Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 38

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hinn 17. desember 1939 sigldi þýska vasaorrustuskipið Admiral Graf von Spee út á La Plata-flóa við strendur Suður-Ameríku. Þar opnaði áhöfnin botnhlera skipsins og lagði því næst eld að því. Graf von Spee brann í tvo daga þangað til það loks hvarf í hafið. Hafði Adolf Hitler þar með misst sitt fyrsta herskip í styrjöldinni. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar var nær öllum flota Þjóðverja sökkt. Í Versalasamningunum var þó kveðið á um að Þjóðverjum væri heimilt að eiga nokkur úrelt herskip og að eina nýsmíði þeirra mætti vera sex 10 þúsund tonna beitiskip. Ekkert var kveðið á um stærð vopnabúnaðar í samningunum og sáu Þjóðverjar sér leik á borði. Smíðuðu þeir 14.000 tonna beitiskip og voru þau á öllum opinberum gögnum sögð vera 10.000 tonn, og vopnuðu þau með sex 28 cm orrustuskipafallbyssum sem komið var fyrir á tveimur fallbyssuturnum. Bandamenn gátu ekkert aðhafst, Þjóðverjar höfðu jú samkvæmt þeirra bestu vitund ekki brotið nein ákvæði samningsins. Fallbyssurnar stóru gerðu það að verkum að ekki var hægt að flokka hin nýju skip sem beitiskip en á sama tíma voru skipin ekki nógu stór til að teljast orrustu- skip. Var því búinn til milliflokkur sem Þjóðverjar kölluðu Panzer- schiffe, eða brynskip. Bretar kölluðu skipin þó alltaf vasaorrustuskip. Áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland höfðu þeir sent herskip og vopnuð kaupskip út á Atlantshaf. Til- gangurinn var að stunda þar sjórán og herja á varnarlítil skip Breta. Skemmst er frá því að segja að skip- um þessum tókst ósjaldan að valda miklum usla með tilheyrandi tjóni. Eitt þessara skipa var Graf von Spee og í brúnni var Hans Langsdorff. Graf Spee veiddi vel á Atlantshafi fyrstu þrjá mánuði stríðsins, sökkti alls níu breskum kaupskipum. Lengi þurfti breska flotastjórnin að sætta sig við að hlusta á neyðarsendingar frá skipum sem orðið höfðu á vegi Graf Spee án þess að geta brugðist við. Út frá þessum sendingum tókst Bretum með tíð og tíma að afmarka svæði sem líklegt var að Graf Spee héldi sig á. Fór kastljósið þá að bein- ast að La Plata-flóa í Suður- Ameríku. Ræst var út deild breska flotans sem sendi beitiskipin Exeter, Ajax og Achilles. Bryndrekarnir fjórir mættust svo við mynni flóans hinn 13. desember 1939. Allt sett í botn með hlaðin vopn Kl. 5.30 að morgni 13. desember komu sjónpóstar Graf Spee auga á möstur í fjarska. Hans skipherra var þess fullviss að um væri að ræða fylgdarskip fyrir skipalest sem hann hafði skömmu áður fengið vitneskju um. Um 20 mínútum síðar kom hið rétta í ljós; Graf Spee hafði siglt fram á þrjú beitiskip óvinar. Með vindling í munnvikinu gaf Hans skipverjum sínum skipun um að búa sig undir vopnuð átök. Vélar Graf Spee voru þá þandar til hins ýtrasta og stefnan sett beint á Bretana. Hafa ber í huga að þýska skipið hafði mikla yfirburði á við bresku skipin og átti að geta sökkt þeim öllum. Það var jú bæði með mun öflugri fallbyssur og betri brynvörn. Þetta vissi Hans. Eins vissi skipherrann að bresku skipin hefðu getað lagt á flótta, haldið sig utan færis fallbyssuturna Graf Spee og kallað eftir aðstoð. Í ljósi þessa var ákvörðunin tekin, átök blöstu nú við og fjarlægðin á milli fylkinga minnkaði hratt. Bretarnir voru búnir undir átök og beygði Exeter þegar til norðvesturs á meðan Ajax og Achilles beygðu til norðausturs. Tilgangurinn var að umkringja Graf Spee og neyða fall- byssuturna Þjóðverja til að skjóta í ólíkar áttir. Kl. 6.17 rauf greifinn þögnina og hóf að senda Exeter dauðakveðjur með aðalfallstykkjum sínum á meðan minni fallturnar ein- beittu sér að Ajax. Segja má að það hafi verið misráðin ákvörðun hjá skipherranum að ráðast á fleiri en eitt skotmark í einu. Betra hefði ver- ið að sökkva þeim einu á fætur öðru. Exeter svaraði árásinni kl. 06.20 og Ajax mínútu síðar. Achilles beitti fallstykkjum sínum kl. 06.24. Fjar- lægðin á milli fylkinga var nú um 18.000 m. Graf Spee kipptist við í hvert sinn sem öflugar byssurnar geltu í átt að Bretum og gengu mikl- ar gusur yfir greifann þegar skot- hríðinni var svarað. Staða Þjóðverja var nú orðin þröng og ljóst að mót- staðan var öflugri en gert var ráð fyrir. Á stjórnborða blasti strand- lengjan við og sjórinn grunnur allt í kringum Þjóðverjana. Hans gaf mönnum sínum nýja skipun, nauð- synlegt var nú að snúa stöðunni við og það fljótt – miðið nú öllum falls- tykkjum á Exeter! Eftir þetta varð Þjóðverjum vel ágengt og fékk Ex- eter á sig þung högg. Brú skipsins varð fyrir skotum með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Ekki leið á löngu áður en fjórar af sex fall- byssum Exeter skemmdust sem og skotbúnaður fyrir eftirlitsflugvélar. Á sama tíma skutu Ajax og Achilles í sífellu á Graf Spee. Skömmu síðar beit greifinn frá sér og eyðilagði loft- skeytastöð Achilles. Þegar hér var komið sögu loguðu eldar svo gott sem stjórnlaust um borð í Exeter, slagsíða orðin talsverð, nær allar fall- byssur óvirkar og mannfall mikið. Talsverðar skemmdir höfðu einnig orðið um borð í Graf Spee, m.a. á miðunartæki aðalfallstykkja. Hans skipherra hafði þó takmarkaðar áhyggjur af því. Hans helsti ótti nú var að Ajax og Achilles væru að koma sér í skotstöðu fyrir tundur- skeytaárás. Nú mátti engan tíma missa. Koma þurfti Graf Spee í skjól. Ný skipun heyrðist í brúnni; beitið reykskyggingu! Greifinn hvarf því næst sjónum Breta og lagði á flótta með stefnu í norðaustur. Á sama tíma dró Exeter sig til hlés, skipið var orðið alvarlega laskað. Ajax og Achilles héldu hins vegar eltingar- leiknum áfram og sigldu inn í reykj- armökkinn á eftir greifanum. Ajax sigldi inn í skotlínu Graf Spee sem þá eyðilagði báða afturskotturna breska skipsins. Þjóðverjarnir hertu enn á flóttanum og beittu reykvél á ný. Bretum tókst þó að koma nokkrum skotum á Graf Spee og skemmdu annan skotturninn að aftan. Sprengikúla hitti einnig skrokk Graf Spee og setti á hann gat sem var um þrír metrar í þver- mál. Um kl. 7.40 voru Bretar að verða skotfæralausir og skip þeirra mikið skemmd. Yfirmaður deildarinnar gaf því skipun um að hætta elting- arleiknum og reyna fremur tundur- skeytaárás síðar í skjóli myrkurs. Á sama tíma hélt Graf Spee inn til Montevideo, höfuðborgar Uruguay, til viðgerðar. Skemmdir voru víða, m.a. á tundurskeytageymslum, vist- arverum áhafnar, brúnni, björg- unarbátum og vopnalyftu. Þá höfðu á fjórða tug sjóliða týnt lífi. Stjórn Uruguay fyrirskipaði Hans skipherra að yfirgefa landið innan þriggja daga, annars yrði Graf Spee kyrrsett. Vísuðu stjórn- völd með þessu til hlutleysisstefnu sinnar. Þjóðverjar voru mjög ósáttir og sögðu þrjá daga ekki nægja til viðgerða, minnst tvær vikur þyrfti til. Eftir komuna til Montevideo voru látnir sjóliðar jarðaðir að her- mannasið og særðir fluttir undir læknishendur. Átökin og eltingar- leikurinn var nú orðið að heimsfrétt og kepptust blöðin um að lýsa því sem gerst hafði og spá fyrir um framtíðina. Héldu sum blöð því fram að greifanum myndi berast hjálp. Breskur blekkingarleikur Flotamálaráðunautur Bretlands í Buenos Aires sá fram á að eitthvað yrði til bragðs að taka. Ekki væri ráðlagt að leyfa Graf Spee að sleppa út á Atlantshafið að nýju. Ekki þótti þó ráðlagt að skipa Bretunum aftur gegn Graf Spee, skipin væru einfald- lega of löskuð eftir fyrri viðureign. Nálægasta breska herskipið var flugmóðurskipið Ark Royal, en það var í nærri 5.000 km fjarlægð – allt of langt í burtu til að geta stöðvað flótt- ann. Blekkingarleikur var því eina ráðið. Flotamálaráðunauturinn lét það berast út að öflug bresk flota- deild væri nú komin til La Plata-flóa í þeim tilgangi einum að eyða þýska skipinu. Ekki leið á löngu þar til þýska leyniþjónustan heyrði af þessu og lét boð þess efnis berast til Hans skipherra. Treystandi leyniþjónust- unni sá hann einungis einn kost í stöðunni. Til að forða skipi sínu frá kyrr- setningu og áhöfninni frá vísum dauða í kjölfar átaka við heila flota- deild ákvað skipherrann að taka nokkra af sínum helstu mönnum um borð í Graf Spee og sigla því á La Plata-flóa. Dagurinn var 17. des- ember 1939. Um 20 þúsund manns fylgdust með þegar bryntröllið sigldi frá landi og var hópurinn viss um að Þjóðverjar myndu taka slaginn við bresku skipin. En það gerðist ekki. Þess í stað voru botnhlerar Graf Spee opnaðir og eldur lagður að. Vasaorrustuskipið brann í tvo daga þar til það lagðist loks í gröf sína. Áhöfnin var síðar flutt til Argentínu þaðan sem hópurinn hélt aftur til Þýskalands með kaupskipum. Hans Langsdorff fylgdi ekki áhöfn sinni, þess í stað hélt hann upp á hótel. Klæddur í einkennisbúning sinn og skreyttur heiðursmerkjum lagðist Hans á hinn gamla keisaralega flota- fána og skaut sig. Hans Langsdorff lést 20. desember 1939, 45 ára að aldri. Með sjálfsvígi sínu vildi hann koma í veg fyrir að skömm félli á skip sitt og fána. Berlín var þó á annarri skoðun. Nafn skipherrans var svert og fékk Hans yfir sig útskúfunardóm af hendi nasistastjórnarinnar, en fram til þessa dags hefur Hans Langsdorff ekki fengið uppreist æru. Greifinn sem lagðist í vota gröf - Vasaorrustuskipið Admiral Graf von Spee var fyrsta herskipið sem Þriðja ríkið missti í seinni heimsstyrjöld - Áhöfnin sá sjálf um að sökkva eigin skipi eftir klókan blekkingarleik Breta Útför Skipherrann sést hér fyrir miðju hvar hann kveður fallna félaga úr orrustunni á La Plata-flóa. Er hann sá eini sem ekki heilsar að hætti nasista. Altjón Graf Spee sést hér brenna eftir aðgerðir áhafnarinnar. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Skannaðu kóðann til að lesa ítarlegri umfjöllun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.