Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 577-1515 • DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Ég tel að hér sé hægt að búa til miklu betri sambúð milli sjávar- útvegsins og almennings og reyndar atvinnulífsins alls en kannski ekki síst sjávarútvegsins. Forsvarsmenn í sjávarútvegi hafa núna talað fyrir þessu sjálfir,“ segir Magnús Harð- arson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar hann er spurður að því hvort skráning fyrirtækja á almennan markað geti þjónað sem einskonar þjóðarsátt um mikilvæga atvinnu- vegi þjóðarinnar. Magnús er gestur í Dagmálum þar sem staðan á hlutabréfamarkaði er til umræðu, uppbyggingin sem átt hefur sér stað frá bankaáfallinu 2008 og hvernig Magnús telur að markaður- inn muni þróast á komandi miss- erum. Gefur raunsærri mynd Í liðinni viku var Síldarvinnslan skráð á markað og er í kjölfarið eitt þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á markað hér á landi. „Með þessu fær almenningur raunsærri mynd af sjávarútveg- inum. Þetta er í raun og veru miklu nútímalegri grein heldur en margir gera sér grein fyrir. Miklu fram- sæknari, notar tækni á háu stigi og grein sem hugar að því sem er mjög ofarlega í huga fjárfesta þessa dag- ana, sjálfbærni. Nýta auðlindina betur, draga úr sóun. Þannig að þarna held ég að séu heilmikil tæki- færi fyrir sjávarútveginn.“ Magnús segir ánægjulegt að sjá hversu vel hafi tekist til við skrán- ingu Síldarvinnslunnar á markað en eftir hlutafjárútboð sem fram fór í tengslum við hana eru hluthafar í fyrirtækinu um 7.000 talsins. Mikil aukning á skömmum tíma Bendir hann á að í lok árs 2019 voru tæplega 9.000 einstaklingar sem áttu hlutabréf á Íslandi. Í lok árs 2020 voru þeir orðnir 17.000 og nú eru þeir um 21.000. Bendir Magnús á að aukningin sé gríðarleg á skömmum tíma. Þá sé áhugavert til þess að líta að einstaklingar komi fyrst af verulegum krafti inn á markaðinn eftir ládeyðu fyrri ára þegar hlutabréf í Icelandair séu boðin til kaups. Enginn geti mælt í mót þeirri staðreynd að flugrekstur sé áhættusamur á tímum kórónu- veirunnar. Hins vegar hafi fólk sýnt að það hafi tengt við fyrirtækið, sögu þess og haft góða reynslu af því. Slíkt hafi skipt sköpum þegar kallað hafi verið eftir fjármagni inn í félagið. Fólk þarf að fá að velja Magnús segir að lífeyrissjóðirnir íslensku séu mikilvægir fyrir fjár- málamarkaðinn en að þeir séu hins vegar að mörgu leyti orðnir ofvaxn- ir. Þannig myndi það styrkja stöðu vaxtarfyrirtækja ef fólk fengi í auknum mæli að ráðstafa viðbót- arlífeyrissparnaði sínum eftir eigin höfði, annaðhvort með því að kaupa í sjóðum eða einstaka félögum beint. Slíkt fyrirkomulag hafi reynst afar vel í Svíþjóð sem birtist m.a. í því að um og yfir helmingur þess fjármagns sem komi inn á First North-markaðinn þar í landi sé frá einstaklingum. Það er mjög fjarri þeim veruleika sem við horfum upp á hér á landi. „Lífeyrissjóðirnir, eins góðir og þeir eru, þá eru þeir ekki besti að- ilinn til að byggja upp vaxtar- markað. Þeir eru eðli máls sam- kvæmt stórir sjóðir með tiltölulega fáa starfsmenn í sinni eignastýringu og þeir leggja frekar áherslu á stærri bita í stórum félögum og þetta er ekki vænt umhverfi fyrir vaxtarfyrirtækin til að sækja fjár- magn í.“ Fleiri félög á leiðinni Stefnt er að skráningu Íslands- banka á aðalmarkað Kauphall- arinnar nú í júní. Í sumar er einnig gert ráð fyrir að félögin Solid Clo- uds og Play muni hefja innreið sína á First North-markaðinn. Magnús segir þetta til marks um hraustleika markaðarins. Hann gerir ráð fyrir að fleiri félög muni safnast á listann á komandi misserum. „Ég get vel trúað að við fáum í haust tvö félög til viðbótar. Það er spurning hvort það verði tvö á First North eða eitt á First North og annað á aðalmarkaðinn. Tvö til þrjú á aðalmarkaðinn gætu þetta orðið og jafnvel fjögur til sex á First North. Þá gæti megnið farið úr því sem það er í dag, 23 félög, en þetta gætu orðið um eða yfir 30 félög fyr- ir lok næsta árs,“ segir Magnús. Kauphöllin getur stuðlað að sátt - Þátttaka almennings hefur stóraukist á hlutabréfamarkaði - Útboð Icelandair markaði þáttaskil - Auka þarf valfrelsi fólks þegar kemur að ráðstöfun lífeyrissparnaðar - Fleiri skráningar í farvatninu Forstjóri Kauphallarinnar Magnús Harðarson er bjartsýnn á komandi tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.