Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 36
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og sagt var frá í Viðskipta-
Mogganum í gær hefur kórónuveiru-
faraldurinn breytt miklu varðandi
bæði fjarvinnu og fundahöld innan
Seðlabanka Íslands og sagði Ásgeir
Jónsson seðlabankastjóri í samtali
við blaðið að bankinn muni í auknum
mæli geta sparað ferðir og nýtt fjar-
fundabúnað í framtíðinni. Auk þess
er sveigjanleg starfsmannastefna í
skoðun hjá bankanum.
Reynsla af fjarfundabúnaði góð
hjá Össuri
Sveinn Sölvason, fjármálastjóri
stoðtækjafyrirtækisins Össurar, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið, inntur
eftir því hvaða áhrif vinnulag í far-
aldrinum hefði haft á starfsemina að
þessu leyti til framtíðar, að reynsla
starfsmanna af notkun fjarfundabún-
aðar hefði verið mjög góð undanfarin
ár. Þá segir hann að fyrirtækið telji
einsýnt að hægt verði að fækka
ferðalögum og minnka ferðakostnað
til frambúðar. Reynslan í faraldrin-
um hefði meðal annars haft þau áhrif.
Spurður um áhrif faraldursins á
ferðakostnað fyrirtækisins á síðasta
ári segir Sveinn að hann hafi verið
þriðjungur af kostnaði ársins 2019.
„Við teljum að við getum fækkað
ferðalögum, sem tengjast ekki við-
skiptavinum okkar, talsvert og mun-
um nota fjarfundi meira en áður fyrir
fundi innanhúss. Kolefnissporið okk-
ar vegna ferðalaga verður minna og
sparnaður í þessum kostnaðarlið
töluverður,“ segir Sveinn.
Í fjárfestakynningu fyrirtækisins
sem fylgdi ársfjórðungsuppgjöri fé-
lagsins í apríl segir að fyrirtækið taki
ábyrgð sína á umhverfismálum al-
varlega og ætli að ná kolefnishlut-
leysi á þessu ári þegar Össur fagnar
fimmtíu ára afmæli sínu. Félagið hef-
ur samkvæmt kynningunni gert sam-
starfssamning við fyrirtækið First
Climate, sem er leiðandi á sviði
stjórnunar kolefnislosunar.
Markmið um kolefnishlutleysi
Sveinn segir um það markmið fé-
lagsins að verða kolefnishlutlaust að
einn liður í því sé að draga úr flug-
ferðum óháð afleiðingum heimsfar-
aldursins.
Rétt eins og seðlabankastjóri
sagði í ViðskiptaMogganum í gær, og
Englandsbanki hefur einnig gert
með því að bjóða starfsfólki að vinna
allt að fjóra daga í viku heima hjá sér
en einn dag á skrifstofunni, segir
Sveinn að Össur vilji áfram bjóða
starfsfólki sínu upp á sveigjanlegt
starfsumhverfi eins og kostur er.
„Reynsla okkar af fjarvinnu hefur
verið mjög góð og starfsfólk okkar er
ánægt með að hafa þennan mögu-
leika,“ segir Sveinn Sölvason að lok-
um.
3.500 starfsmenn
Össur hf. er alþjóðlegt fyrirtæki
með starfsstöðar í um 30 löndum og
hjá félaginu starfa yfir 3.500 manns.
Á Íslandi er starfsfólk í kringum 500.
Í uppgjörstilkynningu í apríl sagði
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar að
margir af helstu mörkuðum væru
enn undir áhrifum af takmörkunum
sem settar hafa verið til að hamla út-
breiðslu á faraldrinum og óljóst væri
hversu lengi áhrifin myndu vara.
Ferðalögum fækkaði um 66%
Morgunblaðið/Ómar
Loftslag Össur tekur ábyrgð sína á umhverfismálum alvarlega.
- Reynslan af faraldrinum hefur haft áhrif á ferðalög og heimavinnu - Færri ferðir
hjálpa til við kolefnishlutleysi - Össur býður áfram sveigjanlegt starfsumhverfi
Össur
» Hjá Össuri starfa 3.500
manns um allan heim
» Á Íslandi eru starfsmenn
500 talsins
» Hagnaður á fyrsta fjórðungi
2021 var 1,4 milljaðar kr.
» Hagnaðurinn jókst um 62%
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
First
11.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-754381
SP1 Lite
10.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724121 / 4 litir
ECCO UNGBARNASKÓR
GÆÐI FYRIR FYRSTU SKREFIN
SP1 Lite
11.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724101
SP1 Lite
10.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724111 / 3 litir
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
gerðir stjórnvalda og almennt
aukinn samningsvilji því aðilar eru
meðvitaðir um að um tímabundið
ástand sé að ræða,“ segir Gunnar
Gunnarsson, forstöðumaður grein-
ingar og ráðgjafar hjá Creditinfo.
Hann telur líklegt að vanskil
aukist eftir því sem aðilar á mark-
aðnum fara að telja ástandið eðli-
legt og bætir við að rekstrar-
grundvöllur einhverra fyrirtækja
hafi hreinlega horfið í faraldr-
inum.
„Enn fremur eru vanskil búin
að vera talsvert undir því sem þau
eru í eðlilegu ári en venjulega
fara um 5% fyrirtækja í vanskil á
ári hverju en voru einungis um
3,3% á síðastliðnum 12 mánuðum.
Stóra spurningin er því hvort van-
skilin á næstu misserum fari yfir
þetta 5% stig sem við lítum á sem
eðlilegt ástand og ég myndi telja
það líklegt þó að ég voni svo sann-
arlega að ég hafi rangt fyrir mér í
því,“ segir Gunnar. logis@mbl.is
Nýskráning fyrirtækja á vanskila-
skrá hefur lækkað um 2,4 pró-
sentustig síðustu fjögur ár þar
sem hlutfallið fór hæst í 5,7% en
stendur nú í 3,3%. Ef litið er á
þróunina síðan kórónuveiru-
faraldurinn hófst snemma á sein-
asta ári, sést að hlutfallið hefur
lækkað jafnt og þétt út árið og inn
í 2021.
Talið er að greiðslufrestir frá
lánastofnunum og fyrirtækjum
vegna kórónuveirufaraldsins hafi
mikil áhrif á þessa miklu lækkun.
Þetta kemur fram í greiningu Cre-
ditinfo.
„Það eru ekki bara greiðslu-
frestir í gangi heldur miklar að-
Félögum á vanskilaskrá fækkar
- Kórónuveirufaraldurinn hefur haft
mikil áhrif - Líkur á hækkunum Hlutfall nýrra fyrirtækja á skrá, 12 mán. hlaupandi samtala (%)
Nýskráning fyrirtækja á vanskilaskrá
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí
2020 2021
Heimild:
Creditinfo
Í maí höfðu 3,3% íslenskra
fyrirtækja verið nýskráð á
vanskilaskrá á 12 mánuðum
3. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.68
Sterlingspund 170.95
Kanadadalur 100.3
Dönsk króna 19.834
Norsk króna 14.587
Sænsk króna 14.609
Svissn. franki 134.26
Japanskt jen 1.1005
SDR 174.36
Evra 147.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.6637
Hrávöruverð
Gull 1907.7 ($/únsa)
Ál 2404.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.39 ($/fatið) Brent
Munur er á milli landa á heimildum
til að stunda netverslun á lyfjum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um
samkeppni á mörkuðum um net-
verslun lyfja, sem samkeppnis-
eftirlitin á Norðurlöndum hafa gefið
út.
Með skýrslunni mælast norrænu
samkeppniseftirlitin til þess við
stjórnvöld viðkomandi landa að laga-
umgjörð vegna smásölu lyfja verði
tekin til skoðunar. Sérstaklega er
bent á að skilyrði um að heimild til
netverslunar sé bundin við rekstur
hefðbundinnar lyfjaverslunar feli í
sér aðgangshindranir sem torveldi
samkeppni.
Heimilt í Svíþjóð og Danmörku
Í skýrslunni kemur fram að í Sví-
þjóð og Danmörku sé heimilt að
starfrækja netverslun með lyf án
þess að viðkomandi lyfsöluleyfishafi
reki jafnframt lyfjaverslun. Í Nor-
egi, Finnlandi og á Íslandi þarf við-
komandi lyfsöluleyfishafi hinsvegar
að hafa heimild til reksturs lyfja-
verslunar til að geta sótt um heimild
til að starfrækja netverslun með lyf.
Þannig er ekki heimilt að stunda ein-
göngu netverslun með lyf í þessum
löndum. „Þessi munur á reglum leið-
ir óhjákvæmilega til þess að mikill
munur er á samkeppni í sölu lyfja.
Fyrir liggur að í Svíþjóð hafa net-
verslanir með lyf t.a.m. veitt hefð-
bundnum lyfjaverslunum mikið
samkeppnislegt aðhald,“ segir í
skýrslunni.
Samkeppniseftirlitið segir að til-
efni sé til að stjórnvöld taki til skoð-
unar framangreind atriði til að auka
samkeppni í lyfsölu á Íslandi.
Lyfjanet-
sala ólík
milli landa
- Skilyrði torveldi
samkeppni