Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Í vikunni barst mér tölvu- póstur frá kennara þess efnis að Flataskóli muni taka þátt í verkefni með UNICEF. Fjár- öflun fyrir UNICEF og fræðsla um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum „virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim“. Svo er talað um „mynd sem þau eiga að sjá sem fjallar um sögu og mikilvægi bólusetninga fyrir börn og hvers vegna það er mikilvægt að tryggja að öll börn fái slíka vörn gegn lífshættulegum sjúkdómum“. Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF, fær hjálp hjá Þórólfi sóttvarnalækni og Nadíu Lóu, formanni ungmennaráðs UNICEF á Ís- landi, til að ræða þetta áhugaverða málefni, segir einnig í póstinum. Þetta vil ég gagnrýna. Ég set spurning- armerki við gagnsemi þess að sýna níu ára krökkum upplýsingamyndbönd um bólusetn- ingar þar sem þau hafa ekki forsendur til að kynna sér málið frá öðrum hliðum. Það eru vaxandi áhyggjur um tilgang og gagnsemi bólusetninga og ekki síst í dag þegar við horf- um upp á að gripið hefur verið til þess ráðs að reyna mRNA-líftæknimeðferð fyrir sem flesta við veiru sem vegur ekki fleiri en flensa hefur gert í gegnum tíðina. Jafnvel hefur maður heyrt að standi til að sprauta börn „fyrir“ þessum vírus sem snertir þau ekki og telja verður í besta falli vafasamt. Er tíma- setningin á þessu myndbandi kannski ekki tilviljun? Það er að sjálfsögðu í höndum for- eldra og aðstandenda að taka ákvarðanir fyr- ir hönd ólögráða einstaklinga um þau mál sem tengjast heilsu og inngripi af því tagi sem bólusetning er í ónæmiskerfi barna en það er hætta á að einhliða um- fjöllun eins og sú sem hér er á dagskrá muni kalla fram ein- hliða umræðu og viðbrögð hjá börnum sem ekki hafa tækifæri né aðgang að fleiri hliðum á þessum mikilvægu og alvarlegu málum sem bólusetningar eru. Hafið þið skoðað hvort um hræðsluáróður sé að ræða í myndbandinu? Er talað þar um að börn geti dáið ef þau fá ekki bólusetningu? Hver er tilgang- urinn með því? Ég frábið mér því að dóttur minni verði sagt beint eða óbeint að hún geti dáið ef hún fái ekki bólusetningar. Ég kæri mig ekki um að greypa það viðhorf í hana. Eitt er að hvetja börn til hreyfingar og úti- vistar og vekja þau til meðvitundar um rétt- indi sín sem einstaklinga, en allt annað að fjalla einhliða um nauðsyn bóluefna í því sam- hengi, það myndi teljast til áróðurs fremur en fræðslu. Þar er um að ræða flókinn málaflokk sem alls ekki allir eru á eitt sáttir um. Ég hvet ykkur því til að endurskoða þá ákvörðun að leyfa sýningu slíks einhliða myndbands fyrir börn sem hafa ekki nægan skilning á málefninu. Eftir Kristínu Johansen »Ég set spurningarmerki við gagnsemi þess að sýna níu ára krökkum upplýsingamyndbönd um bólusetningar. Er tímasetningin tilviljun? Kristín Johansen Höfundur er móðir skólabarna. kristin@flo.is Opið bréf til skóla- stjórnenda Flataskóla Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður núna um helgina og sækist eftir 3. sætinu. Það geri ég til að hafa áhrif á hvernig sam- félagið þróast. Ég vil að börnin mín fái notið að minnsta kosti þeirra tækifæra sem mín kynslóð hefur notið. Ég vil líka að foreldrar mínir og aðrir sem nú teljast til aldraðra geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Ekkert af þessu mun gerast að sjálfu sér. Frelsið skiptir sköpum Sjálfstæðisstefnan, sem byggist á ein- staklingsframtaki og frelsi, hefur skipt sköp- um um að gera Ísland að landi tækifæra og velmegunar. Íslenskt samfélag þarf að stand- ast alþjóðlega samkeppni á næstu árum og áratugum. Við erum vel búin undir þá sam- keppni ef við höfum sjálfstraust til að byggja á okkar eigin trausta grunni og efumst ekki um erindi okkar, hvort sem er í samstarfi með eða í samkeppni við aðrar þjóðir. Léttum byrðarnar Velferð án verðmætasköpunar er ekki möguleg. Fleiri traustar útflutningsstoðir, einkum í greinum sem byggjast á hugviti og nýsköpun, munu tryggja okkur þau lífsgæði sem við viljum njóta. Lífsgæðin verða ekki tekin að láni án þess að skerða þau margfalt hjá þeim sem á eftir koma. Fjötrar á fólk og fyrirtæki í formi skatta og annarra álaga standa lífskjarasókn fyrir þrifum. Þessu þarf að breyta og nú er ekki tíminn til að hika. Lóð á vogarskálar Ég vil helga starfsorku mína óskipta þessu verkefni. Í störfum mínum sem hæstarétt- arlögmaður hef ég öðlast ómetanlega innsýn í fjölbreytta flóru íslensks samfélags og athafnalífs. Ég hef sem aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra undanfarin þrjú ár byggt upp yfirgrips- mikla þekkingu á alþjóða- málum og hef mikla reynslu af því að gæta hagsmuna Ís- lands í alþjóðlegu samhengi. Þá hef ég sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins öðlast dýpri skilning á þeim mál- um sem brenna á kjósendum í Reykjavík. Tökum slaginn Frelsi einstaklingsins á undir högg að sækja. Skilningur á mikilvægi einstaklings- frelsis og einkaframtaks fer þverrandi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður látið hrekja sig í vörn í mörgum grundvall- armálum. Þetta er ekki tíminn til að gera málamiðlanir, þetta er ekki tíminn til að gefa eftir í von um að þurfa ekki að taka slaginn, þetta er ekki tíminn til að draga í land. Þvert á móti, nú sem aldrei fyrr þarf að taka slaginn, verja einstaklingsfrelsið, gagnrýna opinber umsvif og afskipti, og berjast gegn forræðishyggju og ríkisvæðingu á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er ekkert mál að vera fylgjandi frelsi þegar það er í tísku. Það er miklu erfiðara en um leið mikilvæg- ara að gera það þegar á móti blæs. Þetta er sá tími. Eftir Diljá Mist Einarsdóttur Diljá Mist Einarsdóttir » Frelsi einstak- lingsins á undir högg að sækja. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fram- bjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. diljamist@gmail.com Að hika er að tapa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.