Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt stærstaskip ír-anska flot-
ans stóð í ljósum
logum í Ómanflóa
gær. Þar var um
öflugt brigðaflutningaskip að
ræða. Í fréttum frá Íran sagði
einungis að eldur hefði komið
upp í skipinu og hann fljótt
orðið óviðráðanlegur og skipið
því sokkið 20 stundum síðar. Á
liðnum árum hafa írönsk
stjórnvöld og ísraelsk borið
sakir hvor á önnur en sjaldn-
ast gengist við. Enn hefur
þetta þó ekki gerst hvað
birgðaskipið varðar.
Til eru í sögunni frægar
sögur um sjóorrustur og sum-
ar taldar hafa ráðið nokkrum
úrslitum í einstökum köflum
mannkynssögunnar. Og iðu-
lega hefur þeim fylgt mikið
mannfall. Horfa má um öxl um
þúsundir ára og er ótrúlega
stór hluti hafsvæða jarðar
undir. Þegar að Íslendingum
kom í þeirri sögu voru þeir
ekki endilega í aðalhlutverki
en stundum tókst þó að bregða
nokkrum ævintýraljóma um
hetjur þaðan sem tóku þátt í
víkingaferðum norrænna
frænda nokkuð suður á bóg-
inn. Og hér voru reyndar háð-
ar „sögufrægar sjóorrustur“
sem okkur þykir koma til þótt
raunveruleg sjóveldi myndu
ekki gapa af undrun. Þannig
eru í þessum mánuði liðin 777
ár frá frægustu sjóorrustu Ís-
landssögunnar þar sem land-
inn var í öllum hlutverkum
stríðandi fylkinga. Hún var á
Húnaflóa miðjum og áttust við
liðsmenn Þórðar kakala Sig-
hvatssonar og Kolbeins unga.
Kakali var vísast einn sá
áhugaverðasti sem okkar
gömlu sögur geymdu á skinn-
um, svo að við ættum eitthvað
sem teldist á heimsmæli-
kvarða, hversu lengi sem fólk
þrifist í landinu. Hafa sumir
seinni tíma menn dregið þá at-
burði saman af lipurð og snilld
og gert aðgengilega fyrir síð-
ari kynslóðir, eins og t.d. Ás-
geir Jakobsson um Þórð ka-
kala.
Flóabardagi var hápunktur
átaka þeirra Þórðar og Kol-
beins og er talið að Kakali hafi
haft 200 manns á fimmtán
skipum og Kolbeinn mun
fleiri.
Vopnabúnaður var ekki
hefðbundinn, grjóthnullungar,
eldibrandar og eftir atvikum
skipin sjálf. Þótt margir
sökkvi sér í sögu sjóhernaðar
þá fær ekki öll sú starfsemi
fegurðarverðlaun og fjarri því.
Og kannski voru sum „afrek“
síðustu aldar hve ógeðfelldust
og er þá horft til kafbátahern-
aðar heimsstyrjaldanna og
einkum þeirrar
síðari. Kafbátar
læddust upp að
andstæðingum
sínum og verð-
skulduðu sumir
þeirra ekki þann stimpil því
varnarlaus farþegaskip,
þ. á m. íslensk, voru skotin
niður svo fátt varð um bjargir.
En svo hlaupið sé yfir langa
sögu og yfir í stopula íslenska
sigurtíð landhelgisdeilna, sem
varð í mörgum áföngum. Þeir
stærstu 3 mílur, 12 mílur, 50
og loks 200 mílur. Haukur
Morthens söng verðlaunavísur
Núma Þorbergs og þjóðin tók
undir um breska flotann sem
skalf á beinunum vegna Óðins
og Þórs og óttaðist að Albert
litli myndi kafsigla bresk her-
skip rækilega styrkt með stáli.
En ýmsir þóttust sjá að Bretar
gætu aldrei unnið þessa deilu
á hafi úti einmitt vegna þess
hve aflsmunurinn var mikill
þeim í hag!
En þrátt fyrir þessa sigra
og baráttu sem var ekki ein-
föld og kallaði á staðfestu og
samstöðu þá er svo komið að
úrslitin virða allir nema
óvæntir „óvinir“ innanlands.
Vinstristjórnin, sem skolaðist
til valda í óvenjulegu uppnámi,
steinþagði yfir því í kosn-
ingum á undan að Steingrímur
og kompaní væru ráðin í að
svíkja þjóðina inn í ESB á
meðan hún væri sem lömuð
eftir heimskreppu sem laskaði
okkur aukalega þar sem „út-
rásarvíkingar“ og viðskipta-
legir götustrákar höfðu skuld-
sett þjóðina í heimildarleysi.
Vinstristjórnin lét eins og
að í gangi væru „viðræður“ á
jafnréttisgrunvelli á milli Ís-
lands og ESB. Hið eina tal
sem fram fór af hálfu „samn-
inganefndar“ héðan var þegar
hún mætti auðmjúk fyir skoð-
unarmenn ESB, sem sömdu
ekki um neitt, en færðu inn í
kladda hvernig Íslandi gengi
að sneiða af fullveldi sínu í
hverjum „kaflanum“ af öðrum.
Var þetta hámark niður-
lægingar þeirrar ríkis-
stjórnar. En hinir hnípnu
„samningamenn“ drógu eins
lengi og þeir gátu að afhjúpa
fyrirhugaða uppgjöf í sjávar-
útvegsmálum. Nú berast frétt-
ir frá ESB-Írlandi sem amast
við togara frá Spáni sem kom-
inn er inn fyrir 12 mílur (!)
sem er nú allur yfirráðaréttur
Írlands. Bretar horfa hins
vegar fram á betri tíð, því að
þeir sluppu laskaðir út úr
ESB, og heimta miðin í áföng-
um á ný, en Brussel og svika-
hrappar heima fyrir gerðu allt
til að eyðileggja réttmæta
ákvörðun bresku þjóðarinnar
um útgöngu.
Nýjustu átök á ólík-
um hafsvæðum
segja sína sögu}
Enn er slegist úti á sjó
O
ft er kvartað undan því að pólitík
sé óskiljanleg og verði því of fjar-
læg fólkinu sem við stjórnmála-
menn störfum fyrir. Ef það er
upplifunin, þá erum við að bregð-
ast hlutverki okkar. Ef fólk skilur ekki hvað
við erum að fást við er of auðvelt að skapa
upplýsingaóreiðu, kasta fram hálfsannleik eða
engum sannleik, og afvegaleiða umræðu um
mikilvæg mál.
Ég hef haft það að leiðarljósi frá því ég hóf
fyrst þátttöku í stjórnmálum að vera skýr um
þau málefni sem ég tjái mig um og ég fæ til
úrlausnar. Ég lít á það sem eina af frum-
skyldum mínum sem stjórnmálamanns að
kynna mér mál vel, taka afstöðu og svo
ákvörðun sem bætir samfélag okkar. Í stóru
og smáu. Og ég held að það sé eftirspurn eftir
því að stjórnmálamenn tali skýrt þannig að
kjósendur geti gert sér grein fyrir því hvar fólk stendur.
Sem ritari Sjálfstæðisflokksins og síðar sem þingmað-
ur og ráðherra hef ég lagt mig fram um að segja á grein-
argóðan hátt frá öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið
mér fyrir hendur. Hvort sem þau snúast um nálg-
unarbann, breytingar á lögreglunni, almannavarnir og
öryggismál, stafræn ökuskírteini, skipta búsetu barna
eða jafnræði í netverslun og heimild brugghúsa til að
selja eigin framleiðslu. Það er óhjákvæmilegt að stjórn-
málafólk verði fyrir gagnrýni og að það séu skiptar skoð-
anir á þeim málum sem það leggur fram eða stendur fyr-
ir. Ég hef þó aldrei sett það fyrir mig að taka
umræðu um það sem ég trúi á og standa með
góðum málum. Ég mun halda áfram að tala
fyrir þeim hugsjónum og grunngildum sem
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur lengi
verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum.
Hann þarf stuðning til að vera það áfram og
til þess þarf fólk með skýra stefnu, fólk sem
er óhrætt við að takast á við þau verkefni sem
við blasa í síbreytilegum heimi. Um leið og
Sjálfstæðisflokkurinn er táknmynd stöðug-
leika er hann líka óhræddur við að leiða
breytingar og treysta nýju og ungu fólki til
ábyrgðarstarfa. Hann er stór og hann er fjöl-
breyttur, innan hans búa margvíslegar skoð-
anir en við sem fylkjum okkur undir merki
hans eigum það sameiginlegt að trúa á fram-
takssemi einstaklinga, að þeir eigi að fá sem
mest frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf og skapa sín
eigin tækifæri. Hluti af þeim tækifærum er að hafa áhrif
á umhverfi sitt. Til þess eru margar leiðir og ein þeirra
stendur opin um þessar mundir. Að taka þátt í prófkjöri
er það næsta sem við komumst persónukjöri. Sjálfstæð-
isflokkurinn í Reykjavík býður öllum sem hafa náð 15
ára aldri og eru skráðir í flokkinn að taka þátt í prófkjöri
sínu nú um helgina. Ég vil hvetja sem flesta til að leggja
sitt af mörkum til að taka þátt og móta framtíðina.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Tölum skýrt
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
H
eilsufarslegur ójöfnuður á
milli þjóðfélagshópa er
til staðar á Íslandi og
virðist síður en svo hafa
dregið úr honum undanfarin ár.
Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu
landlæknisembættisins sem út kom í
gær um ójöfnuð í heilsu á Íslandi og
um ástæður þess og aðgerðir til úr-
bóta.
Um er að ræða greiningu á
gögnum úr rannsókninni Heilsa og
líðan Íslendinga sem gerð hefur verið
nokkrum sinnum á umliðnum árum.
Einnig er byggt á niðurstöðum al-
þjóðastofnana, m.a. Evrópuskrif-
stofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar (WHO) en stöðuskýrsla hennar
um í heilsu í Evrópu frá 2019 var
kveikjan að þessari greiningu hjá
embætti landlæknis.
Verri heilsa tekjulágra
Fjölmargir þættir hafa áhrif á
heilsufarslegan ójöfnuð meðal þjóða,
s.s. skortur á fjárhagslegu öryggi og
félagslegri vernd, skortur á öruggu
húsnæði o.fl. Bent er á í skýrslunni
að greiningarvinna Evrópuskrifstofu
WHO gefi til kynna að heilsufars-
legur ójöfnuður sé til staðar á Ís-
landi. Ef t.d. er skoðað hvernig ein-
staklingar meta eigin heilsu kemur í
ljós að fullorðnir með lægri tekjur
meta heilsu sína að öllu jöfnu verr en
hinir efnameiri og á það bæði við um
konur og karla yfir allt tímabilið frá
2008 til 2016.
Í úttekt Norrænu velferðar-
miðstöðvarinnar voru m.a. skoðaðar
lífslíkur fólks við 30 ára aldur eftir
menntunarstigi. Kom fram að ein-
staklingar á Norðurlöndunum með
lengsta skólagöngu að baki mega að
jafnaði eiga von á að lifa lengur en
þeir sem skemmsta skólagöngu hafa.
Í skýrslunni segir að tölur fyrir Ís-
land sýni að á árunum 2013-2017
gátu þrítugar konur með háskóla-
menntun vænst þess að lifa ríflega
þremur árum lengur en kynsystur
þeirra með skemmstu skólagönguna.
Munurinn er enn meiri hjá körlum.
Þá gefi tölur frá Hagstofu Íslands
enn fremur til kynna að undanfarinn
áratug hafi ævilengd frá 30 ára aldri
aukist mest meðal háskólamenntaðra
eða um 1,3 ár. Hún jókst minna með-
al framhaldsskólamenntaðra á sama
tímabili (1,1 ár) en stóð í stað hjá
grunnskólamenntuðum. „Bilið milli
menntunarhópa virðist því vera að
aukast hér á landi þegar lífslíkur eru
annars vegar.“
Mismunandi mat hópa á and-
legri og líkamlegri heilsu
Stærstur hluti hennar snýr að
greiningu gagna úr rannsókninni
Heilsa og líðan Íslendinga. Valdir eru
nokkrir mælikvarðar og helstu nið-
urstöður eru á sömu lund, að heilsu-
farslegur ójöfnuður hafi í mörgum
tilvikum aukist hér á landi á umliðn-
um árum. „[...] þeir sem eru með
hærra menntunarstig og/eða búa við
betri fjárhagslega afkomu hafa til-
hneigingu til þess að búa við betra
heilsufar og líðan heldur en þeir sem
hafa minni menntun eða eiga erfitt
með að ná endum saman. Þetta á
einkum við um mat á andlegri og lík-
amlegri heilsu, takmarkanir í dag-
legu lífi vegna heilsufars og tíðni syk-
ursýki,“ segir m.a.
Fram kemur að tíðni daglegra
reykinga og of stutts svefns er um
tvisvar til þrisvar sinnum algengari í
hópi minna menntaðra og þeirra sem
eiga erfitt með að ná endum saman
en annarra. Hlutfallslega fleiri falla í
flokk offitu meðal hinna efnaminni og
eftir því sem menntun er minni.
Neysla á grænmeti fer vaxandi með
hærra menntunarstigi. Þá virðist ein-
manaleiki meiri í hópi þeirra sem
eiga erfitt með að ná endum saman.
Heilsufarslegur
ójöfnuður hefur vaxið
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Hreyfing Heilsa og vellíðan fólks hefur batnað en enn er þó til staðar ójöfn-
uður í heilsu m.a. eftir þjóðfélagshópum að því er segir í skýrslunni.
Alma D. Möller landlæknir
segir í formála skýrslunnar að
niðurstaða hennar sé skýr,
ójöfnuður í heilsu sé til stað-
ar, jafnt á Íslandi sem í öðrum
löndum. Ástæður séu marg-
slungnar og vinna þurfi að
auknum jöfnuði út frá bestu
þekkingu og reynslu með víð-
tæku samstarfi þvert á mál-
efnasvið og stofnanir.
Höfundar skýrslunnar, þau
Sigríður Haraldsd. Elínardótt-
ir,
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir
og Jón Óskar Guðlaugsson,
segja í umfjöllun um á hvaða
sviðum brýnast sé að grípa til
aðgerða, að til þess að ná
fram auknum jöfnuði í heilsu
þurfi samvinnu allra stofnana
sem heyra undir hið opinbera.
Aðgerðir innan heilbrigðis-
þjónustu einar og sér dugi
ekki til að ná fram afgerandi
breytingum á jöfnuði í heilsu.
Öll svið hins opinbera verði að
koma þar að.
Ójöfnuður
er til staðar
LANDLÆKNIR