Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
s
595 1000
sé
rr
ét
ll
ið
tti
a
lk
.
t
.
Tenerife Verð frá kr.
99.900
16. júní í 7 nætur
Hotel Gala
aaaa
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Snjódrífurnar sem standa á bak
við góðgerðarfélagið „Lífskraft“
afhentu í gær Landspítalanum
17,5 milljónir króna til uppbygg-
ingar á nýrri blóð- og krabba-
meinslækningadeild. Söfnunarféð
er afrakstur göngu 126 kvenna
upp á Hvannadalshnjúk á dög-
unum eða „Kvennadalshnjúk“
eins og hann var kallaður í ferð-
inni.
G. Sigríður Ágústsdóttir, eða
Sirrý, segir hugmyndina hafa
kviknað þegar hún vildi fagna því
að fimm ár væru liðin frá því að
hún átti 1-3 ár eftir ólifuð. Árin
eru nú orðin sex.
Starfsfólk blóð- og krabba-
meinslækningadeildar segir að
gjöfin muni gjörbreyta aðstöðunni
fyrir sjúklinga, aðstandendur og
starfsmenn. Deildin stækkar í
haust þegar hún tekur við konum
með krabbamein í kvenlíffærum.
Áhersla verður lögð á bættar að-
stæður sjúklinga í einangrun.
Reynt verður að brúa bil heimilis
og sjúkrahúss. ari@mbl.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
Snjódrífur
afhentu
söfnunarfé
17,5 milljónir króna söfnuðust við „Kvennadalshnjúk“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hyggst á næstu
dögum óska eftir framkvæmdaleyfi
hjá Reykjavíkurborg til þess að end-
urbæta og stækka flugskýli Land-
helgisgæslunnar á Reykjavíkurflug-
velli. Hún segir það ekki þola neina
bið að bæta aðbúnað flugrekstrar
Gæslunnar og Reykjavíkurflugvöll-
ur sé ekki á förum neitt næstu árin.
Aðstaðan hefur verið í deiglunni
síðan þriðja þyrlan bættist í flugflot-
ann um miðjan maí, en við það rúm-
ast ekki öll loftför Gæslunnar í skýl-
inu, sem er komið til ára sinna.
Flugskýli og önnur
aðstaða stækkuð og bætt
„Aðstaðan er orðin hrörleg og
þarfnast endurbóta og stækkunar
hið fyrsta,“ segir Áslaug Arna í sam-
tali við Morgunblaðið. „Það má ekki
bíða öllu lengur
að úr verði bætt.“
„Við munum
óska eftir fram-
kvæmdaleyfi
borgarinnar fyrir
endurbætur og
stækkun flug-
skýlisins á allra
næstu dögum,
enda liggur fyrir
samþykkt deili-
skipulag,“ minnir Áslaug Arna á.
Hún segir að þegar sé búið að
tryggja fjármögnun og því standi
ekkert í vegi fyrir því að hefjast
handa um leið og framkvæmdaleyfið
liggi fyrir. „Þá getum við ráðist í
nauðsynlegar endurbætur, ekki að-
eins á flugskýlinu, heldur einnig á
öðrum byggingum sem tengjast við-
haldi og rekstri flugflotans, svo og
aðbúnaði starfsmanna Gæslunnar á
Reykjavíkurflugvelli.“
Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur
viðkvæðið verið það, að eigi að flytja
flugvöllinn og tengda starfsemi úr
Vatnsmýri sé réttast að þyrlusveit
Gæslunnar flytji líka. Dómsmálaráð-
herra telur það ótímabæra umræðu,
en þörf Gæslunnar á betri aðstöðu
blasi við hér og nú.
Flugvöllurinn ekki á förum
„Reykjavíkurflugvöllur er ekki á
förum á næstu árum,“ segir Áslaug
Arna. „Flugvöllur í Hvassahrauni er
varla raunhæfur kostur í stöðunni og
það myndi kosta stórfé að flytja flug-
rekstur Landhelgisgæslunnar til
Keflavíkur.“ Hún segir að Gæslan
þurfi að fá aðstöðuna bætta núna og
öll slík framtíðarmúsík standi verk-
efnum hennar fyrir þrifum. „Við
megum aldrei gleyma hinu mikil-
væga öryggishlutverki þyrluflota
Gæslunnar fyrir þjóðina og það er
ábyrgðarhluti að eðlileg endurnýjun
og viðhald á aðstöðu hennar sé látin
líða fyrir vandræðagang borgaryfir-
valda. Ég trúi því ekki að það verði
látið gerast,“ segir Áslaug Arna.
Vill endurbæta skýli Gæslunnar
- Dómsmálaráðherra hyggst óska framkvæmdaleyfis - Reykjavíkurflugvöllur ekki á förum næstu árin
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslan Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Ekkert hefur komið í ljós, sem
bendir til þess að Danir hafi njósn-
að um Íslendinga í þágu banda-
rískra yfirvalda.
Þetta kemur
fram í svari
Sveins H. Guð-
marssonar, upp-
lýsingafulltrúa
utanríkisráðu-
neytisins, en tek-
ið var fram að
málið væri enn
til skoðunar í
ráðuneytinu.
Um liðna helgi var upplýst að
danska leyniþjónustan (PET) hefði
aðstoðað bandarísku Þjóðarörygg-
isstofnunina (NSA) við að njósna
um ýmsa leiðtoga í Evrópu, þar á
meðal Angelu Merkel Þýskalands-
kanslara. Málið hefur vakið nokk-
urn kurr meðal bandamanna
Bandaríkjanna í Evrópu og hafa
ýmsir orðið til þess að gagnrýna
Evrópusambandsþjóðina Dani fyrir
þessa liðveislu þeirra við Banda-
ríkjamenn.
Málið hefur ekki verið tekið til
sérstakrar rannsóknar hjá embætti
ríkislögreglustjóra (RLS), en þar
hefur því þó verið gefinn gaumur
og greiningardeild RLS hefur ráð-
fært sig óformlega við CERT-IS,
netöryggissveit Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS). Öll samskipti við
dönsk stjórnvöld fara hins vegar
fram á vegum utanríkisráðuneyt-
isins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra hefur sagt að svara
danskra stjórnvalda um málið sé
beðið, en hann hyggst einnig taka
það upp við Tine Bramsen, varnar-
málaráðherra Dana, á næstu dög-
um. »40
Ekki hlustað á Íslendinga
- Ekkert bendir
til að Danir hafi
hlerað Íslendinga
AFP
Hleranir Flemming Drejer, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, hefur
sætt nokkurri gagnrýni vegna njósnasamstarfs Dana við Bandaríkjamenn.
Guðlaugur Þór
Þórðarson