Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta hús er hálfgerður skúlptúr
eitt og sér. Það er svo skemmtileg
blanda og kontrast af algjörri sveit
og hreinlínu-nútímaarkitektúr,“ seg-
ir myndlistarkonan Guðrún Benón-
ýsdóttir og á hún þar við nýja Hafn-
arhúsið á Borgarfirði eystra, þar
sem hún er að setja upp sýningar-
röðina Superstructure.
„Rétt við höfnina er fallegur hólmi
og þar er mikið
fuglalíf sem dreg-
ur að margt fólk.
Bæjarstjórnin sá
að þau yrðu að
búa til aðstöðu
fyrir allt þetta
fólk sem streymdi
um höfnina og
þau mættu auk-
inni fólksumferð
með þessu stór-
kostlega húsi. Hafnarhúsið stendur
við litlu bæjarhöfnina og það er
byggt til að mæta ólíkum þörfum, til
dæmis er aðstaða fyrir sjómenn á
jarðhæðinni, fyrir þá sem eru á trill-
um og smábátum á strandveiðum,
svo er kaffihús á miðhæðinni og
sýningarsalur á efri hæðinni,“ segir
Guðrún en þar opnaði um liðna helgi
sýningin Andrými. Þetta er önnur
sýningin í þriggja sýninga röð og þar
sýna nú listamennirnir Anna Hallin,
Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín
Reynisdóttir og Olga Bergmann
verk sín. Listamennirnir hafa unnið
ný verk sérstaklega fyrir sýning-
arrými Hafnarhússins og þar má sjá
skúlptúra og teikningar. Í sýning-
arskrá segir að Hafnarhúsið hafi fal-
legan lagskiptan arkitektúr þar sem
form, ljós og efni móta heildrænan
strúktúr og að listamennirnir nálgist
sýningarrýmið út frá formhugsun og
aðlögun að rýminu. Sýningin And-
rými opnar á flæði á milli hins hug-
læga rýmis og hins áþreifanlega.
Dyrnar opnuðust fyrir okkur
Guðrún segist búa á Borgarfirði
eystri meðan hún vinnur að því að
setja upp sýningar í húsinu. „Ég sé
um nokkrar sýningar yfir sumartím-
ann í nafni ’uns, sem er bókverkaút-
gáfa og sýningarstaður sem ég á í
Berlín. Núna er ég að flytja til Ís-
lands og kem að þessum sýningum í
Hafnarhúsinu með Andra Björg-
vinssyni sem er heimamaður, hann
er ættaður frá Borgarfirði eystri og
dvelur þar á sumrin. Til stóð að setja
upp gagnvirkt náttúrusafn í húsinu,
á efstu hæðinni en það verður
seinna, svo dyrnar opnuðust fyrir
okkur Andra til að sýna þar mynd-
list. Okkur finnst það algjörlega frá-
bært og mjög hugað, þau eru opin
og leyfa okkur að koma að þessu á
eigin forsendum. Við Andri stofnuð-
um þannig sýningarrýmið Glettu í
samvinnu við Auði Völu Gunnars-
dóttur rekstrarstjóra Hafnarhússins
og sýningarnar sem við settum þar
upp síðasta sumar gengu mjög vel,“
segir Guðrún og bætir við að lista-
konurnar fjórar sem sýni núna í
Andrými, hafi fengið frjálsar hend-
ur.
„Við hittumst nokkrum sinnum
áður og veltum fyrir okkur áhersl-
um og það komu upp hugmyndir um
að skoða skúlptúrinn sem margþætt
fyrirbæri. Þá hafði ég í huga þema
sýningarraðarinnar, sem er súper-
strúktúr. Á þessari sýningu eru því
rýmis- og strúktúrpælingar, sem
tengjast sjálfri byggingunni, en hús-
ið er opið í gegn og svolítið eins og
turn eða „monument“, sem býður
upp á ýmislegt.“
Sækir í upplifun frá göngu
Guðrún segir að Olga Bergmann
sé í verki sínu að velta fyrir sér
þversögninni í manngerðri náttúru.
„Hún skoðar skynjun okkar og
skilning á náttúrunni og sýnir sam-
settan skúlptúr sem hún hefur púsl-
að saman úr trjábolum sem hún hef-
ur hirt í görðum þar sem tré hafa
verið felld eða fundið á haugunum.
Skúlptúrinn hennar er í senn líf-
rænn og mekanískur. Blekteikn-
ingar Önnu Hall eru mjög skúlptúr-
ískar því sjónarhornið er ofan frá,
eins og kort af einhverju svæði í
mörgum lögum, enda sækir hún inn-
blástur í loftmyndir af flugmann-
virkjum. Hún veltir fyrir sér brott-
flugi og aðflugi í loftrýminu og
vegakerfinu sem mótað er í svörð-
inn. Manngerðar línur sem mætast
og krossast og liggja eins og net yfir
hver aðra. Kristín er með skúlptúr
sem er samsetning sjö hringforma
sem mynda súlu. Hugmyndina sæk-
ir Kristín í eigin upplifun frá göngu
sólríkan sumardag í fyrra að Dyr-
fjöllum. Þetta er áhugaverð skynjun
á rýminu á milli himins og jarðar og
tengsl sólar við lífið á jörðinni. Inga
er í sínu verki með pælingar um
heimilið og þau efni sem okkur
finnst mikilvægt að taka með okkur
þegar við flytjum á nýjan stað. Þessi
efni eiga samkvæmt hjátrú að
vernda okkur gegn altjóni og því að
líða skort. Hún er líka að velta fyrir
sér landamærum þar sem hún skoð-
ar síbreytilegar leikreglur um
ákveðin svæði. Í skúlptúr hennar
sameinast frumefnin í formi afrísks
borðspils og meðfylgjandi er vídeó-
og hljóðverk þar sem reglugerð er
lesin aftur og aftur,“ segir Guðrún
og bætir við að sýningin standi til
24. júní.
„Þriðja sýningin í Súperstrúktúr-
röðinni verður í júlí og þar munu
sýna þau Geirþrúður Finnboga-
dóttir Hjörvar, sem er reykvísk
listakona og Esteban Rivera, en
hann er kólumbískur vídeólista-
maður sem býr í Berlín.“
Líkar við nálægðina við sjóinn
Guðrún er myndlistarkona og ein
af þeim sem stofnuðu á sínum tíma
Kling & Bang gallerí og hún var síð-
ar í hópnum sem stofnaði Útúrdúr,
bókverkabúð og útgáfu.
„Núna er ég með eigin „opna“
starfsemi sem heitir ’uns, ég skipu-
legg sýningar og útgáfur. Fyrir
Covid fór ég á stórar bókverkamess-
ur, til dæmis til Aþenu, Geneva og í
Berlín, en nú hefur verið smá pása í
því, í bili að minnsta kosti,“ segir
Guðrún sem kom til Borgarfjarðar
eystri beint frá Berlín í fyrra og var
þar allt sumarið og setti upp sýn-
ingar í Glettu.
„Þá var allt lokað vegna Covid, en
alveg magnað að vera fyrir austan.
Ég er sérstaklega hrifin af þessu
pínulitla samfélagi, nálægðinni við
sjóinn og náttúruna, það eru
sveitabæir alveg ofan í þessum litla
bæ. Þetta er algjörlega einstakt,
sjórinn er alveg við bæinn, ströndin
er svo lifandi og mikið afl. Lands-
lagið er opið, fjöllin raða sér í kring-
um bæinn má segja, og það er ein-
staklega fjölbreytt fjallasýn allan
hringinn. Maður fer í hálfgert „nátt-
úrufegurðar“-ástand hérna við að
fylgjast með formum og litabreyt-
ingum dagsins.“
Skúlptúr sem margþætt fyrirbæri
Inga Þórey Hún er með pælingar um heimilið og þau efni sem
okkur finnst mikilvægt að taka með okkur þegar við flytjum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hafnarhúsið Hér má sjá Hafnarhúsið sem sprettur fram úr náttúrunni við litlu bæjarhöfnina á Borgarfirði eystra.
Guðrún
Benónýsdóttir
- „Alveg magnað að vera fyrir austan,“ segir Guðrún Benónýsdóttir sýningarstjóri - Fjórar
listakonur hafa unnið ný verk sérstaklega fyrir sýningarrými Hafnarhússins á Borgarfirði eystra
Kristín Reynisdóttir Hún er með skúlptúr sem
er samsetning sjö hringforma sem mynda súlu.
» „Ég er sérstaklegahrifin af þessu pínu-
litla samfélagi. Þetta er
algjörlega einstakt,
sjórinn er alveg við bæ-
inn, ströndin er svo lif-
andi og mikið afl. Maður
fer í hálfgert „náttúru-
fegurðar“-ástand hérna
við að fylgjast með
formum og litabreyt-
ingum dagsins.“