Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 58

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 ✝ Sunna Jó- hannsdóttir doktor í lyfjafræði fæddist í Reykjavík 6. júlí 1985. Hún lést í faðmi fjöl- skyldunnar 25. maí 2021 á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir skyndilega, snarpa og erfiða baráttu við hvít- blæði. Foreldrar Sunnu eru Jóhann Þór Sigurðsson byggingatækni- fræðingur, f. 16. febrúar 1958, og Júlíana Gunnarsdóttir bók- ari, f. 22. mars 1956. Sunna er yngst þriggja systkina. Systir Sunnu er Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður, f. 4. mars 1981, sam- býlismaður hennar er Jóhannes S. Ólafsson hæstaréttar- lögmaður, f. 15. janúar 1982. Þau eiga börnin Arnrúnu Móu, f. 8. maí 2019, Atla, f. 10. nóv- ember 2009, og Rakel, f. 18. nóvember 2011. Bróðir Sunnu er Freyr Jóhannsson doktor í líf- og læknavísindum, f. 29. des- ember 1983, eiginkona hans er Qiong Wang, doktorsnemi í sameindalíffræði, f. 9. maí 1988. Sunna var gift Ívari Má Otta- hún að rannsóknum á nýrri að- ferð við gjöf augndropa. Sunna varði doktorsritgerð sína árið 2017. Þá sinnti hún stunda- kennslu við lyfjafræðideild HÍ. Frá útskrift og til dánardags starfaði Sunna sem rannsókn- arstjóri hjá lyfjaþróunar- fyrirtækinu Oculis ehf. þar sem hún starfaði við rannsóknir og þróun augnlyfja. Í upphafi árs 2011 greindist Sunna með hvítblæði og við tók tveggja ára lyfjameðferð. Árið 2013 greindist hún aftur með sama sjúkdóm og fór þá m.a. í beinmergsskipti til Svíþjóðar. Sunna bjó alla tíð yfir ein- stökum baráttukrafti og lét veikindin aldrei aftra sér. Með- an á meðferð stóð lauk hún þannig m.a. meistaranámi í lyfjafræði og hluta doktorsnáms síns. Eftir að Sunna náði fullum bata fékk hún tæplega átta sjúkdómslaus ár með Ívari eig- inmanni sínum. Sá tími var full- ur af lífi, stórum sem hvers- dagslegum sigrum og fæðingu dóttur þeirra, Kötlu Rann- veigar, sem frá fyrsta degi varð miðdepill tilveru þeirra. Sunna undi sér hvergi betur en með fjölskyldu sinni og þá gjarnan í sumarhúsi hennar í Laugarási í Biskupstungum. Útför Sunnu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 3. júní 2021, klukkan 15. Athöfnin er öllum opin. syni lögfræðingi, f. 27. september 1985. Foreldrar hans eru Rannveig Ívarsdóttir, fv. dag- foreldri, f. 13. ágúst 1950, og Otti Kristinsson, fv. matreiðslumaður, f. 14. janúar 1947. Sunna og Ívar eignuðust stúlkuna Kötlu Rannveigu 6. ágúst 2018. Sunna fæddist í Reykjavík og ólst að stærstum hluta upp í Grafarvogi. Heimili Sunnu, Ív- ars og Kötlu var á Meistara- völlum í Reykjavík. Sunna stundaði nám við Menntaskólann við Sund árin 2001 til 2005. Að stúdentsprófi loknu fór Sunna í lýðháskóla í Danmörku. Haustið 2006 hóf hún nám í lyfjafræði við Há- skóla Íslands og lauk B.Sc.- gráðu 2009 og M.Sc. árið 2012. Samhliða námi starfaði Sunna hjá apóteki og við rannsóknir hjá Oculis ehf. Strax að loknu mastersnámi í lyfjafræði fékk Sunna tækifæri til að fara í rannsóknatengt doktorsnám við Háskóla Íslands. Í náminu vann Elsku Sunna, það verður aldrei hægt að þakka þér fyllilega fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þú varst heimsins besta mamma og eiginkona. Þú varst besti vinur sem ég hef nokkurn tímann átt. Frá fyrsta degi fann ég strax hvað þú varst einstök. Það sem heillaði mig fyrst við þig var hversu heil þú varst. Þú varst svo heiðarleg og aldrei að þykjast vera eitthvað annað en þú varst. Ótrú- lega klár og endalaust fær í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst búin til úr einhverju öðru, sterkara og betra en aðrir. Ég man fyrst þegar ég sá mynd af þér, í rannsóknarstofuslopp, mynd sem þér fannst kjánaleg en mér fannst svo heillandi, einbeit- ingin skein í gegnum myndina. Ég vissi það strax frá því að við töl- uðum saman fyrst að þú værir með eitthvað annað og meira. Fyrir ut- an það hvað þú varst óendanlega falleg, að utan sem innan. Þegar við byrjuðum að hittast þá einhvern veginn small heimur- inn saman, eins og síðasta púslið hefði verið fundið og myndin loks- ins orðið heil. Þú kenndir mér á líf- ið án þess að hafa verið meðvituð um það og án þess að hafa ætlað þér það. Þú kenndir mér að end- urmeta allt. Það voru ekki óþarfa hlutir sem skiptu þig máli, það voru stóru hlutirnir í lífinu, fjöl- skyldan og vinirnir og að njóta hverrar stundar með þeim. Þú kenndir mér að meta fjölskyldu og vini fyrir það sem þau raunveru- lega eru, ást. Ég kunni ekki neitt, en núna kann ég smá. Þú þroskaðir mig og kenndir mér á lífið. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allar litlu stundirnar. Þegar þú komst þreytt heim úr vinnunni, brostir svo blítt og faðmaðir okkur að þér og kysstir. Öll kvöldin okkar saman að tala um allt og ekki neitt. Að vakna með þér og Kötlu, hlusta á ykkur spjalla saman um daginn og velja sokkabuxur fyrir leikskól- ann. Mér þykir svo vænt um að við höfum fengið að vera fjölskylda. Það er ekki til betri ferðafélagi, þú varst alltaf til í allt, sama hversu kjánalegt öðrum kynni að þykja það. Aldrei neitt stress, alltaf í flæðinu og ánægð með það hvert straumurinn leiddi okkur saman. Á hverju kvöldi spurðum við hvort annað: „Hvað fannst þér skemmtilegast í dag?“ Svörin voru aldrei ómerkileg, þau voru alltaf yfirfull af ást. Ástin í hversdegin- um, „Að koma heim og heyra ykk- ur hlæja saman“, „Að sækja Kötlu í leikskólann“, „Að vera með þér í kvöld“, „Að hoppa með ykkur Kötlu í stóra pollinum í sveitinni“. Meira að segja þennan hræðileg- asta dag af öllum dögum, daginn sem þú fórst, þakkaði ég fyrir ást- ina og fann bjartasta ljósið í myrkrinu sem hafði gleypt mig, faðmlag frá Kötlu. Þú gafst mér ljósið í myrkrinu. Ég ætla að reyna að halda áfram að tileinka mér það sem þú kenndir mér. Lifa í núinu og vera þakklátur fyrir alla þá ást sem er í kringum okkur Kötlu, því ástin er það eina sem raunverulega skiptir máli. Ef ég næ að skila brota broti af þinni manngerð til Kötlu þá veit ég að hún verður góð kona, það var engin bjartari og hreinni en þú. Það er ekki hægt að elska meira, þú verður alltaf hjá okkur. Af öllu hjarta, Ívar og Katla. Elsku hjartans Sunnan mín, besta vinkona, trúnaðarvinur, litla systir, manneskjan mín í lífinu. Það var eitt mitt mesta lán í þessu lífi að fá þig í heiminn minn aðeins fjögurra ára gömul. Að hafa fengið að vera samferða ykkur Frey allar götur síðan, bestu vin- um mínum tveimur. Með jafn stjórnsama stóru systur var gott að hafa skaplyndið þitt, þessa jarð- bindingu og rólegu ákveðni og staðfestu. Frá fyrsta degi varstu svo meðvituð um eigin mörk og mikilvægi þess að standa vörð um þau. Gafst þar aldrei afslátt. Svo stór og sterk í þessum smágerða kroppi. Heil í gegn og sönn sjálfri þér. Lést verkin en ekki orðin tala og þurftir aldrei á viðurkenningu annarra að halda. Svo traust með þetta einstaka hjartalag. Þótt við séum fæddar inn í mik- ið og stórt fjölskyldulíf breyttist allt þegar þú fékkst fyrst hvít- blæði, nýorðin fullorðin. Þá neydd- umst við til þess að kafa saman djúpt ofan í kvikuna og horfast í augu við stórar, flóknar og erfiðar spurningar. Velta hverjum stein í leit að svörum. Við það fléttuðumst við öll svo fallega saman. Urðum svo náin og þakklát hvert fyrir annað. Samverustundirnar urðu enn fleiri og dýpri og við gátum verið alveg berskjölduð í fullu trausti þess að fallega yrði farið með það. Það er huggun skerandi þungum harminum gegn að vita að það var ekkert ósagt okkar á milli, eða ógert. Á þessum tíma komu góðu mannkostir þínir svo vel í ljós. Bar- áttuandi þinn var einstakur, gleðin þín, jarðtenging og jafnvægið, og óendanlegur styrkur þinn og hug- rekki. Þú tókst sárum örlögum þínum af þvílíku æðruleysi, fórst aldrei í flótta, afneitun eða biturð. Lést sjúkdóminn aldrei sigra þig. Meira að segja þegar þú tókst síð- asta andardráttinn í faðmi fjöl- skyldunnar varstu ekki sigruð. Áttir fullt eftir, það var bara mennskur kroppurinn og lækna- vísindin sem gátu ekki meira. Það er líkt og þú hafir frá upp- hafi verið meðvituð um það hve litlum tíma þér yrði skammtað. Svo fallega breiddir þú úr árunum þínum og fylltir þau lífi og merk- ingu. Alltaf svo fullkomlega til staðar í öllu sem þú gerðir. Laus við stóra storma og átök, bæði hið innra og í samskiptum við aðra. Síðasta tæpa áratugarins fékkstu svo að njóta sjúkdómslaus með ástinni í lífi þínu, Ívari. Hefðir ekki getað fundið betri föður fyrir elsku Kötlu, sem þú lagðir svo mik- ið á þig við að koma í heiminn. Skæra ljósið okkar. Þið voruð svo samrýnd og samstillt strax frá fyrsta degi. Bjugguð ykkur svo fal- legt heimili, umhverfi og líf. Við ræddum mjög oft um mik- ilvægi fyrstu þúsund daganna í lífi hverrar manneskju. Alla þá daga gafstu Kötlu fullkomna athygli, ást og öryggi. Mættir þörfum hennar af ótrúlegri næmni og skilningi. Katla mun sannarlega búa að þeirri dýrmætu gjöf það sem eftir lifir. Elsku Sunnan mín. Við sem ætl- uðum að verða gamlar saman, búa hlið við hlið og ala dætur okkar upp sem systur. Ég lofa því að heiðra það og gera þín góðu gildi og verk að leiðarljósi í gegnum líf okkar allra. Ég elska þig alltaf, af öllu hjarta. Ekki hægt að elska meira. Þín stóra systir og manneskja í lífinu, Sigrún Jóhannsdóttir. Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum yndislega vinkonu og mágkonu. Sunna var hvers manns hugljúfi, ávallt í góðu skapi með bros á vör. Okkar fyrstu kynni af Sunnu voru þegar Ívar bróðir okk- ar og hún byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um sjö árum. Það var auðvelt að sjá hvers vegna hann kolféll fyrir henni. Eldklár, góð- hjörtuð og falleg. Rúmu ári fyrir kynni þeirra hafði Sunna háð erf- iða baráttu við krabbamein og leit björtum augum til framtíðar. Hún hafði aðra sýn á lífið en flestir á hennar aldri. Hún kunni svo sann- arlega að meta það góða og vissi hvað raunverulega skipti máli. Fyrir tæpum þremur árum kom litli sólargeislinn þeirra í heiminn, hún Katla Rannveig, og fullkomn- aði litlu fjölskylduna. Sunna var yndisleg móðir sem talaði við dótt- ur sína af ást, alúð og virðingu. Katlan okkar ber þess svo sann- arlega merki, skýr og þroskuð eftir aldri. Nú þegar Sunna er komin í sólina og skýin þá minnumst við hennar með þakklæti og ást í huga. Takk fyrir allt, við gætum Ívars og Kötlu fyrir þig. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Minning þín lifir. Lilja, Gígja, Kristinn og fjölskyldur. Elsku Sunna mín. Hjartað mitt grætur yfir því að hafa þig ekki lengur hjá mér. Þú ert búin að fara með mér í gegnum allt lífið hingað til, allt frá ferming- unni okkar til skírnar hjá Emilíu og Kötlu og allt þar á milli. Í hvert einasta skipti sem við náðum ein- hverjum áfanga vorum við til stað- ar hvor fyrir aðra og nú síðast þeg- ar þú kláraðir doktorsgráðu aðeins 32 ára gömul. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með þér þótt stuttur væri, en á honum fórum við í sjö utan- landsferðir saman og til þrettán landa. Ævintýrin með þér voru ógleymanleg og alltaf varstu til í að gera eitthvað skemmtilegt og það með bros á vör. Glaðlyndari stelpu er ekki hægt að finna og síðan varstu líka svo bráðgreind. Sorgin skilur eftir sár í hjartanu og ég get ekki skilið hversu ósann- gjarnt það er að þurfa að kveðja sólina í lífi mínu. Ég á eftir að sakna þín meira en orð geta tjáð. Ég elska þig alltaf og sendi allan minn styrk til fjölskyld- unnar þinnar. Þín Helga María. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinkvennahópinn okkar. Að þurfa að kveðja vinkonu langt fyrir aldur fram er ólýsanlega sárt, elsku Sunna okkar var svo sannarlega í blóma lífsins. En bjartar minning- ar um brosmildu og blíðu vinkonu okkar koma til með að ylja okkur um ókomin ár. Hún var ólýsanlega sterkur karakter með einstaklega góða nærveru. Klár og hugrökk með svo fallegt hjarta. Hún var svo hamingjusöm með Ívari sínum og sá ekki sólina fyrir gullmolanum sínum henni Kötlu og stóð sig ein- staklega vel sem móðir. Við eigum ófár minningar af alls konar skemmtilegum uppátækjum sem við gengum í gegnum með henni. Við erum svo þakklátar fyrir okkar síðasta hitting, þar nýttum við glufu í covid-ástandinu og skelltum okkur saman út og áttum yndislegt kvöld þar sem svo mikið var hlegið að lá við að staðurinn tæmdist vegna láta í okkur. Þetta var einn af óteljandi hittingum hjá þessum vinkonuhópi sem voru hver öðrum skemmtilegri. Má þar nefna óvissuferðir, útilegur, sauma- klúbba, partí o.fl. Þegar við rifjum upp þessar stundir okkar saman þá er okkur efst í huga hversu uppátækjasöm Sunna var og alltaf tilbúin í glensið, einhverra hluta vegna komst hún alltaf upp með allt. Ætli það hafi ekki verið af því að hún var svo einstaklega saklaus og sæt. Elsku vinkona, mikið getur lífið verið ósanngjarnt og söknuðurinn er mikill. Þú verður alltaf í hjörtum okkar og stór hluti af hópnum. Þínar menntaskólavinkonur, Ásta María, Berglind, Birna, Elísabet, Erla Dögg, Harpa, Helga Margrét, Helga María, Ólöf Kolbrún, Kristín Rós og Svava. Unga og góða hetjan mín, hún Sunna, er fallin frá. Nemendur koma, menntast og fara út í at- vinnulífið. Flestir staldra stutt við á leiðinni út í lífið en aðrir eitthvað lengur. Haustið 2006 hóf Sunna nám í lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands og lauk þaðan BS-prófi sum- arið 2009 og meistaraprófi í lyfja- fræði sumarið 2012. Sunna varði doktorsritgerð sína í lyfjafræði í nóvember 2017. Naut ég þeirrar ánægju að leiðbeina Sunnu í bæði meistara- og doktorsnámi hennar. Námið gekk vel og rannsóknir léku í höndum hennar. Hún var bæði fróðleiksfús og hugmyndarík, en þó mynduðust nær óyfirstígan- legar hindranir á námstímanum. Í meistaranáminu veiktist Sunna af hvítblæði og var frá námi í um eitt ár. Í doktorsnáminu tók sjúkdóm- urinn sig aftur upp og aftur var hún frá námi í eitt ár. Í bæði skipt- in barðist Sunna eins og hetja við sjúkdóminn, sigraði og öðlaðist hægt og bítandi aftur fulla orku. Kraftur hennar og þrautseigja var ótrúleg, og varði hún að lokum doktorsritgerð sína með miklum glæsibrag. Að loknu námi starfaði Sunna hjá Oculis þar sem við héld- um áfram samstarfi okkar og rannsóknum. Sunna eignaðist góð- an eiginmann og gott heimili, og fyrir þremur árum kom í heiminn dóttir þeirra og augasteinn. Eftir erfiða þrautagöngu lék lífið við Sunnu. En fyrir um mánuði syrti snögglega aftur í lífi hennar. Núna átta árum eftir að hún fékk sjúk- dóminn síðast tók hann sig upp aft- ur. Nú sýndi hann enga miskunn og lagði Sunnu á innan við mánuði. Hún var aðeins 35 ára og átti svo margt eftir ógert. Hetjan mín er fallin frá. Blessuð sé minning Sunnu. Ég votta Ívari eiginmanni henn- ar, Kötlu dóttur þeirra og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Þorsteinn Loftsson. Elsku Sunna mín. Það er svo óraunverulegt að sitja hér heima og minnast þeirra stunda sem við Sunna áttum saman án þess að hafa hana mér við hlið, hlæjandi og brosandi sínu breiða brosi. Sunna var einstök. Hún var eldklár en ekki hrokafull, falleg og sæt en ekki upptekin af sjálfri sér, bros- mild, uppátækjasöm og mann- blendin. Ég kynntist Sunnu í menntaskóla þar sem við vorum saman í bekk og í sama vinahópi. Á þeim tíma var Sunna svolítið eins og litríkur skopparabolti. Hopp- andi og skoppandi, smeygði sér um allt og fékk alla í kringum sig til að brosa. Það var alveg einstaklega auðvelt að hanga með Sunnu, skemmta sér, djamma, spjalla um núið og framtíð. Það var líka satt að segja praktískt, því hún náði alltaf að smokra sér fremst í röðina á barnum og ef aðrir bargestir ætl- uðu að nöldra yfir því þá brosti hún bara til viðkomandi og málið var leyst. Eftir menntaskóla skildi leið- ir, eins og gengur, en við héldum þó alltaf sambandi og vorum góðir vinir. Það var svo fyrir hálfgerða tilviljun að ég ákveð að fara í heim- sókn til Sunnu í Stokkhólmi þar sem hún háði fyrri orrustu sína við þennan illvíga sjúkdóm. Sú helgi er mér ógleymanleg og verður ávallt í hjarta mér. Það var ótrúlegt að fylgjast með hvernig þessi smá- gerði, litríki skopparabolti tókst á við þessa erfiðu lífsraun sem veik- indin voru. Sunna var glerhörð, beinharður nagli, ákveðin og með alveg ótrúlegan lífskraft. Þrátt fyr- ir að vera verulega veik á þessum tímapunkti, með lítið þrek andlega og líkamlega, var þetta sama Sunnan mín. Með sama breiða brosið og nærveruna. Það var nefnilega alveg jafn auðvelt að hanga með henni þarna einsog í menntó. Við spiluðum rommí, fengum okkur góðan mat, gott kaffi, fórum á söfn, dekruðum við okkur og spjölluðum um fortíð og framtíð. Þegar ég lagði af stað í þessa heimsókn var markmiðið að lyfta andanum hjá Sunnu en eins og oft vildi verða var það Sunna sem gaf af sér til mín. Hvernig hún stóð af sér þennan ólgusjó með lífs- orku sinni, elju, þori og einstöku hugrekki var mér dýrmæt lexía. Í kjölfarið héldum við betra sam- bandi, Sunna kom til Noregs í verulega eftirminnilegar heim- sóknir og vináttubönd okkar styrktust. Elsku Sunna, að hafa átt þig að var slík gæfa að ég mun búa að því alla tíð og þótt þú sért nú komin í annan heim veit ég að vináttubönd okkar haldast óslitin. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- látur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrini Þórleifsson) Ljós Sunnu skein svo sannar- lega skært. Elsku hjartans Sunna mín, takk fyrir að lýsa upp mína lífsleið. Þú varst dýrleg mann- eskja og orð fá því ekki lýst hve sárt ég sakna þín. Elsku Ívar, Katla og fjölskylda. Hjarta mitt og hugur eru hjá ykk- ur. Ykkar vinur að eilífu, Eymundur Sveinn Leifsson. Fyrir um tíu árum kom hópur af ungum konum saman í Ljósinu sem áttu það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Sunna var þar á meðal en hún var yngst í „skvísuhópnum“ eins og við köll- um hann. Þegar við komum sam- an í Ljósinu þá gerðust einhverjir töfrar líkt og það væri hreinlega skrifað í skýin að við ættum að hittast og sameinast í gegnum þá erfiðu lífsreynslu að greinast ung- ar með krabbamein. Í þá vegferð fórum við í saman, vopnaðar bjartsýni, svörtum húmor og til- búnar að takast á við þá erfiðleika sem á vegi okkar urðu. Það var mjög auðvelt að láta sér þykja vænt um Sunnu. Hún var hjartahlý, brosmild og góð vinkona með einstaklega góða nærveru. Undir niðri var hún þó jafnframt mikill prakkari sem kunni sannarlega að koma okkur hinum í hópnum á óvart. Á þess- um rúmu tíu árum höfum við brallað ýmislegt saman en upp úr standa minningar af ævintýraleg- um Valentínusarstefnumótum, dýrmætum samverustundum og hlátrasköllum. Við höfum upplifað sorgir og sigra, grátið og hlegið saman. Allan þennan tíma höfum við verið stuðningur og hvatning hver fyrir aðra og búið að þessum sameiginlega reynsluheimi. Við fylgdumst með Sunnu verða ást- fangna af Ívari sínum og þau eign- uðust fallegu Kötlu Rannveigu sem við samglöddumst svo mikið yfir. Það er þyngra en tárum taki að kveðja fallegu Sunnu okkar í blóma lífsins. Hópurinn okkar kemur aldrei til með að vera hinn sami og eigum við eftir að sakna Sunnu svo lengi sem við lifum og minnast hennar með miklu þakk- læti og kærleika. Við sendum Ív- ari, Kötlu Rannveigu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Kristín Erla, Nílsína, Erna Sigríður, Sigrún Elsa, Björk, Unnur Ösp og Árdís Jóna. Sunna Jóhannsdóttir - Fleiri minningargreinar um Sunnu Jóhanns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.