Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sauðárkrókur og sveitirnar í kring
hafa fengið betri tengingu við
byggðalínuna með jarðstreng frá
Varmahlíð og tengivirki á báðum
stöðum. Mun þetta auka afhending-
aröryggi raforku og skapa mögu-
leika á að mæta aukinni eftirspurn
eftir raforku á Sauðárkróki, eftir því
sem flutningur inn á svæðið leyfir.
Unnið er að hliðstæðum fram-
kvæmdum víðar um landið.
Landsnet er að endurnýja tengi-
virki á nokkrum stöðum. Nýju tengi-
virkin eru af nýrri kynslóð. Þau eru
yfirbyggð og stýribúnaður í tölvum
þannig að þau eru stafræn. Eykur
þetta mjög öryggi tengivirkjanna.
Auðveldar eftirlit
Landsnet er að taka í notkun sex
snjallvirki um þessar mundir og
Guðlaugur Sigurgeirsson, yfirmaður
eignastjórnunar og stafrænnar þró-
unar hjá Landsneti, segir að þau
verði orðin 20 eftir tvö eða þrjú ár.
Er fyrirtækið í forystu í snjallvæð-
ingu tengivirkja á heimsvísu, að
hans mati.
Guðlaugur segir að með snjall-
tækninni og tilheyrandi aðgangi að
ljósleiðara sé unnt að gera ýmsar
mælingar, sem erfitt hafi verið að
gera áður, og fá niðurstöðurnar á að-
gengilegum gögnum út úr tengi-
virkjunum. Með því sé hægt að
fylgjast betur með ástandi búnaðar-
ins. Líkir hann þessu við snjallvæð-
ingu heimilanna þar sem hægt er að
stýra búnaði og tækjum á heimilinu
og hafa eftirlit með húsinu.
Annar mikilvægur ávinningur er
að með snjalltækninni er hægt að
auka öryggi starfsmanna sem þjón-
usta tengivirkin. Þeir þurfa ekki að
vera eins tengdir háspennubúnaði
og þeir eru í dag.
Tengivirkin í Varmahlíð og á
Sauðárkróki eru af þessari nýju
kynslóð. Þau voru tekin í notkun í
fyrradag ásamt jarðstrengnum sem
liggur á milli þeirra. Nýja tengivirk-
ið á
Sauðárkróki var byggt í iðnaðar-
hverfi og verður það gamla rifið í
kjölfarið en það er við íbúðahverfi.
Spennuhækkun og strengur
Í gærkvöldi var spennusett nýtt
tengivirki á Hnappavöllum í Öræfa-
sveit. Rarik sem er dreifiveitan á
svæðinu óskaði eftir nýjum afhend-
ingarstað raforku á þessum stað,
meðal annars vegna uppbyggingar
ferðaþjónustu. Nýi afhendingarstað-
urinn gerir það kleift að taka orku út
af Suðurlínu á þessum stað en fyrir
er afhendingarstaður við
Kirkjubæjarklaustur.
Landsnet lýkur á næstu vikum
miklum framkvæmdum á Aust-
fjörðum. Felast þær í spennuhækk-
un í raforkuflutningi niður á firði
sem eykur afköst flutningslína.
Jafnframt er lagður jarðstrengur til
Neskaupstaðar til viðbótar núver-
andi loftlínu og byggð ný tengivirki
á Eskifirði og við Egilsstaði.
Enn ein framkvæmdin er nýtt
tengivirki við þjóðveginn rétt austan
við Þjórsárbrú. Kallast staðurinn
Lækjartún. Nýr jarðstrengur er
jafnframt lagður frá Lækjartúni að
Hellu. Nils Gústavsson, fram-
kvæmdastjóri framkvæmda- og
rekstrarsviðs Landsnets, segir að í
Lækjartúni sé tekin orka út af Búr-
fellslínu 2, sem flytur raforku frá
virkjunum á Þjórsársvæði til höfuð-
borgarsvæðisins, með því að tengja
hana við Suðurland. Snýst hún um
að fjölga tengipunktum á megin-
flutningskerfinu og auka með því af-
hendingaröryggi og skapa mögu-
leika á að flytja meiri orku inn á
svæðið. Þar hefur álag aukist veru-
lega á síðustu árum. Stefnt er að því
að ljúka framkvæmdum þar
snemma á næsta ári.
Tengja Norður- og Austurland
Árið 2020 var mesta fram-
kvæmdaár Landsnets frá upphafi en
þá var fjárfest fyrir 11,2 milljarða í
meginflutningskerfi raforku í land-
inu. Framkvæmdirnar í ár slaga upp
í það. Nils segir áætlað að þær verði
á bilinu 10-11 milljarðar króna.
Þar vega þungt stórframkvæmdir
við byggðalínuna, það er að segja
Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 en
saman tengja þessar línur Akureyri
og Fljótsdalshérað.
Vegna þess hversu seint vorar á
Norðurlandi eru framkvæmdir við
Kröflulínu eitthvað á eftir áætlun.
Verið er að setja upp síðustu möstr-
in og tengja leiðarana á möstrin.
Línan verður spennusett seinnihluta
sumars.
Framkvæmdir við Hólasandslínu
verða í hámarki í sumar. Nú er verið
að leggja jarðstreng í Eyjafirði og
leggja slóða og undirbúa uppsetn-
ingu mastra á loftlínuleiðinni. Upp-
setning mastra hefst á næstu vikum.
Áætlað var að ljúka framkvæmdinni
á þessu ári en Nils segir að veður
fyrrihluta næsta vetrar ráði því
hvort það takist.
Taka í notkun sex ný snjallvirki
- Landsnet framkvæmir fyrir 10-11 milljarða í ár - Ný kynslóð tengivirkja með snjalllausnum tekin
í notkun víða um landið - Sauðárkrókur kominn með nýja tengingu og Norðfjörður brátt tengdur
Ljósmyndir/Landsnet
Lækjartún Nýtt tengivirki Landsnets rís við Suðurlandsveg, rétt austan við Þjórsárbrú. Kemst í gagnið um áramót.
Sauðárkrókur Samræmt útlit er á nýjum tengivirkjum Landsnets.
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Sveitarfélögin í Austur-Húna-
vatnssýslu fá 20 milljóna króna
styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga til að undirbúa og stofna um-
hverfisakademíu í grunnskólanum
á Húnavöllum. Sameiningarnefnd
sveitarfélaganna sótti um styrkinn
til að geta hafist handa við undir-
búning.
Samþykktin er gerð með fyrir-
vara um að af sameiningu sveitar-
félaganna verði og að mennta- og
menningarmálaráðuneytið veiti já-
kvæða umsögn um starfsemi skól-
ans. Samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra hefur samþykkt
úthlutun styrksins.
Íbúar Blönduósbæjar, Sveitarfé-
lagsins Skagstrandar, Húnavatns-
hrepps og Skagabyggðar greiða
atkvæði um sameiningu sveitar-
félaganna nú á laugardag. Verði af
sameiningu er ljóst að Húnavalla-
skóli í Húnavatnshreppi verður
sameinaður Blönduskóla. Börnum
hefur fækkað og er laust húspláss
fyrir nýja starfsemi. Kom upp sú
hugmynd að stofna þar skóla í um-
hverfisfræðum með lýðskólafyrir-
komulagi og er verkefnið nefnt
Umhverfisakademía. Hefur verið
unnið að framgangi málsins og er
styrkur Jöfnunarsjóðs liður í því.
Fá 764 milljónir
Ef sveitarfélögin fjögur samein-
ast fá þau samtals 764 milljóna
króna styrk úr Jöfnunarsjóði til
verkefna og skuldajöfnunar í
tengslum við sameininguna, ef af
verður. Vakin er athygli á þessu í
bréfi Jöfnunarsjóðs til sveitarfé-
laganna í gær, þar sem tilkynnt
var um styrkinn til Umhverfisaka-
demíunnar. helgi@mbl.is
Styrkja stofnun
umhverfisakademíu
- Skilyrði að sam-
eining sveitarfélaga
verði samþykkt
Umhverfisakademía Mikið og gott
húspláss er í Húnavallaskóla.