Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
TOYOTA RAV4 GX – RN. 331327.
Nýskráður 4/2017, ekinn 85 þ.km., bensín, hvítur,
sjálfskipting, þakbogar, filmur, USB tengi,
bluetooth, dráttarbeisli, hiti í framsætum.
Verð 3.890.000 kr.
TOYOTA - RAV4 HYBRID – RN. 153695
Nýskráður 10/2018, ekinn 163 þ.km., bensín/
rafmagn, hvítur, sjálfskipting, stöðugleikakerfi,
hraðastillir, bluetooth, bakkmyndavél, litað gler.
Verð 3.890.000 kr.
MERCEDES-BENZ GLS 350 4MATIC
RN. 340419, nýskráður 4/2017, ekinn 13 þ.km.
dísel, svartur, sjálfskipting, hraðastillir, 360°
myndavél, topplúga, bluetooth, GPS, dráttarkrókur.
Verð 14.500.000 kr.
MERCEDES-BENZ GLE 300 D 4MATIC
RN. 153623, nýskráður 2/2020, ekinn 55 þ.km.,
dísel, grár, sjálfskipting 9 gíra, stöðugleikakerfi,
fjarlægðarskynjarar, 360° myndavél, bluetooth.
Verð 11.990.000 kr.
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
Marta María
mm@mbl.is
Hvernig myndir þú lýsa þínum
fatastíl?
„Fatastíllinn minn getur verið
mjög fjölbreyttur, fer eiginlega
eftir skapi hverju sinni. Ef ég ætti
að lýsa stílnum myndi ég segja að
hann væri afslappaður og stíl-
hreinn með skandinavísku ívafi.
Ég sæki mikið í tímalausar flíkur
og minn „go to“-klæðnaður er
flottur hvítur stuttermabolur par-
aður við galla/leðurbuxur, „oversi-
zed“ blazer og boots/strigaskó eða
töffaralegur samfestingur við
strigaskó – mjög svo einfalt og
tímalaust,“ segir hún.
Hver er þín tískufyrirmynd?
„Ég á mér engar tískufyrir-
myndir þannig séð. Ég fæ mikinn
innblástur frá fólki í kringum mig
og umhverfinu og mér finnst rosa
gaman að blanda því saman. Ég
hins vegar fylgist með nokkrum
töffurum á Instagram sem ég fæ
mikinn innblástur frá og eru það
m.a. Josefine H.J, Rosie HW og
Rikke Krefting, Olsen-systurnar
og MVB (Maria Von Behrens).
Þær eru sjúklega flottar í tauinu.
Annars verð ég nú að nefna allar
þær flottu konur sem ég vinn með
í NTC. Þær eru allar algjörir töff-
arar á sinn hátt og fæ ég reglu-
lega innblástur frá
þeim,“ segir Tania.
Hver er verðmæt-
asta flíkin í fata-
skápnum?
„Dýrmætasta flík-
in í skápnum er
Rag & Bone-jakki
sem ég var að fá
mér; kamelbrúnn
blazer-jakki og full-
komin fyrir sum-
arið.“
Hvað heillar þig
alltaf við tískuna?
„Það sem heilllar
mig hvað mest við
tísku er hvað hún
er síbreytileg og
fjölbreytt. Tíska
fyrir mér er tjáning
persónuleikans og
það er ekkert
skemmtilegra en að
sjá hvernig fólk tjá-
ir sig í gegnum
fatnað. Það
skemmtilega við
tísku er líka hvað
hún er takmarka-
laus, það eru engar
reglur, ekkert rétt
eða rangt, þú bara
klæðir þig í það sem
þér finnst flott og
gefur þér sjálfs-
traust – það er
tíska fyrir mér.“
Í hvað myndir þú
aldrei fara?
„Ég myndi aldrei
ganga í Crocs.“
Uppáhalds-
fatamerki?
„Úff, þau eru
nokkur. Þau merki
sem ég geng í dags-
daglega og held
mikið upp á eru
Acne Studios, All-
Saints, Samsøe
Samsøe, Billi Bi,
Malene Birger og
Veja.“
Myndi aldrei kaupa sér Crocs-skó
Tania Lind Fodilsdóttir markaðsstjóri NTC hefur
líflegan fatastíl. Hún dýrkar stóra blazer-jakka og
myndi ekki láta sjá sig dauða í Crocs-skóm.