Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a s 595 1000 sé rr ét ll ið tti a lk . t . Tenerife Verð frá kr. 99.900 16. júní í 7 nætur Hotel Gala aaaa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Snjódrífurnar sem standa á bak við góðgerðarfélagið „Lífskraft“ afhentu í gær Landspítalanum 17,5 milljónir króna til uppbygg- ingar á nýrri blóð- og krabba- meinslækningadeild. Söfnunarféð er afrakstur göngu 126 kvenna upp á Hvannadalshnjúk á dög- unum eða „Kvennadalshnjúk“ eins og hann var kallaður í ferð- inni. G. Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún vildi fagna því að fimm ár væru liðin frá því að hún átti 1-3 ár eftir ólifuð. Árin eru nú orðin sex. Starfsfólk blóð- og krabba- meinslækningadeildar segir að gjöfin muni gjörbreyta aðstöðunni fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Deildin stækkar í haust þegar hún tekur við konum með krabbamein í kvenlíffærum. Áhersla verður lögð á bættar að- stæður sjúklinga í einangrun. Reynt verður að brúa bil heimilis og sjúkrahúss. ari@mbl.is Morgunblaðið/Unnur Karen Snjódrífur afhentu söfnunarfé 17,5 milljónir króna söfnuðust við „Kvennadalshnjúk“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst á næstu dögum óska eftir framkvæmdaleyfi hjá Reykjavíkurborg til þess að end- urbæta og stækka flugskýli Land- helgisgæslunnar á Reykjavíkurflug- velli. Hún segir það ekki þola neina bið að bæta aðbúnað flugrekstrar Gæslunnar og Reykjavíkurflugvöll- ur sé ekki á förum neitt næstu árin. Aðstaðan hefur verið í deiglunni síðan þriðja þyrlan bættist í flugflot- ann um miðjan maí, en við það rúm- ast ekki öll loftför Gæslunnar í skýl- inu, sem er komið til ára sinna. Flugskýli og önnur aðstaða stækkuð og bætt „Aðstaðan er orðin hrörleg og þarfnast endurbóta og stækkunar hið fyrsta,“ segir Áslaug Arna í sam- tali við Morgunblaðið. „Það má ekki bíða öllu lengur að úr verði bætt.“ „Við munum óska eftir fram- kvæmdaleyfi borgarinnar fyrir endurbætur og stækkun flug- skýlisins á allra næstu dögum, enda liggur fyrir samþykkt deili- skipulag,“ minnir Áslaug Arna á. Hún segir að þegar sé búið að tryggja fjármögnun og því standi ekkert í vegi fyrir því að hefjast handa um leið og framkvæmdaleyfið liggi fyrir. „Þá getum við ráðist í nauðsynlegar endurbætur, ekki að- eins á flugskýlinu, heldur einnig á öðrum byggingum sem tengjast við- haldi og rekstri flugflotans, svo og aðbúnaði starfsmanna Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.“ Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur viðkvæðið verið það, að eigi að flytja flugvöllinn og tengda starfsemi úr Vatnsmýri sé réttast að þyrlusveit Gæslunnar flytji líka. Dómsmálaráð- herra telur það ótímabæra umræðu, en þörf Gæslunnar á betri aðstöðu blasi við hér og nú. Flugvöllurinn ekki á förum „Reykjavíkurflugvöllur er ekki á förum á næstu árum,“ segir Áslaug Arna. „Flugvöllur í Hvassahrauni er varla raunhæfur kostur í stöðunni og það myndi kosta stórfé að flytja flug- rekstur Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur.“ Hún segir að Gæslan þurfi að fá aðstöðuna bætta núna og öll slík framtíðarmúsík standi verk- efnum hennar fyrir þrifum. „Við megum aldrei gleyma hinu mikil- væga öryggishlutverki þyrluflota Gæslunnar fyrir þjóðina og það er ábyrgðarhluti að eðlileg endurnýjun og viðhald á aðstöðu hennar sé látin líða fyrir vandræðagang borgaryfir- valda. Ég trúi því ekki að það verði látið gerast,“ segir Áslaug Arna. Vill endurbæta skýli Gæslunnar - Dómsmálaráðherra hyggst óska framkvæmdaleyfis - Reykjavíkurflugvöllur ekki á förum næstu árin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Ekkert hefur komið í ljós, sem bendir til þess að Danir hafi njósn- að um Íslendinga í þágu banda- rískra yfirvalda. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guð- marssonar, upp- lýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, en tek- ið var fram að málið væri enn til skoðunar í ráðuneytinu. Um liðna helgi var upplýst að danska leyniþjónustan (PET) hefði aðstoðað bandarísku Þjóðarörygg- isstofnunina (NSA) við að njósna um ýmsa leiðtoga í Evrópu, þar á meðal Angelu Merkel Þýskalands- kanslara. Málið hefur vakið nokk- urn kurr meðal bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu og hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna Evrópusambandsþjóðina Dani fyrir þessa liðveislu þeirra við Banda- ríkjamenn. Málið hefur ekki verið tekið til sérstakrar rannsóknar hjá embætti ríkislögreglustjóra (RLS), en þar hefur því þó verið gefinn gaumur og greiningardeild RLS hefur ráð- fært sig óformlega við CERT-IS, netöryggissveit Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS). Öll samskipti við dönsk stjórnvöld fara hins vegar fram á vegum utanríkisráðuneyt- isins. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra hefur sagt að svara danskra stjórnvalda um málið sé beðið, en hann hyggst einnig taka það upp við Tine Bramsen, varnar- málaráðherra Dana, á næstu dög- um. »40 Ekki hlustað á Íslendinga - Ekkert bendir til að Danir hafi hlerað Íslendinga AFP Hleranir Flemming Drejer, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna njósnasamstarfs Dana við Bandaríkjamenn. Guðlaugur Þór Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.