Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta hús er hálfgerður skúlptúr eitt og sér. Það er svo skemmtileg blanda og kontrast af algjörri sveit og hreinlínu-nútímaarkitektúr,“ seg- ir myndlistarkonan Guðrún Benón- ýsdóttir og á hún þar við nýja Hafn- arhúsið á Borgarfirði eystra, þar sem hún er að setja upp sýningar- röðina Superstructure. „Rétt við höfnina er fallegur hólmi og þar er mikið fuglalíf sem dreg- ur að margt fólk. Bæjarstjórnin sá að þau yrðu að búa til aðstöðu fyrir allt þetta fólk sem streymdi um höfnina og þau mættu auk- inni fólksumferð með þessu stór- kostlega húsi. Hafnarhúsið stendur við litlu bæjarhöfnina og það er byggt til að mæta ólíkum þörfum, til dæmis er aðstaða fyrir sjómenn á jarðhæðinni, fyrir þá sem eru á trill- um og smábátum á strandveiðum, svo er kaffihús á miðhæðinni og sýningarsalur á efri hæðinni,“ segir Guðrún en þar opnaði um liðna helgi sýningin Andrými. Þetta er önnur sýningin í þriggja sýninga röð og þar sýna nú listamennirnir Anna Hallin, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Reynisdóttir og Olga Bergmann verk sín. Listamennirnir hafa unnið ný verk sérstaklega fyrir sýning- arrými Hafnarhússins og þar má sjá skúlptúra og teikningar. Í sýning- arskrá segir að Hafnarhúsið hafi fal- legan lagskiptan arkitektúr þar sem form, ljós og efni móta heildrænan strúktúr og að listamennirnir nálgist sýningarrýmið út frá formhugsun og aðlögun að rýminu. Sýningin And- rými opnar á flæði á milli hins hug- læga rýmis og hins áþreifanlega. Dyrnar opnuðust fyrir okkur Guðrún segist búa á Borgarfirði eystri meðan hún vinnur að því að setja upp sýningar í húsinu. „Ég sé um nokkrar sýningar yfir sumartím- ann í nafni ’uns, sem er bókverkaút- gáfa og sýningarstaður sem ég á í Berlín. Núna er ég að flytja til Ís- lands og kem að þessum sýningum í Hafnarhúsinu með Andra Björg- vinssyni sem er heimamaður, hann er ættaður frá Borgarfirði eystri og dvelur þar á sumrin. Til stóð að setja upp gagnvirkt náttúrusafn í húsinu, á efstu hæðinni en það verður seinna, svo dyrnar opnuðust fyrir okkur Andra til að sýna þar mynd- list. Okkur finnst það algjörlega frá- bært og mjög hugað, þau eru opin og leyfa okkur að koma að þessu á eigin forsendum. Við Andri stofnuð- um þannig sýningarrýmið Glettu í samvinnu við Auði Völu Gunnars- dóttur rekstrarstjóra Hafnarhússins og sýningarnar sem við settum þar upp síðasta sumar gengu mjög vel,“ segir Guðrún og bætir við að lista- konurnar fjórar sem sýni núna í Andrými, hafi fengið frjálsar hend- ur. „Við hittumst nokkrum sinnum áður og veltum fyrir okkur áhersl- um og það komu upp hugmyndir um að skoða skúlptúrinn sem margþætt fyrirbæri. Þá hafði ég í huga þema sýningarraðarinnar, sem er súper- strúktúr. Á þessari sýningu eru því rýmis- og strúktúrpælingar, sem tengjast sjálfri byggingunni, en hús- ið er opið í gegn og svolítið eins og turn eða „monument“, sem býður upp á ýmislegt.“ Sækir í upplifun frá göngu Guðrún segir að Olga Bergmann sé í verki sínu að velta fyrir sér þversögninni í manngerðri náttúru. „Hún skoðar skynjun okkar og skilning á náttúrunni og sýnir sam- settan skúlptúr sem hún hefur púsl- að saman úr trjábolum sem hún hef- ur hirt í görðum þar sem tré hafa verið felld eða fundið á haugunum. Skúlptúrinn hennar er í senn líf- rænn og mekanískur. Blekteikn- ingar Önnu Hall eru mjög skúlptúr- ískar því sjónarhornið er ofan frá, eins og kort af einhverju svæði í mörgum lögum, enda sækir hún inn- blástur í loftmyndir af flugmann- virkjum. Hún veltir fyrir sér brott- flugi og aðflugi í loftrýminu og vegakerfinu sem mótað er í svörð- inn. Manngerðar línur sem mætast og krossast og liggja eins og net yfir hver aðra. Kristín er með skúlptúr sem er samsetning sjö hringforma sem mynda súlu. Hugmyndina sæk- ir Kristín í eigin upplifun frá göngu sólríkan sumardag í fyrra að Dyr- fjöllum. Þetta er áhugaverð skynjun á rýminu á milli himins og jarðar og tengsl sólar við lífið á jörðinni. Inga er í sínu verki með pælingar um heimilið og þau efni sem okkur finnst mikilvægt að taka með okkur þegar við flytjum á nýjan stað. Þessi efni eiga samkvæmt hjátrú að vernda okkur gegn altjóni og því að líða skort. Hún er líka að velta fyrir sér landamærum þar sem hún skoð- ar síbreytilegar leikreglur um ákveðin svæði. Í skúlptúr hennar sameinast frumefnin í formi afrísks borðspils og meðfylgjandi er vídeó- og hljóðverk þar sem reglugerð er lesin aftur og aftur,“ segir Guðrún og bætir við að sýningin standi til 24. júní. „Þriðja sýningin í Súperstrúktúr- röðinni verður í júlí og þar munu sýna þau Geirþrúður Finnboga- dóttir Hjörvar, sem er reykvísk listakona og Esteban Rivera, en hann er kólumbískur vídeólista- maður sem býr í Berlín.“ Líkar við nálægðina við sjóinn Guðrún er myndlistarkona og ein af þeim sem stofnuðu á sínum tíma Kling & Bang gallerí og hún var síð- ar í hópnum sem stofnaði Útúrdúr, bókverkabúð og útgáfu. „Núna er ég með eigin „opna“ starfsemi sem heitir ’uns, ég skipu- legg sýningar og útgáfur. Fyrir Covid fór ég á stórar bókverkamess- ur, til dæmis til Aþenu, Geneva og í Berlín, en nú hefur verið smá pása í því, í bili að minnsta kosti,“ segir Guðrún sem kom til Borgarfjarðar eystri beint frá Berlín í fyrra og var þar allt sumarið og setti upp sýn- ingar í Glettu. „Þá var allt lokað vegna Covid, en alveg magnað að vera fyrir austan. Ég er sérstaklega hrifin af þessu pínulitla samfélagi, nálægðinni við sjóinn og náttúruna, það eru sveitabæir alveg ofan í þessum litla bæ. Þetta er algjörlega einstakt, sjórinn er alveg við bæinn, ströndin er svo lifandi og mikið afl. Lands- lagið er opið, fjöllin raða sér í kring- um bæinn má segja, og það er ein- staklega fjölbreytt fjallasýn allan hringinn. Maður fer í hálfgert „nátt- úrufegurðar“-ástand hérna við að fylgjast með formum og litabreyt- ingum dagsins.“ Skúlptúr sem margþætt fyrirbæri Inga Þórey Hún er með pælingar um heimilið og þau efni sem okkur finnst mikilvægt að taka með okkur þegar við flytjum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hafnarhúsið Hér má sjá Hafnarhúsið sem sprettur fram úr náttúrunni við litlu bæjarhöfnina á Borgarfirði eystra. Guðrún Benónýsdóttir - „Alveg magnað að vera fyrir austan,“ segir Guðrún Benónýsdóttir sýningarstjóri - Fjórar listakonur hafa unnið ný verk sérstaklega fyrir sýningarrými Hafnarhússins á Borgarfirði eystra Kristín Reynisdóttir Hún er með skúlptúr sem er samsetning sjö hringforma sem mynda súlu. » „Ég er sérstaklegahrifin af þessu pínu- litla samfélagi. Þetta er algjörlega einstakt, sjórinn er alveg við bæ- inn, ströndin er svo lif- andi og mikið afl. Maður fer í hálfgert „náttúru- fegurðar“-ástand hérna við að fylgjast með formum og litabreyt- ingum dagsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.