Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 8

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Hildur Stjórnmál Sverris skipta máli dóttir 3.– 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Vinnum á vanda hjúkrunarheimilanna“ Athugasemd Páls Vilhjálmssonarer sláandi eins og stundum áður: - - - Tilfallandi athugasemdir fenguekki bréf frá Samherja þegar norð- lenska útgerð- in var gagn- rýnd fyrir að atast í Seðla- banka Íslands eftir sýknu í dóms- máli er leiddi af rannsókn bankans á gjaldeyrisviðskiptum eftir hrun. - - - Þegar á daginn kom að rannsóknSeðlabankans var reist á blekk- ingum RÚV sneru Tilfallandi at- hugasemdir við blaðinu og gagn- rýndu RÚV fyrir að misbeita fjölmiðlavaldi til að klekkja á út- gerðinni. - - - Tilfallandi athugasemdir eruþannig gerðar að þær taka mið af veruleikanum en ekki ímyndun og fordómum. RÚV er til muna ill- skeyttari en Samherji þegar kemur að viðbrögðum við gagnrýni. Höf- undi Tilfallandi athugasemda var stefnt þegar falsfréttir RÚV í Evr- ópuumræðunni voru afhjúpaðar. - - - RÚV tapaði málinu fyrir héraðs-dómi en lét ekki þar við sitja. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti reyndi að fara með málið fyrir Hæstarétt en varð ekki kápan úr því klæðinu. - - - Annars mætti halda að gúrkutíðsé runnin upp hjá fjölmiðlum þegar bréfaskriftir Samherja verða fréttir. - - - Slíkar fréttir draga upp þá myndað stjórnsýslan sé orðin svo ofurviðkvæm,Woke, að ekki megi senda bréf án þess að fólk fái tauga- áfall.“ Sök bítur sekan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eigendur hússins við Bræðraborg- arstíg 1 stefna á að rífa húsið á allra næstu dögum. Þrír létust þeg- ar húsið brann í júní í fyrra. Þorpið – vistfélag keypti húsið í desember í fyrra en rústirnar hafa staðið óhreyfðar í allan þennan tíma. Íbúar í hverfinu hafa ekki verið sáttir við ástand hússins, en í ný- legri færslu á vef íbúahóps Vest- urbæjar eru birtar myndir af hús- inu. Þar kemur fram að ekki hafi verið hreinsað til og enn séu eigur fórnarlamba brunans þar inni og matur á borðum. esther@mbl.is Rífa á brunahúsið við Bræðraborgarstíg Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps er að kanna möguleika á því að láta opna á ný vikurnámu við Reykholt í Þjórsárdal í þeim tilgangi að hægt sé að hefja akstur á vikri til garðyrkjubænda. Vikurinn hentar vel til ræktunar og virðast menn ekki hafa áttað sig á þeim þörfum þegar námunni var lokað á síðasta ári. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að ekki hafi verið talin þörf fyrir vik- urnámuna við Reykholt. Náman og nærliggjandi efnistökusvæði hafi verið opin á nokkrum stöðum og hafi vikur fokið úr og kæft gróður. Sauð- fjárbændur og Landgræðslan hafi unnið að uppgræðslu og ákveðið hafi verið að loka námunni. Hann segir til frekari skýringar að lítið efni hafi verið tekið úr námunni við Reykholt seinni árin og sveitarfélagið sé að undirbúa sölu á Hekluvikri úr ann- arri námu, austan við Búrfell. Garðyrkjubændur létu í sér heyra eftir að námunni var lokað. Þá kom í ljós að garðyrkjustöðvar hafa nýtt Hekluvikur sem ræktunarefni, bæði beint og til íblöndunar í gróðurmold. Vikurinn hafi verið tekinn úr nám- unni við Reykholt. Í bréfi sem Helgi Jóhannesson, ráðunautur í garð- yrkju, skrifaði sveitarstjórn á síðasta ári kemur fram að vikur úr þessari tilteknu námu henti afar vel til rækt- unar þar sem hann er hreinn og kornastærð heppileg. Hægt er að ná þessum eiginleikum með flokkun og blöndun vikurs úr öðrum námum en það er mun dýrara og kostar meiri flutninga og kolefnisspor ræktunar- innar verður meira. Erindi ábúenda í Haga um opnun námunnar var rætt á síðasta fundi sveitarstjórnar. Ákveðið var að óska eftir áliti Landgræðslunnar og for- sætisráðuneytisins áður en fram- haldið verði ákveðið. Náman er í þjóðlendu og því þarf forsætisráðu- neytið að koma að málum, jafnvel með auglýsingu um nýtingu nám- unnar. Björgvin Skafti oddviti segir að ef leyft verður að opna námuna aftur þurfi það að vera undir eftirliti Landgræðslunnar og tryggt að lítið svæði verði opnað. helgi@mbl.is Vilja láta opna vikurnámu á ný - Námu fyrir ræktunarvikur var lokað Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Þjórsárdalur Lúpína hylur vikurinn víða í dalnum. Hekla í bakgrunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.