðum
þar sem sjálfsáning er nauð-
synlegur liður í að ná markmiðum
og á svæðum þar sem markmiðið
er beinlínis að endurheimta birki-
skóg. Miðað við markaðsatriði og
framboð á landi er hlutfall birkis í
heildar gróðursetningu of hátt og
sennilega alltof oft verið að
gróðursetja það í rýrt mólendi þar
sem það þrífst illa.
Sitkagreni / sitkabastarður
Mest notað: Þar sem framleiðslu-
markmið eru ráðandi.
Bestu kvæmi: Seward, önnur
Kenaikvæmi, Cordova/Copper
River, innlend kvæmi af þessum
uppruna, svo sem Tumastaðir,
„Taraldsey“, o.s.frv.
Helstu kostir: Verður stórvaxið og
beinvaxið (framleiðsla).
Helstu gallar: Hægur vöxtur í
æsku, lítið sumarfrostþol.
Land: Þarf tiltölulega frjósamt
land til að vaxa vel, helst í
brekkum, oft mikil afföll á flatlendi
í æsku vegna sumar- og
haustfrosta.
Niðurstaða: Sitkagreni/bastarður
er „besta“ tegundin sem við
höfum til framleiðslu á byggingar-
timbri. Lífmassaframleiðsla er
einnig mikil, en á talsvert lengri
tíma en t.d. hjá alaskaösp. Miðað
við framboð á landgerðum er
hlutfall sitkagrenis í heildargróður-
setningu helst til hátt og sennilega
er of oft verið að bjóða því rýrt
land, sem leiðir til þess að vaxtar-
getan nýtist ekki, eða flatlendi
sem leiðir til mikilla affalla í