Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
✝
Hólmsteinn
Ottó Stein-
grímsson fæddist
4. desember 1923 á
Blönduósi. Hann
lést á Landspít-
alanum 23. maí
2021.
Foreldrar hans
voru Helga Dýrleif
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 1895, d.
1995 og Stein-
grímur Árni Björn Davíðsson,
skólastjóri og vegaverkstjóri,
f. 1891, d. 1981.
Systkini hans eru: Anna Sig-
ríður, f. 1919, d. 1993, Aðal-
heiður Svava, f. 1921, d. 2014,
Árdís Olga, f. 1922, d. 2010,
Hersteinn Haukur, f. 1925,
Steingrímur Hásteinn f. 1926,
d. 1926, Brynhildur Fjóla, f.
1927, d. 1993, Jóninna Guðný,
f. 1928, d. 2015, Hásteinn Bryn-
16. júní 1954, d. 2. desember
2020, Helga Hólmsteinsdóttir,
f. 24. febrúar 1956 og Stein-
grímur Einar Hólmsteinsson, f.
18. september 1957.
Eftirlifandi maki Herdísar
er Baldur Garðarsson, f. 1950.
Stjúpsonar Herdísar og barn
Baldurs er Gestur Baldursson,
f. 1974. Börn hans eru: a) El-
ísabet Lilja Gestsdóttir, f. 2003,
b) Maríana Mist, f. 2007 og c)
Konráð Viktor, f. 2014. Börn
Herdísar og Baldurs eru: a)
Ása, f. 1981, maki Pétur Gunn-
arsson. Börn þeirra eru Hólm-
steinn, f. 2018 og Ada María, f.
2020. b) Davíð Arnar, f. 1987.
Barn Helgu og Sigurðar Jak-
obs Jónssonar er Guðný Lilja
Sigurðardóttir, f. 1982, d. 1982.
Börn Steingríms og Mar-
grétar J. Rafnsdóttur eru: a)
óskírður drengur, f. 1980, d.
1980. b) Harpa Steinunn, f.
1981, maki Unnar Örn Unn-
arsson. Börn þeirra eru Selma
Katrín, f. 2011, Viktor Már, f.
2014 og Sara Margrét, f. 2017.
c) Rafn, f. 1987, maki Nic Bi-
zub. d) Orri Steinar, f. 1992,
maki Sandra Blöndal. Barn
þeirra er Apríl, f. 2016.
Hólmsteinn ólst upp á
Blönduósi og lauk þar prófi frá
Unglingaskólanum á Blöndu-
ósi. Hann útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík ár-
ið 1943. Framhaldsnám í
Bryant College, Providence
R.I. í Bandaríkjunum sem hann
lauk árið 1947.
Hólmsteinn á yfirgripsmik-
inn feril að baki sem hófst í
Kaupfélagi Húnvetninga á
Blönduósi. Við heimkomu frá
Bandaríkjunum starfaði Hólm-
steinn í Landsbankanum, eða
frá 1947-1983, síðustu árin sem
deildarstjóri erlendra við-
skipta.
Hólmsteinn var formaður
Taflfélags Reykjavíkur 1966-
1974 og sat einnig í stjórn
Skáksambands Íslands um
skeið.
Hólmsteinn og Ása byggðu
sér hús í Hófgerði 11, Kópa-
vogi og áttu þar heimili allan
sinn búskap.
Hólmsteinn verður lagður til
hinstu hvílu frá Hjallakirkju í
dag, 3. júní 2021, klukkan 13.
leifur, f. 1929, d.
2018, Sigþór Reyn-
ir, f. 1931, d. 2020,
Steingrímur Dav-
íð, f. 1932, d. 2017,
Jón Pálmi, f. 1934,
d. 2001, stúlka, f.
1936, d. 1936 og
Sigurgeir, f. 1938.
Barn með Jó-
hönnu Loftsdóttur:
Jódís, f. 1949, d.
1991. Börn hennar
eru: a) María Rut Östlund, f.
1968, d. 1968, b) Ólafur Unn-
steinsson, f. 1982.
Hólmsteinn giftist 12.5. 1954
konu sinni Ásu Sigríði Einars-
dóttur, fv. deildarstjóra Spari-
sjóðs Kópavogs. Fædd á Nöf
við Hofsós í Skagafirði 12. maí
1925, dáin 5. nóvember 2011.
Ása og Hólmsteinn eign-
uðust þrjú börn, þau eru:
Herdís Hólmsteinsdóttir, f.
Elsku afi minn,
lífið er langt en samt svo stutt,
elsku besti vinur minn.
Þú gafst mér svo mikið bæði
sem manneskja og sem afi minn.
Þegar mamma (Herdís) féll frá,
þá áttir þú mjög erfitt með það
og tókst það alltaf fram að hún
hefði verið svo góð manneskja.
Það varst þú líka og okkar sam-
band var einstakt.
Við áttum reglulega í mjög
góðum samræðum um tilvistina,
vísindi, heimspeki, tónlist,
myndlist og hvaðeina. Við vor-
um líka svo oft sammála þrátt
fyrir að tæp sextíu ár skildu
okkur að. Við gátum gleymt
okkur í einskonar töfraveröld,
þar sem við ræddum ýmis óræð
fyrirbæri eins og svarta efnið í
himingeimnum sem er óútskýrt,
nú eða tilvistina og hversu lík-
legt væri að hún væri í raun
hringrás, en ekki háð hinum
klassíska skilningi á upphafi og
enda. Og þér fannst það afskap-
lega rökrétt að við skulum bæði
hafa fengið, ásamt pabba mínum
Baldri, bréf frá Kára Stefáns-
syni þar sem hann ætlaði að
rannsaka listamannagenið. Ég á
mér innri löngun til þess að
rækta það gen frekar og stefni
ég á það í framtíðinni.
Þú kenndir mér að tefla og
varst manneskja sem hafði áhrif
á skákmenningu á Íslandi og því
er ég gríðarlega stolt af. Þú
kenndir mér gagnrýna hugsun
og þú hvattir mig alltaf í því
námi sem ég tók mér fyrir
hendur. Þú vildir helst að ég
færi inn á þing, en þó ekki, því
pólitík getur verið rætinn stað-
ur.
Þú varst framarlega í öllum
tækninýjungum, þú og amma
áttuð fyrsta sjónvarpið í hverf-
inu og börnin höfðu ánægju af
að njóta. Þú keyptir allar sjón-
varpsstöðvar sem voru í boði allt
til dagsins í dag og þú horfðir
mikið á og last erlendar fréttir.
Elsku afi minn, þú varst líka
svo skemmtilegur með góðan
húmor. Ég gleymi því ekki
hvernig þú gast hlegið svo mikið
að þú áttir erfitt með andar-
drátt, – og þannig lífsgleði og
húmor vil ég upphefja. Vilja-
sterkur, góður, minnugur og
skilningsríkur, þetta eru allt orð
sem ég tengi við þig.
Þú tengdir mikið við hann
Pétur minn og börnin okkar,
Hólmstein nafna þinn og Ödu
Maríu. Mér þótti svo vænt um
það að þú gætir fylgst með
þeim, þó í stutta stund væri.
Elsku afi minn, ég sakna þín
strax og mun sakna þín alla
daga.
Að lokum þegar tilvist okkar týnd og
grafin er
og ókominna alda börn hér yndi finna
sér
þeim hvísli blærinn lítið ljóð svo langt
um tímans haf
um háa höll og þyrnirós sem þúsund
ár þar svaf
og þann sem leysir álög öll og alheim
lífið gaf.
(Hólmsteinn Steingrímsson)
Ása Baldursdóttir.
Það er skrítið að þú sért far-
inn, elsku afi. Þó svo að ef litið
er til meðalævilengdar íslensku
þjóðarinnar þá er það auðvitað
ekkert mjög skrítið að 97 ára
gamall maður yfirgefi þennan
heim.
En samt er það skrítið, þar
sem við héldum einhvern veginn
að þú yrðir hérna alltaf, enda
varstu skýr í kollinum alveg
fram á síðasta dag og með þrek
og heilsu á við miklu yngri
mann sem skýrist af því að þú
varst duglegur að halda þér við
og hreyfa þig.
Þegar við vorum lítil gekkstu
jafnvel daglega upp á Esjuna og
stundum þegar við horfðum út
um gluggann á Esjuna af heimili
okkar þá hugsuðum við: Ætli afi
sé uppi á Esjunni núna? Þessar
Esjuferðir þínar hafa líklega
hjálpað til við að við fengum að
hafa þig hjá okkur svona lengi,
að þú fékkst að sjá barnabörnin
verða fullorðin og mörg hver
jafnvel miðaldra og kynnast
barnabarnabörnunum.
Við erum ótrúlega þakklát
fyrir hvað þið Ása amma voruð
dugleg við að styðja við okkur,
enda bjuggu nánast öll barna-
börnin hjá ykkur í Hófgerðinu
um tíma, í einni af þeim íbúðum
sem þú hólfaðir þetta stóra hús,
sem þú byggðir sjálfur, niður í
eftir að börnin ykkar fóru að
heiman. Þannig fórum við úr
hreiðrinu – úr foreldrahúsum,
með stoppi á æskuheimili for-
eldris okkar.
Okkur þótti alltaf vænt um
Hófgerðið, og sérstaklega var
gott þegar við vorum lítil að
gista heima um helgar hjá afa
og ömmu, þar sem við gátum
horft á barnaefnið á Stöð 2,
gætt okkur á kóngabrjóstsykri
og tobleróni og fengum svo 100
kr. til þess að fara út í sjoppuna
á horninu við hliðina á fiskbúð-
inni til að kaupa bland í poka.
Þangað var líka stutt að labba í
heimsókn eftir sundferðir í
Sundlaug Kópavogs eða fá að
koma í hádegismat í hádegis-
hléinu í Menntaskólanum í
Kópavogi.
Oft verður fólk þegar það
kemst á efri ár fast í fortíðinni
og lætur jafnvel eins og allt hafi
verið betra áður fyrr. Þannig
varst þú aldrei. Þú hafðir gaman
af nýjungum og horfðir ávallt
fram á veginn. Sem dæmi má
taka þegar eitt af okkur sýndi
þér iPad í fyrsta skipti, þá
varstu svo heillaður að þú
hringdir strax daginn eftir og
baðst um að fá kennslu. Þú
hafðir nefnilega brunað strax í
kjölfarið niður í Elko og tryggt
þér eitt stykki sjálfur.
Ég vona að við höfum vit á
því þegar við sjálf komumst á
efri ár að hafa framkvæmda-
gleði, góðmennsku þína og elju
að leiðarljósi, og þá sérstaklega
að hafa vit á því að vera ekki
hrædd við breytingar og horfa
spennt fram á veginn.
Hvíldu í friði, elsku afi, þú átt
það svo sannarlega skilið.
Harpa Steinunn Stein-
grímsdóttir, Rafn Stein-
grímsson og Orri
Steinar Steingrímsson.
Elsku afi minn. Síðustu árin
þín voru okkar allra bestu ár.
Afkomendurnir voru alltaf í
uppáhaldi hjá þér og það vant-
aði ekki montið þegar barna-
barnabörnin voru rædd. Þér
þótti nú ekki leiðinlegt að fá
heimsóknir frá þeim og í hvert
skipti sem ég fékk Hólmstein
litla lánaðan með mér í heim-
sókn til þín þá skein af þér
gleðin.
Þú hafðir áhuga og skoðanir á
svo til öllu á milli himins og
jarðar, og á ég eftir að sakna
þess að ræða við þig um vísindi,
heimspeki og pólitík. Hvar sem
þú ert í alheiminum núna þá veit
ég að þú ert sáttur með þau fjöl-
mörgu ár sem þú fékkst úthlut-
uð. Hvíldu í friði elsku afi minn.
Davíð Arnar Baldursson.
Hólmsteinn Steingrímsson,
móðurbróðir minn, hefur nú
kvatt þessa tilveru í hárri elli og
er horfinn til annarrar. Spurn-
ingin um tilvist okkar mannkyns
var honum ofarlega í sinni og
áttum við langt samtal um þetta
á ættarmóti fyrir nokkrum ár-
um. Sagt er að þegar fólk nálg-
ast endalokin fari það að verða
trúaðra en það hefur verið.
Þetta átti ekki við um Hólm-
stein. Hann velti við hverjum
steini í þessum pælingum en
Hólmsteinn var víðlesinn og
fróður. Hér útilokaði hann ekk-
ert enda til fjöldi trúarbragða
sem hann þekkti vel til. Málið
var vegið á altari skynseminnar
enda Hólmsteinn óvenju greind-
ur en það er hugtak sem Hún-
vetningar leggja mikla áherslu
á.
Þó líkamlegt ástand Hólm-
steins hafi farið að rýrna var
hugurinn sá sami. Hann fylgdist
vel með og las mikið. Mér er
það minnisstætt þegar ung dótt-
ir mín kom til mín fyrir um ára-
tug og spurði mig hver þessi
Hólmsteinn væri sem vildi vera
vinur hennar á fésbókinni. Á
þeim tíma var ekki ég inni á
þessum miðli. Þetta segir sína
sögu um Hólmstein. Þarna var
hann farinn að nota þennan mið-
il löngu á undan mér og fylgdist
með.
Ég er Hólmsteini þakklátur
fyrir margt en frá því að ég var
lítill sýndi hann mér ávallt
áhuga og ræddi við mig sem
fullorðinn mann. Á þessum ár-
um kom stórfjölskyldan oft sam-
an af alls konar tilefni. Ef ekki
var verið að tefla þá var verið að
ræða um ýmis málefni og þar
gat Hólmsteinn lagt margt
skynsamlegt til. Mér er það sér-
staklega minnisstætt að þegar
ég var 12 ára fékk ég verðlaun
fyrir námsárangur í skóla. Þetta
var bók um Mið-Afríku, stór
bók, með mörgum myndum. Ég
man að ég las þessa bók þótt
málefnið væri nokkuð fjarlægt. Í
fjölskylduboði nokkru seinna
barst þetta í tal. Kom þá á dag-
inn að Hólmsteinn var öllum
knútum kunnugur á þessum
slóðum þó ekki væri þetta neitt í
fréttum á þessum tíma. Þetta
sýnir aðeins hversu víðlesinn
Hólmsteinn var.
Hólmsteinn var sá eini úr
stórfjölskyldunni sem fór í við-
skiptanám og starfaði sem slík-
ur hjá Landsbankanum allan
sinn starfsaldur og átti þar far-
sælan feril að því er ég best
veit.
Hólmsteinn átti það til að
vera viðutan og til eru sögur af
honum þar sem hann gleymdi
bílnum og fór heim í strætó eða
gleymdi jafnvel eiginkonu sinni,
Ásu, sem látin er fyrir löngu. Á
þessum stundum hefur frændi
ábyggilega verið að íhuga innstu
rök tilverunnar.
Ég kveð með hlýjum hug
móðurbróður minn og votta að-
standendum, börnum hans og
barnabörnum samúð mína.
Helgi Sigurðsson.
Hólmsteinn
Steingrímsson
✝
Þóra fæddist í
Reykjavík 17.
nóvember 1929.
Foreldrar hennar
voru Þorleifur
Jónsson loft-
skeytamaður, f. 6.1.
1909, d. 3.7. 1989,
og Guðmunda Dag-
björt Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f.
20.2. 1908, d. 2.8.
1999. Bróðir Þóru
var Jón Norðfjörð rafvirkja-
meistari, f. 1.12. 1928, d. 31.5.
2016.
Þóra giftist 26.12. 1951 Páli
Sigurði Jónssyni rafvirkjameist-
ara, f. 15.7. 1925, d. 11.10. 2018.
Foreldrar hans voru Jón Páls-
son skipstjóri frá Haukadal, f.
27.9. 1895, d. 1.1. 1949, og Matt-
hildur Kristjánsdóttir húsfreyja,
1949. Börn Matthildar eru Rein-
hold Páll, f. 13.6. 1978, d. 29.7.
1984, Róbert Þórir, Rósa Svava
og Páll Sigurður.
Langömmubörnin eru 25.
Þóra fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Hún lærði hár-
greiðslu hjá Gróu Sigmunds-
dóttur, lauk sveinsprófi 1945 og
fékk meistarabréf 1958. Hún
var með eigin hárgreiðslustofu
heima, þar til hún fór að vinna á
Vífilsstaðaspítala 1965 við að-
hlynningu, og vann þar til 1995.
Þóra tók virkan þátt í Kven-
félagi Garðahrepps, spilaði
bridds með manni sínum og vin-
um og saman ferðuðust þau víða
um heiminn. Páll og Þóra
byggðu sér gott einbýlishús í
Garðabæ, þar sem þau bjuggu í
hartnær 50 ár og börnin ólust
upp. Þau bjuggu síðan í Hafn-
arfirði í u.þ.b. 10 ár, eða þar til
þau fóru bæði á Ísafold, hjúkr-
unarheimili Hrafnistu í Garða-
bæ.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 3. júní 2021, klukk-
an 15.
f. 23.3. 1900, d. 2.1.
1995.
Börn þeirra eru:
1) Jón Vilhelm, f.
9.8. 1951, maki Sal-
ome Kristín Jak-
obsdóttir, f. 5.1.
1954. Börn þeirra
eru Hafdís Ósk og
Páll Þórir.
2) Guðmundur
Þorleifur, f. 11.5.
1953, maki Ásta
Gísladóttir, f. 26.11. 1954. Börn
þeirra Unnur María, Guðmunda
Dagbjört og Þóra Sif.
3) Anna Sigríður, f. 5.4. 1955,
maki Karl Tómasson, f. 28.12.
1952. Börn þeirra eru Eygló
Fríða, Tómas, Svanur og Vikt-
oría Kolfinna.
4) Matthildur, f. 31.7. 1960,
maki Birgir Ragnarsson, f. 13.3.
Elsku móðir mín kær
ætíð varst þú mér nær,
ég sakna þín, góða mamma mín.
Já, mildi var þín hönd
er vanga þú straukst,
ef eitthvað bjátaði á.
Ég minning um þig geymi
og aldrei ég gleymi,
hve trygg þú varst mér og góð.
Ég kveð þig, mamma,
og geymi í ramma
í hjarta mínu minningu um þig.
(Gylfi V. Óskarsson)
Hvíldu í friði elsku mamma.
Þín
Matthildur (Hildur).
Að eiga sterka kvenfyrir-
mynd er ómetanlegt fyrir allar
ungar stúlkur og vorum við
systurnar einstaklega heppnar
að hafa þig í lífi okkar. Þú varst
fyndin, skörp, skaprík, ákveðin,
dugleg og mikill dýravinur. Þér
féll aldrei verk úr hendi og
vannst fyrir öllu sem þú áttir.
Við vissum það allar að enginn
gat vaðið yfir hana ömmu okk-
ar, sem lét skoðanir sínar aldrei
liggja ósagðar. Við erum ein-
staklega þakklátar fyrir að hafa
haft konu eins og þig sem fyr-
irmynd í lífi okkar. Þú sýndir
okkur hvernig við gætum orðið
sterkar og sjálfstæðar konur
sem láta heiminn ekki valta yfir
sig. Þú kenndir okkur að við
eigum alltaf að segja hug okkar
og halda höfðinu hátt, þó á móti
blási.
Þú varst ekki bara skörp,
skaprík og staðföst, þú varst
líka algjör skvísa. Þú varst ein
mesta pæja sem við vissum af,
alltaf með fallegt hár og í glæsi-
legum fötum. Heimili ykkar
Palla afa á Löngufitinni, sem
þið byggðuð saman, var alltaf
svo fínt og fallegt. Þú varst svo
mikill fagurkeri, alltaf jafn gam-
an að skoða fallega skrautmuni
í hillunum og myndirnar á
veggjunum þegar við komum í
heimsókn, margt eftir þig sjálfa.
Þú ýttir undir áhuga okkar á
sköpun og hinu fallega í lífinu.
Snyrtiborðið vakti líka mikla
lukku enda var það eins og úr
kvikmynd fyrir okkur, en við
vissum að við máttum ekki fikta
í því. Heimilið ykkar var ekki
bara heimili, því sum kvöldin
breyttist það í hárgreiðslustofu
og ekki nóg með það, þá starf-
aðir þú líka við umönnun á Víf-
ilsstöðum og ólst upp börn á
sama tíma. Handlagin varstu
svo um munaði og prjónið sem
prýddi börn og barnabörn alltaf
óaðfinnanlegt. Þú varst mjög
ánægð með stelpuhópinn hans
pabba og sagðir einu sinni við
hann að hann ætti ekkert með
það að gera að ala upp stráka
… það var alltaf stutt í húm-
orinn. Þú varst svo einstakur
karakter og kenndir okkur svo
margt. Þú varst hreint út sagt
ótrúleg kona, elsku amma okk-
ar. Mikið vorum við systur
heppnar að eiga þig að. Þú
verður í hjörtum okkar að eilífu.
Kveðja,
Unnur María, Guðmunda
Dagbjört, Þóra Sif.
Í dag kveð ég Þóru ömmu.
Ömmu sem var mér svo kær,
leit upp til, var auðvelt að gant-
ast við og var alltaf til staðar
fyrir mig. Ég var svo heppin að
alast upp með ömmu og afa í
næsta húsi, þar sem ég dvaldi
löngum stundum, hvort það var
að fá að sofa nótt, eða kúra þeg-
ar hún kom heim af næturvökt-
um. Alltaf gaf hún sér tíma til
að spjalla eða spila við mig, og
við eyddum líka löngum tíma í
að fylgjast með hvort hann afi
væri að svindla í kaplinum. Að
fá að gramsa í fjársjóðsskúff-
unum hennar og máta skart-
gripina Bæjarferðirnar á
Laugaveginn sem enduðu á
kaffihúsi, en breyttust svo í
Tommaborgara, þegar þeir
komu, en fátt fannst henni
betra, nema þá kannski góð
pylsa. Silfrið hennar sem ég
pússaði fyrir jólin, til að fá
vasapening, en afi greyið þurfti
svo að pússa megnið af. Sól-
böðin okkar í garðinum hennar.
Alltaf gat ég leitað til hennar,
hvort sem það var til að spjalla,
setja í mig permanent, kíkja í
fataskápinn eða á skartgripina,
eða fá bílinn lánaðan. Tímarnir
okkar saman á Laugarvatni í
seinni tíð, eru dýrmætar minn-
ingar.
Amma var sterk kona, og
þrátt fyrir heilablóðföllin sem
hún fékk á seinni árum og af-
leiðingar þeirra, var alltaf stutt
í húmorinn, alltaf hægt að hlæja
með henni. Þessi tími sem ég
átti með henni, og væntumþykj-
an sem hún sýndi mér og börn-
um mínum, er okkur endalaust
kær.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku amma
mín, og takk fyrir allt.
Eygló.
Þóra Eygló
Þorleifsdóttir