Rit Mógilsár - 2013, Síða 96

Rit Mógilsár - 2013, Síða 96
 96 Rit Mógilsár 27/2012 besta lausnin sé að flekkja/herfa land og gróðursetja blöndu af stafafuru kvæminu Bennet Lake og sitkagreni kvæminu Seward. Ásættanlegar næstbestu lausnir gætu t.d. falið í sér notkun á öðrum kvæmum stafafuru og/eða sitka- grenis sem góð reynsla er af eða jafnvel að nota rauðgreni af góðu kvæmi í stað sitkagrenis, gróðursett eftir að búið er að koma upp skjóli/ skermi með furu. Aðrar lausnir, s.s. að nota alaskaösp eða birki í stað stafafuru eða hvít- eða blágreni í stað sitkagrenis eru lakari ýmist vegna aukins kostnaðar eða hægari vaxtar og því óásættanlegar miðað við markmiðin. Með lítilli breytingu á markmiðum, þ.e. að sleppa áherslu á borðviðarframleiðslu, verður besti kostur hins vegar að gróðursetja eingöngu alaskaösp; t.d. klónana Hallorm eða Pinna (eða aðra eftir staðháttum). Lausnir sem teljast bestar, næst- bestar o.s.frv. eru þannig háðar markmiðum, staðháttum og markaði, en einnig þróun þekkingar. Það skiptir máli að þeir sem skipu- leggja skógrækt byggi tillögur sínar á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Hér á eftir fer samantekt á stöðu þekkingar á helstu trjátegund- um sem notaðar eru í íslenskri skóg- rækt: Íslenskt birki  Mest notað: Til uppgræðslu á rýru og rofnu landi, til vistheimtar og í yndisskógrækt  Bestu kvæmi: ýmis kvæmi upp- runnin í Bæjarstaðarskógi, Fnjóskadalsbirki í innsveitum N- og A-lands  Helstu kostir: Duglegt að sá sér, arinviðarframleiðsla  Helstu gallar: Hægvaxta, smá- vaxið og kræklótt (lítil framleiðni og því lítil framleiðsla)  Land: Þarf frjósamt land til að vaxa vel, hentar einnig á sendnum uppgræðslusvæðum og áreyrum en illa í rýru mólendi og moldar- melum.  Niðurstaða: Birki er einungis „besta“ tegundin í skógrækt til uppgræðslu á víðfeðmum svæðum þar sem sjálfsáning er nauð- synlegur liður í að ná markmiðum og á svæðum þar sem markmiðið er beinlínis að endurheimta birki- skóg. Miðað við markaðsatriði og framboð á landi er hlutfall birkis í heildar gróðursetningu of hátt og sennilega alltof oft verið að gróðursetja það í rýrt mólendi þar sem það þrífst illa. Sitkagreni / sitkabastarður  Mest notað: Þar sem framleiðslu- markmið eru ráðandi.  Bestu kvæmi: Seward, önnur Kenaikvæmi, Cordova/Copper River, innlend kvæmi af þessum uppruna, svo sem Tumastaðir, „Taraldsey“, o.s.frv.  Helstu kostir: Verður stórvaxið og beinvaxið (framleiðsla).  Helstu gallar: Hægur vöxtur í æsku, lítið sumarfrostþol.  Land: Þarf tiltölulega frjósamt land til að vaxa vel, helst í brekkum, oft mikil afföll á flatlendi í æsku vegna sumar- og haustfrosta.  Niðurstaða: Sitkagreni/bastarður er „besta“ tegundin sem við höfum til framleiðslu á byggingar- timbri. Lífmassaframleiðsla er einnig mikil, en á talsvert lengri tíma en t.d. hjá alaskaösp. Miðað við framboð á landgerðum er hlutfall sitkagrenis í heildargróður- setningu helst til hátt og sennilega er of oft verið að bjóða því rýrt land, sem leiðir til þess að vaxtar- getan nýtist ekki, eða flatlendi sem leiðir til mikilla affalla í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.