Rit Mógilsár - 2013, Side 97

Rit Mógilsár - 2013, Side 97
Rit Mógilsár 27/2012 97 sumarfrostum. Rússalerki  Mest notað: Til timburframleiðslu á rýru landi á N- og A-landi, til uppgræðslu rofins lands og sem fóstra fyrir greni á rýru landi.  Bestu kvæmi: Sænsk og finnsk frægarðskvæmi.  Helstu kostir: Hraður vöxtur í æsku, vex vel á rýru landi, verð- mætur viður, bætir frjósemi lands.  Helstu gallar: Lágt hlutfall bein- vaxinna trjáa vegna haustkals, vorkal dregur úr vexti.  Land: Hentar vel í rýru mólendi og til uppgræðslu á rofnu landi á N- og A-landi, síður í frjósömu landi og ekki í lágsveitum á S- og V- landi.  Niðurstaða: Rússalerki er enn „besta“ tegundin í skógrækt á rýru landi norðan- og austanlands. Þrátt fyrir tiltölulega algengar vor og haustskemmdir vex það samt betur á slíku landi en nokkur önnur tegund. Miðað við framboð á landgerðum, markaðsatriði og markmið (bæði framleiðslu og landgræðslu) er sá samdráttur sem orðið hefur nýlega á gróðursetningu lerkis ekki eðli- legur. Auk þess ætti rússalerki að vera aðaltegundin í skógrækt í 200-400 m h.y.s. Stafafura  Mest notuð: Til timburframleiðslu á mólendi, sem fóstra með greni og í jólatrjáarækt.  Bestu kvæmi: Skagway, norð- vesturhorn Bresku kólumbíu (Bennet Lake, Tutshi Lake), suðvestur Yukon (Carcross), Klettafjöll í suðurhluta Alberta og sunnar.  Helstu kostir: Öruggur vöxtur á fremur rýru landi, frostþol að sumri, mikil kolefnisbinding.  Helstu gallar: rótarsnúningur og tilheyrandi óstöðugleiki gróður- settra plantna, lágt hlutfall bein- vaxinna trjáa (Skagway), sviðnun nála (sum önnur kvæmi).  Land: Gerir ekki sérkröfur til skóg- ræktarskilyrða, vex vel í öllum landshlutum og mörgum land- gerðum en e.t.v. best í næst- rýrasta landinu (bláberjalyngs-, gras- og fjalldrapamóum).  Niðurstaða: Stafafura er yfirleitt „besta“ tegundin á frostlendum svæðum (flatlendi), nema e.t.v. þeim frjósömustu, best á rýrlendi á S- og V-landi og best í frjósamara mólendi um land allt. Stafafura er góður lífmassa- framleiðandi, hægvaxnari en lerki í æsku en nær því á 30-50 árum og er síst lakari en lerki sem fóstra fyrir greni. Miðað við markmið, framboð á landi og markaði ætti gróðursetning stafa- furu að vera mun meiri en hún hefur verið hingað til og er hún sú tegund sem mest ætti að auka ræktun á. Innan við 1% af allri stafafuru endar sem jólatré og því á vonin um jólatré ekki að ráða kvæmavali, eins og hingað til hefur nánast alfarið verið raunin. Alaskaösp  Mest notuð: Til lífmassafram- leiðslu, sem skjólgjafi og fóstra með greni.  Bestu klónar: Hallormur, Pinni, Keisari, Grund o.fl.  Helstu kostir: Hraður vöxtur og mikil framleiðsla.  Helstu gallar: Afföll í æsku vegna sumarkals, lágt hlutfall bein- vaxinna trjáa  Land: vex best í frjósömu landi en einnig ágætlega í sendnu landi og á áreyrum, einkum með aðstoð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.