Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 73

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við erum mjög spennt en líka svolít- ið stressuð, því þetta er eiginlega frumsýningin okkar sem listrænir stjórnendur,“ segja þau Pétur Ármannsson og Brogan Davison og eiga þar við Vorblót, sameiginlega hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag fimmtudag og stendur alla helgina. Pétur og Brogan eru nýráðnir list- rænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival, en þau hafa bæði verið starfandi sem sjálfstæðir listamenn undanfarin tæp tíu ár. „Í okkar listræna ferli höfum við lagt áherslu á að vera aðgengileg og reynt að koma samtímalistum nær áhorfendum. Það höfum við gert með því að ferðast um landið og sýna á óhefðbundnum stöðum, en líka með því að vinna með fólki sem er ekki endilega þjálfaðir listamenn. Áhersl- an hjá okkur hefur því verið á að vera aðgengileg og vera með húmor. Við viljum líka vera berskjölduð og mannleg. Okkur finnst mjög spenn- andi að taka okkar fyrstu skref í því verkefni að verða listrænir stjórn- endur, með þessi gildi í huga,“ segir Pétur og Brogan bætir við að fyrsta verkefnið sem hún og Pétur unnu saman hafi verið dansverkefni sem varð til þegar faðir Péturs, Ármann Einarsson á Akureyri, sagði henni að hann hefði alið með sér þann draum í fimmtán ár að dansa samtímadans á sviði. „Hann hafði aldrei dansað sam- tímadans áður, þessi þriggja barna faðir og skólastjóri tónlistarskóla, en þar sem ég starfaði þá sem danshöf- undur sá hann tækifæri til að láta draum sinn rætast. Við settum upp sýningu þar sem Ármann lét draum- inn rætast og enduðum á að ferðast með sýningu árum saman út um allan heim. Spurningar sem sýningin vakti voru: Er dans raunverulega fyrir alla? Eða aðeins fyrir fólk sem hefur lært að dansa og þjálfað sig í því? Hver má dansa á sviði? Við komumst að því að dans snýst ekki síður um til- finningu heldur en hvernig hann lítur út fyrir þá sem horfa. Þessar spurn- ingar hafa áhrif á hvernig við nálg- umst þessa danshátíð núna, næstum tíu árum síðar.“ Pétur bætir við að þau vilji með einhverjum hætti sanna að dans sé fyrir alla, að hann sé lýð- ræðislegur. Ballettsæringar og öskurópera Þótt danshátíðin standi aðeins í fjóra daga er dagskráin fjölbreytt. „Á hátíðinni fá listamennirnir frelsi til að kanna mismunandi leiðir til að nálgast áhorfendur, því Covid lokaði á það samband. Þetta er tækifæri til að hittast aftur og sameinast og fyrir vikið verða verkin á hátíðinni með ólíku sniði, bæði tilbúnar sýningar en líka verk í vinnslu. Í Júlíu-dúett Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur, sem er dansverk innblásið af hinum klassíska ballett Rómeó og Júlía eftir Prokofiev, fá áhorfendur að vera í samtali við listamennina og fá að heyra hvað hefur orðið til í ferlinu, til dæmis ballettsæringar í bland við dass af jazzballett, öskur-óperu og hjartslætti. Í opnunarpartýinu í kvöld verða nokkrir mismunandi listamenn úr íslensku sviðslistasenunni með styttri innslög og þau munu ræða sín á milli og beint við áhorfendur um það hvernig það er búið að vera að starfa sem listamaður í þessu ástandi og hvernig það hefur verið fyrir þau sem manneskjur. Hvernig þau hafa haldið sér á lífi, þegar klippt var á þetta samband. Fyrir vikið verður þetta allt mjög lifandi og spennandi. Við viljum að danssenan og dansunn- endur nái að tengjast að nýju á þess- ari hátíð. Það verður líka DJ á opn- unarhátíðinni og þá geta dansþyrstir dansað.“ Börnum boðið að dansa Steinunn Ketilsdóttir verður með dansverk sem skapað er í rauntíma en í verkinu eru allir þættir verksins, hreyfingar, hljóð og ljós skapaðir í augnablikinu og til verður einstök sýning í hvert einasta skipti sem verkið er flutt. Frumsýnt verður nýtt dansverk Ragnheiðar Sigurðardóttur Bjarnarson, þar sem hún er að vinna með fólki sem er henni nákomið og ekki allt dansarar. „Við erum mjög spennt að sjá út- komuna á því, þar sem líkamar af öll- um aldri koma saman og hreyfa sig eftir sínu náttúrulegu eðli. Hver og einn líkami dansar sitt litróf, sínar til- finningar og sín tengsl við fjölskyldu- meðlimi.“ Á laugardaginn mun Reykjavík Dance Festival bjóða öll- um börnum að koma að dansa við taktfasta tónlist DJ Ívars Péturs á Dansverkstæðinu. „Við eignuðumst nýlega okkar fyrsta barn og það hefur verið okkur mjög hugleikið hvernig við getum sameinað það að vera foreldrar lítillar stelpu og farið út og fengið útrás fyrir að dansa. Líka hvernig hún getur fengið útrás fyrir að dansa, því henni finnst ekkert skemmtilegra en að dansa.“ Nánar um vorblótið: reykja- vikdancefestival.com/vorblot2021 Ljósmynd/Margrét Seema Takyar Júlíudúett Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir flytja dansverk innblásið af klassíska ballettinum Rómeó og Júlíu. Ljósmynd/Sigurður Þór Óskarsson Listamenn Brogan og Pétur ásamt dóttur sinni, Írenu Ljósbjörgu. Dans er fyrir alla, lýðræðislegur - „Þetta verður allt mjög lifandi og spennandi,“ segja Pétur Ármannsson og Brogan Davison um Vorblót, sameiginlega hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag, fimmtudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.