Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 29
staða skapist um markvissar að-
gerðir og fumlaus vinnubrögð.
Auðugt myndefni hefur safnast
sem að lokinni klippingu verður
ein klukkustund, meðal annars
mikið og fágætt efni sem sjón-
varpsmenn og kvikmyndagerð-
armenn tóku í gosinu.
Myndin bregður upp ljósri
mynd af því sem gerðist vikurnar
og mánuðina eftir að gos hófst á
Heimaey 23. janúar 1973. Á einni
nóttu urðu til yfir 5.000 flótta-
menn á Íslandi þegar Eyjamenn
fóru á bátum sínum upp á land.
Úti í Eyjum var reynt af litlum
mætti að takast á við ógnina sem
gosið var. Fljótlega komst skipu-
lag á björgunarstarfið og er það
rakið í myndinni.
Líka þegar ráðist var gegn
vánni sem hraunið var, fyrst með
varnargörðum og nokkrum slöng-
um slökkviliðsins, næst dæluskip-
um og loks tugum dælna frá
bandaríska hernum sem dældu
óhemjumagni af sjó á hraunið
vikum saman.
Þeir sem unnu við að koma
lögnum inn á hraunið standa
undir nafninu, eldhugar, vaðandi
reyk og eimyrju og stundum
rammviltir inni á hrauni sem enn
ruddist fram um leið og gos-
bombum frá gosinu rigndi niður.
Ekki má gleyma gasinu sem var
lífshættulegt.
Niðurstaðan er að hugmyndin
sem tólgin kveikti bjargaði hús-
um og öðrum mannvirkjum og
gerði það að verkum að Flakk-
arinn, norðurhlið eldfjallsins sem
tók á rás yfir hraunið í átt að
innsiglingunni, stoppaði á síðustu
stundu. Þökk sé dælingunni.
Bólstaður okkar allra
Í myndinni sannast enn og aft-
ur að Eyjamenn eru góðir sögu-
menn sem gefur myndinni frek-
ara gildi og alltaf sjá þeir björtu
hliðina á málunum. Bæði í mót-
byr og þegar allt leikur í lyndi.
Bjartsýnir, en þá með báða fætur
á jörðinni. En minningin lifir og
eitt áhrifamesta atriði mynd-
arinnar er þegar Siggi Óskars
sýnir Gísla lykilinn að Bólstað.
Grunnstefið í myndinni er
staða mannkyns í dag, á tímum
hamfarahlýnunar. Gísli er fædd-
ur 1949 á Bólstað sem hann
kennir sig í dag við, þetta litla
hús við Heimagötu á Heimaey.
Fór undir hraun en því hefði
sennilega mátt bjarga ef fyrr
hefði verið settur kraftur í dæl-
ingu. Gísli sér víðari merkingu
Bólstaðar, sem húss, heimilis,
götu, bæjar, borgar, lands og alls
heimsins. Allt eru þetta bólstaðir
sem gætu hlotið sömu örlög og
litla húsið í Vestmannaeyjum
1973.
Aldrei áður hafði gosið í byggð
á Íslandi og tjónið var mikið. Af
um 1.200 íbúðum fóru um 400
undir hraun auk tjóns á fyrir-
tækjum og vega- og lagnakerfi
bæjarins. Gosið var blásið af
þann 3. júlí 1973 en strax í febr-
úar hófst hreinsun í bænum og
var fólk byrjað að flytja heim áð-
ur en gosinu var formlega lokið.
Gísli og Valdimar nutu að-
stoðar Ragnars Th. ljósmyndara
sem tók drónamyndirnar. Báðir
eru reyndir á sínu sviði, Gísli á
að baki bækur sem gefnar hafa
verið út víða um heim og Valdi-
mar býr að áratugareynslu sem
kvikmyndagerðarmaður. Saman
leiddu þeir hesta sína í myndinni
um Hans Jónatan, manninn sem
stal sjálfum sér og byggir á sam-
nefndri bók Gísla.
Mikið ævintýri
Valdimar segir að gerð mynd-
arinnar hafi verið mikið ævintýri.
„Eyjamenn eru alvörufólk sem
hugsar í lausnum. Þeir hafa allir
sínar skoðanir en reifa þær á
kurteisan hátt. Byrjuðu með
brunabíl í baráttunni við hraunið
undir stjórn Þorbjörns Sigur-
geirssonar, vísindamenn komu að
þessu en pólitíkin vildi þvælast
fyrir,“ segir Valdimar sem dáist
að samstöðunni sem náðist.
Kvikmynd verður ekki til á
einni nóttu og segja þeir ferlið
hafa tekið um fimm ár. „Við dutt-
um ofan á mjög athyglisvert
myndefni,“ segir Gísli, „eins og
viðtal Magnúsar Bjarnfreðssonar
við Þorbjörn og „time-lapse“-
myndir sem minna á streymi af
yfirstandandi gosi.“
„Ég held að ég hafi lært mikið
af þessu. Við erum á þeim tíma-
punkti að við þurfum að standa öll
saman. Þegar kófið er búið kemur
hlýnun jarðar. Finnst ég hafa
þroskast við að gera þessa mynd,
við að sjá að þegar fólk stendur
saman þá er allt hægt,“ segir
Valdimar að endingu.
Myndin verður frumsýnd í
Kviku bíói í Vestmannaeyjum á
laugardaginn og fyrir almenning á
sunnudag kl. 17. RÚV sýnir
myndina á goslokum, sunnudaginn
4. júlí kl. 20:20.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Í Eyjum Rætt er við Svanhildi Gísladóttur í heimildar-
myndinni um hraunkælinguna í Heimaeyjargosinu.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Fagnað Skálað að loknum myndatökum. Frá vinstri eru
Valdimar, Guðný, Ásdís, Gísli, Ragnar og Bryndís.
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Bæjarlind 4
Sími: 510 7900
www.fastlind.is
DÆMISÖGUR FRÁ VIÐSKIPTAVINUM:
VILDARKORT LINDAR:
HJÁ EFTIRFARANDI FYRIRTÆKJUM:
30%AFSLÁTTUR
Húsgagnahöllin: 30% afsláttur af öllum vörum.
Betra bak: 30% afsláttur af öllum vörum.
Dorma: 30% afsláttur af öllum vörum.
Flügger: 30% afsláttur af allri innimálningu.
S. Helgason: 30% afsláttur af öllum borðplötum.
Parki: 30% afsláttur af öllum vörum nema innréttingum.
Z-brautir & gluggatjöld: 30% afsláttur af öllum vörum.
Vídd: 30% afsláttur af öllum vörum.
Húsasmiðjan: 30% afsláttur af hreinlætistækjum og ljósum.
ATH!Afslátturinn gildir ekki á útsölum.
Á Lind fasteignasölu starfa yfir 30 löggiltir fasteignasalar með
áratugareynslu. Breytt aldursbil þeirra frá 25 ára til 66 ára og jafnt
kynjahlutfall tryggir að allir ættu að geta fundið fasteignasala við sitt hæfi.
Jónína, kona á besta aldri, keypti sér
nýja íbúð. Hana vantaði öll ljós, parket
og gardínur. Gamli sófinn hennar var
líka of stór þar sem hún var að
minnka við sig.
Hún keypti það sem hana vantaði, viðar-
parket, fallegar gardínur og myrkvunar-
tjöld, borðstofuborð, stóla og sófa.
Þar sem hún var í viðskiptum við Lind
fasteignasölu og nýtti sér vildarkortið,
sparaði hún umtalsverða fjárhæð.
Með vildarkortinu sparaði hún sér:
458.978 kr.
Jón og Gunna eru ungt par sem
nýlega keypti sína fyrstu íbúð.
Íbúðin þarfnaðist viðhalds og þau
vantaði ný húsgögn, rúm og gardínur.
Þau máluðu íbúðina, skiptu um
gólfefni, tóku baðherbergið í gegn
og skiptu um blöndunartæki.
Þar sem þau voru í viðskiptum við
Lind fasteignasölu fékkst 30%
afsláttur af öllu því sem þau
vanhagaði um.
Með vildarkortinu spöruðu þau sér:
687.368 kr.
Borgþór og Aníta eru hjón um
fimmtugt. Þau keyptu sér gamalt
einbýlishús sem þarfnaðist yfirhalningar.
Þau tóku húsið meira og minna
í gegn, skiptu um öll gólfefni, endur-
nýjuðu tvö baðherbergi ásamt því að
sparsla og mála allt húsið. Þau settu
granítborðplötur í eldhúsið og annað
baðherbergið, skiptu svo út öllum
gardínum og keyptu sér að lokum
nýtt rafmagnsrúm í versluninni
Betra bak.
Með vildarkortinu spöruðu þau sér:
1.442.500 kr.