Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
TRAUS
Í 80 ÁR
T
Sumar-
dressin
hjá Laxdal
Skoðið
laxdal.is
Skoðið
hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Hörskyrtur
4 litir • St. 36-48
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Flott föt, fyrir flottar konur
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook
Skyrtur
kr. 10.900
Str. 36-48
Skyrtukragar
kr. 6.500
3 stærðir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sér-
greinadýralæknir dýravelferðar og
gæludýra hjá Matvælastofnun, segir
mikilvægt að
kettir séu ör-
merktir og skráð-
ir því ef þeir týn-
ast og eru svo
fundnir af sveit-
arfélaginu skiptir
máli að hægt sé
að ná í eiganda
sem fyrst. Skrán-
ing gæludýra sé
dýravelferðarmál
miklu frekar en
hagkvæmnismál fyrir sveitarfélögin
og því mikilvægt að dýraeigendur
séu meðvitaðir um áhrif þess.
Ef dýrið er ekki merkt þá er sveit-
arfélaginu jafnvel heimilt að aflífa
það eða ráðstafa eftir tvo sólar-
hringa. Ef dýr er merkt fær eigandi
viku til að vitja dýrsins eftir tilkynn-
ingu, og sveitarfélagið verður að
vista dýrið í tvær vikur ef ekki tekst
að hafa upp á eiganda.
Hvað lausagöngu katta varðar þá
segir hún að okkur beri skylda til að
sýna nærgætni gagnvart villtum
dýrum og búsvæðum þeirra. Þó hvíli
einnig skylda á þeim sem halda dýr
en þau bera ábyrgð á velferð og vel-
líðan dýra sinna.
Þóra telur að hægt sé að koma til
móts við þessar skyldur með því að
dýraeigendur taki sérstakt tillit á
varptíma. Á þeim tíma eru ungarnir
ófleygir og því gæti verið skyn-
samlegt að láta lausagöngubann ná
til þess tíma. Á öðrum tímum bendir
hún hins vegar á að til séu úrræði
eins og bjöllur, hálskragar og eins
konar smekkir sem gera köttum erf-
iðara fyrir að veiða fleyga fugla.
„Þetta verður að taka mið af að-
stæðum á hverjum stað hverju sinni
til þess að við getum varðveitt vel-
ferð villtra dýra sem og okkar gælu-
dýra,“ segir Þóra.
„Ef við ætlum að breyta öllum
köttum í inniketti er það mikil skerð-
ing á þeirra velferð og frelsi. Þó er-
um við skyldug til að taka tillit til
umhverfisins á viðkvæmum tíma
eins og varptíma fugla. Væri því
eðlilegra að beita lausagöngubanni
tímabundið þegar aðstæður krefjast
þess.“
Þóra á sjálf kött og kýs að halda
honum inni yfir varptímann. Á öðr-
um tímum setur hún bjöllu eða
kraga um hálsinn á honum til að tak-
marka veiðigetu hans.
Höfum skyldur gagnvart
gæludýrum og villtum
- Skráning velferðarmál - Lokar sinn kött inni á varptíma
Þóra Jóhanna
Jónasdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Hljómsveitin Stuðmenn, sem oft
hefur verið nefnd hljómsveit allra
landsmanna, kemur fram á
Bræðslunni í sumar, ásamt Ragn-
hildi Gísladóttur. Bræðslan féll
niður á síðasta ári vegna heims-
faraldursins, en hátíðin í sumar
verður sú sextánda sem haldin er
á Borgarfirði eystra. Hún fer fram
laugardagskvöldið 24. júlí næst-
komandi en dagana á undan fer
fram fjöldi tónleika á Borgarfirði,
auk þess sem þar verður boðið
upp á skipulagðar gönguferðir og
ýmiss konar afþreyingu.
Aðrir listamenn sem fram koma
eru Bríet, Sigrún Stella, Aldís
Fjóla og Mugison. Miðasala hefst í
dag, fimmtudag, kl. 11 á braedsl-
an.is.
Takmarkað magn miða er í boði
líkt og áður, segir í fréttatilkynn-
ingu. Þar segir að öllum sótt-
vörnum verði fylgt, sem í gildi
verða á þessum tíma sumars.Falli
hátíðin niður aftur vegna Covid-19
verði keyptir miðar endur-
greiddir.
Morgunblaðið/Eggert
Stuðmenn Hljómsveitin verður meðal
listamanna á Bræðslunni í sumar.
Stuðmenn ætla að
mæta á Bræðsluna
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Fasteignir