Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 69
DÆGRADVÖL 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
SMÁRALIND
3.-7. júní
Kauphlaup í Smáralind
15% AFSLÁTTUR
af völdum vörumerkjum
DÚKA SMÁRALIND
„ÉG SKAL SEGJA ÞÉR HVAÐ HANN
KOSTAR EN KANNSKI ER BEST AÐ ÞÚ
SETJIST FYRST.“
„ÉG KOM MEÐ HANN TIL ÞÍN SVO HANN
GÆTI BEÐIST AFSÖKUNAR Á FRAMFERÐI
SÍNU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elska líka sjálfa
sig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER LEYNDAR-
DÓMSFULLUR
EF ÞÚ ERT LEYNDARDÓMSFULLUR
ÁTTU EKKI AÐ TILKYNNA FÓLKI AÐ
ÞÚ SÉRT LEYNDARDÓMSFULLUR
HVER SETTI
ÞESSAR REGLUR?
LEYNI-
LÖGGAN
PABBI ÞINN HLJÓP ÚT TIL AÐ
LAGA BILAÐ VAGNHJÓL!
OOO… HANN ER
ALGERÖÐLINGUR!
GET ÉG GERT
EITTHVAÐ TIL AÐ
LAUNA ÞÉR?
OG MATARGAT!
karókígræjum, þá er aldrei að vita
nema þið finnið hana þar. Þuríður er
félagskona í FKA, Emblum og
Rumba, enda er góður félagsskapur
og gott tengslanet mikils virði.
„Allt síðasta ár, sem meira og
minna einkenndist af Covid-
takmörkunum, hefur allur frítími
farið í að endurbyggja eyðibýlið
Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð með
maka og tengdaforeldrum. Fram-
kvæmdin, sem hefur tekið lygilega
stuttan tíma, hefur farið fram úr öll-
um okkar björtustu væntingum og
höfum við búið okkur afdrep sem
nýtt er í öllum frítímum. Afmælis-
helgin verður þar engin undantekn-
ing.“
Fjölskylda
Eiginmaður Þuríðar er Arnbjörn
Ólafsson, f. 5.5. 1973, forstöðumaður
markaðs- og þróunarsviðs hjá Keili,
miðstöð vísinda, fræða og atvinnu-
lífs. Þau búa í suðurbænum í
Hafnarfirði. Foreldrar Arnbjarnar
eru hjónin Ólafur Arnbjörnsson, f.
9.12. 1953, skólameistari Fisktækni-
skólans í Grindavík, og Margrét
Soffía Björnsdóttir, f. 9.2. 1954, list-
málari. Þau búa í Keflavík. Dóttir
Þuríðar og Arnbjarnar er Soffía, f.
13.7. 2018. Börn Arnbjarnar frá
fyrra sambandi eru Silja, f. 10.8.
2001, háskólanemi og Óli, f. 10.5.
2006.
Systur Þuríðar eru Jónína Guð-
björg Aradóttir, f. 9.12. 1982, býr í
Noregi; Anna Guðrún Aradóttir, f.
24.3. 1989, býr á Akureyri. Stjúp-
systir Þuríðar er Auðdís Tinna Hall-
grímsdóttir, f. 3.2. 1988, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Þuríðar eru Ari Sigjón
Magnússon, f. 11.1. 1944, bóndi á
Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð, og
Sigrún Björg Sæmundsdóttir, f.
21.7. 1957, matartæknir og hús-
freyja á Egilsstöðum. Stjúpfaðir
Þuríðar er Hallgrímur Hrafn Gísla-
son, f. 14.5. 1958, vélstjóri, búsettur
á Egilsstöðum.
Þuríður Halldóra
Aradóttir Braun
Sigríður Ólafía Friðbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Súðavík
Norskur sjómaður,
Braun að eftirnafni
Guðbjörg Jónína Braun
húsfreyja á Siglufirði
Sæmundur Jónsson
trillusjómaður og smiður á Siglufirði
Sigrún Björg Sæmundsdóttir
matartæknir á Egilsstöðum
Stefanía Guðrún
Stefánsdóttir
húsfreyja á Siglufirði
Jón Kristjánsson
rafstöðvarstjóri á Siglufirði
Arndís Halldórsdóttir
húsfreyja í Hofskoti
Sigjón Jónsson
bóndi í Hofskoti í Öræfum
Þuríður Halldóra Sigjónsdóttir
bóndi og húsfreyja á Hofi
Magnús Þorsteinsson
bóndi á Hofi í Öræfum
Sigrún Jónsdóttir
húsfreyja á Litla-Hofi
Þorsteinn Gissurarson
bóndi á Litla-Hofi í Öræfum
Úr frændgarði Þuríðar H. Aradóttur Braun
Ari Sigjón Magnússon
bóndi á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð
Ingólfur Ómar sendi mér vísu ogþarfnast hún ekki skýringa:
Laus við erjur arg og nauð
engum hrjáður pínum.
Legg ég rækt við andans auð
öllum stundum mínum.
Á Boðnarmiði orti Hafsteinn
Reykjalín Jóhannesson á þriðjudag:
Segja vil ég ykkur eitt,
að ennþá hjá mér rignir.
Engu get ég um það breytt
og ekki hvenær lygnir.
„Gamall smali kveður“ segir
Guðmundur Arnfinnsson:
Í lofti er ljúfur söngur,
ég labba á stíg sem er þröngur
heiman frá bæ
og held út með sæ,
en er hættur að fara í göngur.
Guðmundur yrkir um „skapstóra
vaxtarræktarkonu“:
Hún Dómhildur digur er
og daglega í ræktina fer,
þá er nú best,
ef hún bálreið sést,
að biðja fyrir sér.
Að gefnu tilefni yrkir Bjarni Sig-
tryggsson:
Undrandi á dýrum hristir sinn haus,
hripar í blöðin sitt andúðar raus.
Í vonzkunnar spretti
hann vill drepa ketti;
siglfirzkur prestur sem gengur þó laus.
Jón Atli Játvarðsson segir:
„Guðni Ágústsson segist hættur í
pólitík, en fer á listann hjá Lilju Al-
freðs í Reykjavík suður. Er nr. 6.
Honum fylgja nokkrar fastmótaðar
skoðanir sem Lilja getur svo sem
ekki svo mikið haggað. Vont eða
gott?“:
Frami Guðna varla vex,
né víxlfrjóvgast þar baunin.
Lilja fær þó Sunnan sex
og salt í opin kaunin.
Jón Atli segir erfitt að fara inn í
kosningar við ójöfn skilyrði ríkis-
stjórnar og stjórnarandstöðu:
Stjórnin fær afrekin engin skráð,
öllum þar kalt til fóta.
Andstaðan þekkir ein þúsund ráð
sem þykja vera til bóta.
Á föstudag orti Friðrik Stein-
grímsson:
Nú er hlýtt við norðurpól
núna grænkar bali,
gleðjumst meðan gyllir sól
grundir, fjöll og dali.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af köttum og gamall
smali kveður