Rit Mógilsár - 2013, Qupperneq 100

Rit Mógilsár - 2013, Qupperneq 100
 100 Rit Mógilsár 27/2012 sænskum og finnskum frægörðum, þ.e. sem var valið m.t.t. aðstæðna í Svíþjóð og Finnlandi. Þó er úrval rússalerkis algjör aukabúgrein í trjá- kynbótum á Norðurlöndunum. Kyn- bætur á skógarfuru, rauðgreni, hengibjörk og stafafuru eru komnar mun lengra þar. Afurðir kynbóta á þeim tegundum hafa hins vegar nær ekkert verið reyndar á Íslandi. Þótt stafafura vaxi almennt töluvert hraðar en skógarfura má vel vera að kynbætt skógarfura frá Skandinavíu vaxi betur hér en þau stafafuru- kvæmi sem við höfum verið að nota. Kynbætt sænsk stafafura vex senni- lega enn betur. Einnig er hugsanlegt að kynbætt rauðgreni standist samanburð við flest sitkagrenikvæmi sem völ er á og kynbætt hengibjörk gæti orðið góður kostur. Eins eru kynbætur stundaðar á ýmsum tegundum í vestanverðri Kanada, sem er sömuleiðis óplægður akur fyrir okkur. Næstu skref í kvæmavali fyrir íslenska skógrækt er að setja út kvæmatilraunir með kynbættum efnivið sem mögulega hentar. Miðað við markmið, land og markaði er eðlilegt að byrja á stafafuru og skógarfuru. Tilraunirnar þurfa að vera á nokkrum stöðum á landinu en hver þeirra þarf ekki að vera ýkja stór, þar sem einungis yrðu prófuð kynbætt kvæmi sem hægt er að kaupa og þau eru ekki mörg. Mikið verk er enn eftir óunnið við prófun og úrval á efnivið fyrir íslenska skógrækt. Það er í raun eilífðarverkefni, ekki síst þegar hlýnun andrúmsloftsins er höfð í huga. Á komandi áratugum verður því þörf á að efla rannsóknir á sviði skógerfðafræði, að prófa nýjar tegundir og ný kvæmi þeirra tegunda sem fyrir eru. Í lok aldarinnar er hugsanlegt að láglendi Íslands verði komið vel inn í tempraða loftslagsbeltið og tegundir barrskógabeltisins (rússalerki, skógarfura, ilmbjörk o.fl.) á leið upp á hálendið, hafandi búið í haginn fyrir nýja skóga á láglendi. Skóg- erfðafræðingar þess tíma verða þá að leggja grunninn að skógum eikar, beykis og risatrjánna úr vestri. Heimildir Arnór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson, 2006. Landsskógarúttekt 2005. Ársskýrsla 2005 Skógrækt ríkisins: 39-42. Björn Traustason og Arnór Snorrason, 2008. Útbreiðsla skóglendis á Íslandi. Ársskýrsla 2007 Skógrækt ríkisins: 20- 26. Einar Gunnarsson, 2011. Skógræktarárið 2010. Skógræktarritið 2011, 2: 96-101. Þorbergur Hjalti Jónsson, 2010. Spurn kísiliðnaðar á Íslandi eftir iðnviði. Ársrit Skógræktar ríkisins 2009: 56-63. Þröstur Eysteinsson, 2010. Grisjun og sala viðar hjá Skógrækt ríkisins. Ársrit Skógræktar ríkisins 2009: 26-33.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.