Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
577-1515 •
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ég tel að hér sé hægt að búa til
miklu betri sambúð milli sjávar-
útvegsins og almennings og reyndar
atvinnulífsins alls en kannski ekki
síst sjávarútvegsins. Forsvarsmenn
í sjávarútvegi hafa núna talað fyrir
þessu sjálfir,“ segir Magnús Harð-
arson, forstjóri Kauphallarinnar,
þegar hann er spurður að því hvort
skráning fyrirtækja á almennan
markað geti þjónað sem einskonar
þjóðarsátt um mikilvæga atvinnu-
vegi þjóðarinnar. Magnús er gestur
í Dagmálum þar sem staðan á
hlutabréfamarkaði er til umræðu,
uppbyggingin sem átt hefur sér
stað frá bankaáfallinu 2008 og
hvernig Magnús telur að markaður-
inn muni þróast á komandi miss-
erum.
Gefur raunsærri mynd
Í liðinni viku var Síldarvinnslan
skráð á markað og er í kjölfarið eitt
þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem
skráð eru á markað hér á landi.
„Með þessu fær almenningur
raunsærri mynd af sjávarútveg-
inum. Þetta er í raun og veru miklu
nútímalegri grein heldur en margir
gera sér grein fyrir. Miklu fram-
sæknari, notar tækni á háu stigi og
grein sem hugar að því sem er mjög
ofarlega í huga fjárfesta þessa dag-
ana, sjálfbærni. Nýta auðlindina
betur, draga úr sóun. Þannig að
þarna held ég að séu heilmikil tæki-
færi fyrir sjávarútveginn.“
Magnús segir ánægjulegt að sjá
hversu vel hafi tekist til við skrán-
ingu Síldarvinnslunnar á markað en
eftir hlutafjárútboð sem fram fór í
tengslum við hana eru hluthafar í
fyrirtækinu um 7.000 talsins.
Mikil aukning á
skömmum tíma
Bendir hann á að í lok árs 2019
voru tæplega 9.000 einstaklingar
sem áttu hlutabréf á Íslandi. Í lok
árs 2020 voru þeir orðnir 17.000 og
nú eru þeir um 21.000. Bendir
Magnús á að aukningin sé gríðarleg
á skömmum tíma. Þá sé áhugavert
til þess að líta að einstaklingar komi
fyrst af verulegum krafti inn á
markaðinn eftir ládeyðu fyrri ára
þegar hlutabréf í Icelandair séu
boðin til kaups. Enginn geti mælt í
mót þeirri staðreynd að flugrekstur
sé áhættusamur á tímum kórónu-
veirunnar. Hins vegar hafi fólk sýnt
að það hafi tengt við fyrirtækið,
sögu þess og haft góða reynslu af
því. Slíkt hafi skipt sköpum þegar
kallað hafi verið eftir fjármagni inn
í félagið.
Fólk þarf að fá að velja
Magnús segir að lífeyrissjóðirnir
íslensku séu mikilvægir fyrir fjár-
málamarkaðinn en að þeir séu hins
vegar að mörgu leyti orðnir ofvaxn-
ir. Þannig myndi það styrkja stöðu
vaxtarfyrirtækja ef fólk fengi í
auknum mæli að ráðstafa viðbót-
arlífeyrissparnaði sínum eftir eigin
höfði, annaðhvort með því að kaupa
í sjóðum eða einstaka félögum
beint. Slíkt fyrirkomulag hafi reynst
afar vel í Svíþjóð sem birtist m.a. í
því að um og yfir helmingur þess
fjármagns sem komi inn á First
North-markaðinn þar í landi sé frá
einstaklingum. Það er mjög fjarri
þeim veruleika sem við horfum upp
á hér á landi.
„Lífeyrissjóðirnir, eins góðir og
þeir eru, þá eru þeir ekki besti að-
ilinn til að byggja upp vaxtar-
markað. Þeir eru eðli máls sam-
kvæmt stórir sjóðir með tiltölulega
fáa starfsmenn í sinni eignastýringu
og þeir leggja frekar áherslu á
stærri bita í stórum félögum og
þetta er ekki vænt umhverfi fyrir
vaxtarfyrirtækin til að sækja fjár-
magn í.“
Fleiri félög á leiðinni
Stefnt er að skráningu Íslands-
banka á aðalmarkað Kauphall-
arinnar nú í júní. Í sumar er einnig
gert ráð fyrir að félögin Solid Clo-
uds og Play muni hefja innreið sína
á First North-markaðinn. Magnús
segir þetta til marks um hraustleika
markaðarins. Hann gerir ráð fyrir
að fleiri félög muni safnast á listann
á komandi misserum.
„Ég get vel trúað að við fáum í
haust tvö félög til viðbótar. Það er
spurning hvort það verði tvö á First
North eða eitt á First North og
annað á aðalmarkaðinn. Tvö til þrjú
á aðalmarkaðinn gætu þetta orðið
og jafnvel fjögur til sex á First
North. Þá gæti megnið farið úr því
sem það er í dag, 23 félög, en þetta
gætu orðið um eða yfir 30 félög fyr-
ir lok næsta árs,“ segir Magnús.
Kauphöllin getur stuðlað að sátt
- Þátttaka almennings hefur stóraukist á hlutabréfamarkaði - Útboð Icelandair markaði þáttaskil
- Auka þarf valfrelsi fólks þegar kemur að ráðstöfun lífeyrissparnaðar - Fleiri skráningar í farvatninu
Forstjóri Kauphallarinnar Magnús Harðarson er bjartsýnn á komandi tíð.